Þjóðviljinn - 20.04.1988, Síða 2

Þjóðviljinn - 20.04.1988, Síða 2
Eldborgin á uppboð Allar líkur benda til þess að aflaskipið Eldborg HF 13 fari undir hamarinn á næstunni vegna skulda, en skipið var smíðað í Danmörku fyrir tíu árum. Þórður Helgason, vélstjóri segir aðalástæðuna fyrir því hvernig komið er vera vaxtastefnuna og einnig að skipið fái ekki verkefni sem skyldi, en það hefur td. engan þorskkvóta. Á síðustu loðnuvertíð kláraði skipið loðnukvótann sinn 13. mars, um 22.700 tonn. Vísitalan hækkar Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði á síðustu þremur mánuðum um 3,2% og samsvarar það 13,3% árshækkun. Síðastliðna tólf mánuði hefur hún þá hækkaðum 15,4%. Hún ereftir verðlagi íapríl 1988 110,8 stig, eða 1,93% hærri en í mars og gildir í maí. Af hækkuninni stafa 0,8% af hækkun á verði á steypu, 0,2% af hækkun á verði útihurða, 0,2% af hækkun á verði á sandi og sementi og 0,7% af hækkun á verði á vörum og þjónustu. Reagan býður Þorsteini í heimsókn Þorsteinn Pálsson hefur þegið boð Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta, um að koma í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Heim- sóknin hefur verið ákveðin 16. maí n.k. Árshátíð Grikklandsvina Aðalfundur og árshátíð Grikklandsvinafélagsins Hellas er í kvöld. Fundurinn er í Geirsbúð en strax að honum loknum, eða kl. 20.30, hefst árshátíðin í Naustinu. Sif Ragnhildardóttir syngur lög eftir Mikis Þeódórakis við undirleik og Lárus Sveinsson blæs með dætrum sínum í trompet útfærslur á nokkrum lögum Þeódórakis. Thor Vilhjálmsson verður ræðumaður kvöldsins. Tekurðu inn lýsi? Lýsi hf. leitar nú eftir sjálf- boðaliðum í rannsókn sem fyrir- tækið vinnur nú að í samvinnu við háskólann í Wisconsin og með aðstoð Hjartaverndar. Ánnar- svegar leitar Lýsi að þeim sem tekið hafa inn lýsi, ufsa- eða þorskalýsi, reglulega undanfarin 5-10 ár og hafa tekið a.m.k. eina matskeið á dag og hinsvegar að þeim sem ekki taka inn lýsi, en sá hópur á að vera til viðmiðunar. Æskilegur aldur er 45-65 ára. Þeir sem sjá sér fært og hafa áhuga á að taka þátt í þessari til- raun hafi samband við Lýsi hf. í síma 28777. Frosinn fiskur til Sovét Samningar hafa tekist við sovéska fyrirtækið Sovrybflot um sölu á frystum fiski til Sovétríkjanna. Sovétmenn munu kaupa 10.700 tonn af frystum fiski og skiptist magnið þannig að þeir kaupa 9.500 tonn af flökum og 1.200 tonn af heilfrystum fiski. Samningurinn var gerður í dollurum að venju og var meðalverðið tæpum 6% hærra en í samningi síðasta árs. Seljendur eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeild Sambandsins. Byggjum kaupleiguíbúðir! Aðalfundur Dagsbrúnar 13.apríl og fundur framkvæmdastjórnar VMSÍ 15. apríl samþykktu sömu ályktunina um húsnæðismál. Þar fagna samtökin framkomnu frumvarpi um kaupleiguíbúðir og skora á Alþingi að sjá til þess að frumvarpið verði að lögum þegar á þessu þingi svo hægt verði að hefjast handa um byggingu kaupleiguíbúða. Bankinn eins og blóm í eggi Samvinnubankinn hagnaðist á síðasta ári um rúmar 38 miljónir króna. Veðdeild og Stofnlánadeild högnuðust um 10 miljónir svo heildar hagnaður rekstrarreikninganna þriggja var 48 miljónir króna á síðasta ári. Innlán hækkuðu að raungildi um 8,2%. Guðjón B. Ólafs- son, formaður bankaráðs, tilkynnti á aðalfundi bankans, sem var haldinn 14. apríl sl., að ákveðið hefði verið að gefa út nýtt hlutafé að upphæð 100 miljónir krónur. Afmælisráðstefna Iðntæknistofnunar Iðntæknistofnun íslands heldur ráðstefnu um reynslu iðnfyrirtækja afrannsókna- og þróunarstarfsemi að Hótel Söguídag,20. aprfl. Tveir erlendir gestir sem hvor um sig eru framarlega á sínusviði.hafa verið fengnir til að heiðra ráðstefnuna og að auki innlendir fyrirlesarar. FRÉTTIR Verkföll Mjólkurskortur Verkfall verslunarmannafarið að hafa áhrif Framleiðsla í Mjólkursamsölunni stöðvast íkvöld. Mjólkurpantanir hafa Síðustu mjólkurdroparnir verða keyrðir í verslanir á föstudag. Engar pantanir verður hægt að afgreiða eftir daginn í dag vegna verkfalls verslunar- manna Pétur Sigurðsson hjá Mjólk- ursamsölunni sagði að ekki kæmi til þess að mjólk yrði hellt niður. Hún yrði unnin í osta og duft bæði á Selfossi og í Borgarnesi. Þegar Þjóðviljinn leit inn hjá Mjólkursamsölunni í gær var aukist mikið mikið að gera í útkeyrslu þar sem pantanir höfðu aukist mikið. Vegna verkfalls skrifstofufólks verður ekki hægt að afgreiða neinar pantanir eftir daginn í dag. Framleiðsla stöðvast því í kvöld. Pétur sagðist reikna með því að sótt yrði um undanþágu fyrir stofnanir eins og sjúkrahús. Hins vegar færu þeir ekki af stað fyrir nokkur hundruð lítra á dag. Enn ætti eftir að koma í ljós hvort ein- hverjar undanþágur yrðu veittar, og þá hverjum. Eiríkur Þorkelsson stöðvar- stjóri sagðist hafa nóg fyrir sitt fólk að gera þótt framleiðsla stöðvaðist. Þrátt fyrir mikið hreinlæti mætti alltaf gera betur. Þannig að starfsmenn yrðu í þrifum, drægist verkfall á lang- inn. Svo getur farið að skortur verði á ostum og smjöri í þeim verslun- um sem verða opnar. Bílstjórar Osta- og smjörsölunnar eru í VR eins og flestir starfsmenn þar. -hmp. Borgarráð Engin laun undir 42 þús. Sameiginleg tillaga minnihlutaflokkanna. Gildistímifrá ogmeð 1. maínk. Forseti borgarstjórnar: Styð tillöguna heilshugar Itilefni af réttmætum yfirlýsing- um forseta borgarstjórnar um að ósæmilegt sé að greiða fyrir fullan vinnudag laun undir skatt- leysismörkum, hefur Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, mælt fyrir til- lögu minnihlutaflokkanna í borg- arráði um að mánaðarlaun borg- arstarfsmanna verði frá og með 1. maí nk. ekki lægri en 42.414 krónur miðað við mánaðarlega dagvinnu og núgildandi launa- flokkar með lægri krónutölu falli úr gildi frá sama tíma. Tillagan gerir ráð fyrir því að lægsti launaflokkur sem borgin greiði eftir verði því sá 236. í launastiga borgarstarfsmanna og sambærilegrur hjá öðrum við- semjendum borgarinnar. Fólk raðist í launaþrep eftir starfs- og lífaldri á sama hátt og nú er. Jafnframt segir í tillögunni að hlutastörf, tímakaup, álags- greiðslur og yfirvinna taki mið af því sama, það er að segja launa- flokkar, sem nú eru undir 236. flokki og sambærilegir taxtar þurrkist út, en 236. launaflokkur verði viðmiðun þeirra sem nú eru flokkaðir neðar. Á fundi borgarráðs í gær var afgreiðslu tillögunnar frestað og kemur hún að öllum líkindum til afgreiðslu á næsta borgarráðs- fundi, sem verður haldinn 26. apríl nk. og á næsta fundi borgar- stjórnar sem verður fimmtudaginn 5. maí nk. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og formaður V.R., sagði við Þjóðviljann að hann fagnaði því að þessi tillaga hefði verið lögð fram og hann styddi hana heilshugar. „Að sjálfsögðu er ég samkvæmur sjálfum mér og styð þessa fram- komnu tillögu um að hækka laun borgarstarfsmanna sem eru undir skattleysismörkum; annað dettur mér ekki í hug. Þetta er það sem við erum að berjast fyrir að ná í gegn hjá viðsemjendum okkar, en því miður virðist ekki vera mikill skilningur fyrir því hjá þeim, með þeim afleiðingum að allt virðist stefna í verkfall frá og með næsta föstudegi," sagði Magnús L. Sveinsson. -grh Ólafur Gísli Kristjánsson fulltrúi Pathfinder með bæklinginn og bókina Mynd E.ÓI. „Veröum eins og Che“ ISóknarsalnum, Skipholti 50a, verður í kvöld kl. 20.00 kynn- ing á nýútkominni bók sem hefur að geyma ítarlegra safn rita og ræðna kúbanska/argentínska byltingarmannsins Che Guevara en áður hefur verið til. Bókafor- lagið Pathfinder gefur bókina út en hún er á ensku og heitir „Che Guevara and the Cuban Revoluti- on“. Aukinheldur verður kynntur bæklingur með minningarræðu Fidels Castro um Che Guevara sem hann hélt 8.október 1987, 20 árum eftir að Che var myrtur af bólivískum hermönnum. Bækl- ingurinn heitir „Verðum eins og Che“ og er á íslensku. Sendiherra Kúbu á íslandi, Dennys Guzmán Perez ávarpar gesti, ásamt David Deutsch- mann, ritstjóra bókarinnar og Pritz Dullay frá Afríska þjóðar- ráðinu. Einnegin tala Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur, for- maður Vináttufélags íslands og Kúbu (VÍK) og Kristinn H. Ein- arsson sem var fulltrúi BÍSN á námsmannaráðstefnu á Kúbu 1987. -tt Suðurnes Völlurinn lokast Verslunarmannafélag Suður- nesja hefur hafnað öllum undan- þágubeiðnum frá Keflavíkurflug- velli og mun því Völlurinn lokast fyrir flugumferð íslenskra milli- landavéla um leið og verkfallið skellur á. Bæði Flugleiðir og Arn- arflug sóttu um undanþágu, svo og Varnarliðið og íslenskur markaður í flugstöðinni, en sem fyrr greinir var öllum beiðnunum hafnað. -FRI Prentarar Yfirvinnu- stöðvun í Odda Prentarar í Odda hafa ekki unnið neina yfirvinnu upp á síð- kastið. Þeir eru með því að reyna að knýja á um viðurkenningu á starfsaldurshækkunum þeim sem bókagerðarmenn sömdu um við Félag íslenska prentiðnaðarins og VSÍ en Oddaverjar lækka yfir- borganir I réttu hlutfalli við starfsaldurshækkanir. Afleiðingarnar af þessari yfir- vinnustöðvun eru tii dæmis þær að Vikan kemur ekki út eins og venjulega. -tt 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.