Þjóðviljinn - 20.04.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 20.04.1988, Side 8
Gönguferðir Aðfáfólk til að ánetjast Einar Egilsson, Útivist: Ferðasyrpurnar hafa mœlst vel fyrir Meðal nýjunga í styttri ferð- um hjá ferðafélögunum eru svokallaðar ferðasyrpur, tengdar ferðir, og virðast hafa fengið hljómgrunn hjá áhuga- fólki um útiveru og gönguferð- ir. Ferðafélagið gekkst fyrir Reykholtsgöngu í fyrra og í ár stendur Utivist fyrir þremur ferðasyrpum. í eftidarandi spjalli segir Einar Egilsson sem sæti á í ferðanefnd Úti- vistar nánar frá þessari ferða- nýjung, en fyrst spurðum við hann um aðdragandann. Hugmyndin að þessum ferða- syrpum á sér nokkurn adrag- anda, segir Einar. Við höfðum áður verið með þjóðleið mánað- arins á dagskránni, og þær ferðir urðu til að koma okkur á sporið. Eins höfum við verið með fasta liði á hverju ári: til dæmis kaupstaðarferð á frídegi vers- lunarmanna og kræklingaferðir tvisvar þrisvar á ári, og þetta hef- ur fengið góðar undirtektir. Sú hugmynd varð síðan til að fylgja ströndinni - Strandganga í landnámi Ingólfs - frá Reykjavík að Ölfusárósum í 22 áföngum, og núna seinnipartinn í apríl erum við hálfnuð; fórum í 11. ferðina um síðustu helgi og lögðum þá upp frá Innri-Njarðvíkurkirkju og fórum um Vatnsnes og Hólms- berg. Minjar um mannavist... í kynningarbæklingnum ykkar segist þið leggja sérstaka áherslu á náttúrufar, örnefni, mann- vist... Já, og til að koma því í kring höfum við lagt áherslu á að fá staðarfrótt fólk í ferðirnar til að skýra frá því sem ber fyrir augu. Áherslurnar eru að vonum mis- munandi eftir því fólki sem tekur verkefnið að sér, og eins stöðum þeim sem farið er um. En eins og Strandgönguheitið á ferðasyrp- unni ber með sér er það ekki síst fjaran með því lífi sem í henni er sem við leggjum okkur eftir. Þetta eru léttar göngur um fjöl- breytilegt svæði, og jafnan stutt í bílinn sem fylgir okkur. Það er ekki á þér að heyra að þessar ferðir séu neinar sérstakar þrekraunir; hvernig hefur ykkur gengið að koma því til skila til fólks? Það má kannski segja að við í ferðafélögunum ættum að kynna það betur hvað felst í þessum styttri ferðum. Þeir eru ófáir sem virðast halda að það sé meiri hátt- ar mál að slást í hópinn, menn verði að vera í toppformi og eiga fullkominn útbúnað. En auðvit- að förum við ekki hraðar yfir en sá sem hægast gengur, og því er ekkert sem mælir gegn því að fólk taki ungabörn með sér, sérstak- lega þegar kemur fram á sumar- ið. Og reyndar er slík þátttaka hinna yngstu að aukast. -Það má segja að meginmálið sé að brjóta ísinn; ef fólk hefur sig í að taka þátt í tveimur þremur gönguferðum þá ánetjast það og kemur síðan með aftur og aftur. Þetta er afskaplega afslappandi viljum við meina: Ef þú vilt ganga einn þá geturðu gert það, ef þig langar til að taka einhvern tali þá læturðu verða af því, og hefur þína hentisemi svona nokkurn veginn. Auðvitað höfum við far- arstjóra til að halda utan um hverja göngu, en það er frjálsleg stjórn sem þeir inna af hendi. Ég finn það á sjálfum mér að maður hefur gott af þessari hreyf- ingu, bæði líkamlega og andlega, og tel reyndar að ekki sé völ á betri líkamsrækt. Sjálfur hef ég verið þjáður af brjósklosi, en hef fengið mikinn bata í gönguferð- um. Þið eruð gjarnan mcð lengri og styttri útgáfu af sama ferðasyrpu- áfanganum... Já, það er nú hugsað til að koma til móts við sem flesta, bæði þá sem vilja þokkalega dagsferð og eins hina sem hentar styttri ganga, til dæmis barnafólk. Fyrri áfanginn hefur byrjað klukkan hálfellefu að morgni, en hinn seinni klukkan eitt eftir hádegi, og sameinast þá hinum fyrri. Ánægja með undirtektirnar Hefur þátttakan verið góð? Við erum ánægð með undir- tektirnar. Milli 30 og 60 manns hafa jafnaðarlega tekið þátt, og við reiknum með meiri þátttöku þegar vorar. Bæði vegna vor- komunnar sjálfrar með hækkandi sól og hlýrra veðri, og eins hafa skíðavertíðarlokin sitt að segja. Ég neita því þó ekki að við vor- um svolítið kvíðin í upphafi. Við hófum þessa ferðasyrpu 3. janúar í Grófinni - enda ekki annað við hæfi þar sem við leggjum landnám Ingólfs undir fót - og gengum út í Órfirisey og út á Sel- tjarnarnes. Við bjuggumst nú ekki við neinni rífandi þátttöku innanbæjar, en fengum þó sjötíu og fjóra göngumenn í þennan fyrsta áfanga þrátt fyrir kalsaveð- ur. Er þetta mikið sama fólkið sem hcfur tekið þátt í strandgöng- unni? Allmargir hafa komið í þær flestar og tveir fullorðnir menn hafa tekið þátt í þeim öllum, en langalgengast er að fólk komi MANNLIF 7 Einar Egilsson, ferðanefndarmaður hjá Útivist, staddur í sýningarsal Náttúrufræðistofnunar. í strandgöngunni er gengið um fjögur fugla- björg; Vogastapa, Hólmsberg, Hafnaberg og Krísuvíkurbjarg. Mynd: Sig. með öðru hverju. í þessu sam- bandi langar mig til að leiðrétta ákveðinn misskilning sem ég held að aftri mörgum frá þátttöku hjá ferðafélögunum, en hann er sá að þetta sé alltaf sama fólkið sem þarna er á rölti, einhver lokuð klíka. Þetta er fjarri öllum sanni sem betur fer. Strandgöngunni lýkur við Ölf- usárósa í byrjun október eftir ferðaáætluninni. Eru uppi ráða- gerðir um að loka landnáms- hringnum ef svo mætti segja; leggja Kjalarnes undir fót svo og Hvalfjarðarströndina? Slíkt hefur komið til tals, og það er vel hugsanlegt að af því verði á næsta ári. Og þessi til- högun - ferðasyrpurnar - gefa í rauninni margháttaða möguleika á því að taka fyrir ný og áhuga- verð svæði. Til dæmis hefur Hengillinn orðið sárlega út undan hjá okkur og við höfum mikinn hug á að kanna hann nán- ar. Eins mætti tiltaka Lönguhlíð- ina, hálendið upp af Grinda- skörðum, Selvogsheiðina og þar í kring. ...aóeins mismunandi flatt Strandgangan er ekki eina ferðasyrpan hjá ykkur í ár, þið eruð með Þingvallaþjóðleiðir og einnig Fjallahringinn. Væntan- lega er síðarnefnda syrpan ekki fyrir hvern sem er? Kannski ekki alveg, nei, en þarna er þó tækifæri til að byrja á léttum fjallgöngum og bæta síðan smám saman við sig. Við göngum á tíu fjöll með tiltölulega stuttu millibili og byrjum áþvílægstaog endum á því hæsta. Fjallahringurinn hjá okkur hófst með göngu á Keili 10. apríl síðastliðinn. Keilir er ekki nema 378 metra hár, og næstu fjöll eru einnig mjög auðveld. Síðan smá- þyngist þetta, og lýkur með ferð á hátind Ésju seinnipartinn í ágúst og loks Skarðsheiði um miðjan september, en þar förum við í 1053 metra hæð. Ef fólk byrjar á byrjuninni þá getur það byggt sig upp og tekist á við seinni áfangana líka. HS 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.