Þjóðviljinn - 20.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.04.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR „ALVEG ROSALEGT!!!!“ Haukar íslandsmeistarar eftir að hafa unnið fyrrverandi meistara Njarðvíkinga 91 -92 í tvíframlengdum leik. Einn langbesti og mest spennandi leikurinn í vetur. Pálmarmeð 11 þriggja stiga körfur ogþaraf eina á lokasekúndunum Henning stígur trylltan dans um leið og flautan gellur. Hann átti stór- góðan leik í gærkvöldi, var annar markahæsti leikmaður Hauka og mjög góður í vörninni. „Þetta er einn rosalegasti úr- slitaleikur fyrr og síðar og ég hef orðið vitni að þeim mörgum,“ sagði Einar Bollason eftir leikinn en hann lagði einmitt grunninn að sigurliðinu fyrir 5 árum. Haukar byrjuðu leikinn á því að skora tværþriggja stiga körfur og voru þar Olafur Rafnsson og Pálmar að verki. ívar Webster hirti öll fráköst og eftir nokkrar mínútur var staðan orðinn 2-14 Haukum í vil. Njarðvík náði að gera nokkrar körfur en Gaflar- arnir höfðu góða forystu 4-14, 6- 19 og 11-25. Njarðvíkingar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp, tóku að þétta vörnina og Valur tók til við þriggja stiga skotin. Þeir náðu að minnka for- skotið í 20-25 og þegar 2 mínútur voru til leikhlés voru þeir aðeins 1 stigi undir 33-34. Þeir fengu góð færi á að jafna en gátu ekki nýtt sér þau, liðin skiptust á að skora og staðan í leikhléi var 37-39. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn á því að jafna leikinn 39-39 en Haukar náðu aftur yfir- höndinni 39-45. Liðin skiptust síðan á að skora en með góðri rispu tókst heimamönnum að Njarðvík 19. apríl Úrslitaleikur úrvalsdeildarinnar Njar&vík-Haukar 91 -92 (37-39) (66- 66) (79-79) Stig Njarövíkur: Valur Ingimundarson 33, Teitur Örlygsson 22, Hreiðar Hreiðarsson 12, Isak Tómasson 7, Sturla Örlygsson 7, Helgi Rafnsson 6, Friörik Ragnarsson 4. 5 villur: Sturla Örlygsson. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 43, Henn- ing Henningsson 16, Ivar Ásgrímsson 14, Ingimar Jónsson 6, Ivar Webster 6, Reynir Kristjánsson 4, Ólafur Rafnsson 3. 5 villur: Henning Henningsson, Ivar Webster. Dómarar: Kristinn Albertsson og Ómar Scheving voru góðir. „tp Fótbolti Ótníleg fólska Ástralski knattspyrnumaður- inn Gary Modowall hefur verið dæmdur í bann frá knattspyrnu fram yfir ólympíuleikana í Kór- eu. Það er til komið vegna þess að í leik Ástralíu og ísrael í unda- nkeppni ólympíuleikanna stapp- aði hann á höfði eins ísraelans þar sem hann lá slasaður á jörð- inni. komast yfir 53-50. Njarðvíkingar þéttu vörnina enn meir og Haukar náðu um tíma ekki að skjóta á þeim 30 sekúndum sem þeir höfðu í sókn og þeim gekk einnig illa að hitta ofan í körfuna. Þegar 3 mínútur voru til leiksloka höfðu Njarðvíkingar náð sex stiga forskoti 64-58. Þá voru nokkrir hætt komnir í villunum og Helgi Rafnsson, ísak Tómas- son, Sturla Örlygsson og ívar Webster voru alíir með 4 villur. Pálmar náði að minnka muninn í 64-63 en Sturla jók hann aftur í 66-63 þegar minna en mínúta var eftir af leiknum. En Pálmar hafði ekki sagt sitt síðasta orð og náði að skora þriggja stiga körfu þegar aðeins 2 sekúndur lifðu af leiknum þannig að jafnt var að leikslokum 66-66. Framlengt ívar Ásgrímsson kom Haukum strax yfir í framlengingunni og Pálmar bætti um betur með þriggja stiga körfu að sjálfsögðu. Njarðvíkingar hertu enn á sér og var vörnin með ísak, Friðrik eða Teit fremstan mjög góð. Haukum gekk illa að hitta ofan í og misstu boltann nokkrum sinn- um eftir að hafa ekki reynt í 30 sekúndur. Þessi barátta dugði til að komast yfir 74-73 en síðan var jafnt 74-74 og 77-77. Valur skoraði tvö stig þegar 11 sekúnd- ur voru til leiksloka en eftir mik- inn darraðardans undir körfu heimamanna tókst fvari Ás- grímssyni að jafna á lokasekúnd- unum 79-79. Enn framlengt Gífurleg spenna var í húsinu í lokakaflanum þegar liðin skipt- ust á að skora og þegar 30 sek- úndur voru til leiksloka skoraði Pálmar þriggja stiga körfu og kom liði sínu yfir 88-90. Valur braust þá af miklu harðfylgi í gegn, náði að koma boltanum ofan í körfuna en brotið var á honum þannig að hann fékk víta- skot að auki þegar aðeins 11 sek- úndur voru til leiksloka. Valur skoraði úr vítinu og boltanum var þrumað fram en þar var fyrir Reynir Kristjánsson sem kom honum ofan í körfuna á lokasek- úndunum þannig að Haukar urðu íslandsmeistarar 91-92. Pálmar með 43 stig Njarðvíkurliðið var gott í þess- um leik og var vörnin þegar hún komst í lag alveg skotheld þó að þeim tækist ekki að sjá við öllu. Pálmar hetja Hauka skorar eina af þriggja stiga körfum sínum og dugðu hvorki Helgi né l’sak í að koma í veg fyrir það. Þeir höfðu þó lítið að gera í frá- köstin. ísak stjórnaði spilinu eins og herforingi að venju og var einnig mjög góður í vörninni. Bein útsending Ríkissjónvarpið verður með beina útsendingu frá undanúrs- litum Evrópukeppninnar í dag kl. 17.25. Þar verða PSV Eindho- ven og Real Madrid á skjánum og gefst áhorfendum kostur á að sjá tvö af stórliðum Evrópuknatt- spyrnunnar. I kvöld Fótbolti Gervigras kl.20.30 Fylkir-Víkingur í Reykjavíkur- mótinu. Friðrik var líka mjög góður í vörn og þegar hann leysti ísak af í sókninni vai lítill munur á þeim. Haukarnir máttu ekki líta af Val þá var hann farinn að skjóta og skoraði yfirleitt. Helgi var mest framanaf að stjaka við ívari We- bster en sneri sér samt að leiknum þegar á leið. Sturla og Hreiðar voru mjög góðir. Hjá Haukunum bar mest á Pálmari. Hann skoraði 11 þriggja stiga körfur í leiknum og stjórnaði lið- inu af stakri snilld. ívar Webster hirti svotil öll fráköst í leiknum en var oft illa leikinn af andstæðing- unum. Henning var mjög iðinn í leiknum, alltaf á ferðinni og lék sig oft frían undir körfunni. ívar Ásgrímsson og Óli Rafnsson voru mjög góðir, sérstaklega þeg- ar leið á leikinn. Reynir er mjög vaxandi leikmaður. Eftir frekar slaka leiki fyrr í vetur er hann allur að koma til og stóð sig nokk- uð vel í þessum leik. Ingimar sást lítið í leiknum og það var ekki fyrr en undir lokin að hann tók sig verulega á. Dómararnir dæmdu þarna langan og harðan leik en stóðu sig vel miðað við það. Þeir gerðu samt nokkur mistök enda eins og fyrr sagði mjög erfitt að dæma svona leik. GLASGOW 3 x í viku FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Miðvikudagur 20. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.