Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 7
HEIMURINN Nató Hyggjast „endumýja“ skammvopn Þar eð Steingrímur Hermannsson veiktistsat Einar Bene- diktssonfund varnarmálaráðherra Nató! Fyrir „okkar“ hönd! Varnarmálaráðherrar Nató- ríkja slitu tveggja daga fundi sínum í gær og sögðu bandalagið staðráðið í að „endurnýja“ skammdræg kjarnvopn sín. Al- kunna er að sambandstjórnin í Bonn er andsnúinn þeitn áform- um og vill að samið verði við ríki Varsjárbandalagsins um eyðingu þessara vígtóla. Fundurinn var haldinn í Bruss- el en upphaflega hafði verið ráð- gert að hann færi fram í Kaup- mannahöfn. En deilur danskra stjórnmálamanna um kjarnvopn í gestkomandi herskipum og væntanlegar þingkosningar um það mál skelfdu Natóbrodda mjög og því var ákveðið í skyndi að hóa mönnum fremur saman í sjálfum aðalstöðvunum. Að fundi loknum kom varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, Frank Carlucci, að máli við fréttamenn og kvað hinar farsælu lyktir fundarins, einhug og sam- stöðu Natóliða, styrkja stöðu sína í glímunni við fjárveitingar- vald bandaríska þingsins. Nú gæti það ekki lengur forsmáð beiðni sína um myndarlega upphæð svo hanna megi nýja og betri „Lance- flaug“. „Eg tel samþykkt þess (Nató) nógu skýra og skorinorða til þess að sannfæra þingið um að heimila hönnun og tilraunastarfsemi sem miði að því að fullkomna Lance- flaugina." En í raun er lokaályktun fund- ar varnarmálaráðherranna jafn loðin og margræð og ályktun leiðtogafundar Nató fyrir hálfum öðrum mánuði. Fulltrúar allra aðildarríkja bandalagsins nema Frakklands sögðust „stefna að því að gera viðeigandi ráðstafanir svo unnt sé að endurnýja kjarnvopnin.“ Ennfremur segir að þau kjarnvopn sem Nató hafi enn í fórum sínum eftir að stórveldin hafi eyðilagt meðaldrægar kjarnflaugar sínar verði að vera „endingargóð, viðbragðsgóð og árangursrík og samansett á fullnægjandi og viðunandi hátt.“ Carlucci ítrekaði að banda- mennirnir 15 (þar á meðal mör- landinn) hefðu kannað hvaða leiðir væru bestar til þess að endurskipuleggja kjarnvopna- birgðir sínar til þess að vega upp á móti eyðileggingu Cruise og Pershingflauganna bandarísku. „Lance-flaugin" margum- rædda flokkast undir „vígvallar- kjarnvopn". Hún getur ekki Þótt „Lanceflaugin" sé aldin að árum og gersamlega úrelt er hennar vandlega gætt. tlogið nema tæplega 100 kílö- metra í lotu og því er ljóst, að henni verður fyrst og fremst beitt í þýsku ríkjunum dragi til styrj- aldar. Því óar ráðamönnum í Bonn við endursmíði hennar en bandarískir vopnaframleiðendur eru frekir til fjárins og hafa ekki fengið að framleiða „Lance“ í 16 ár. Þeirra erinda gengur Carlucci einsog gefur að skilja. Upphaflega hafði verið ráðgert að Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra sæti fund þenna fyrir „okkar“ hönd en hann veiktist og því hljóp Einar Benediktsson í skarðið. Reuter/-ks. Frakkland Mitterrand hefur gott forskot Forsœtisráðherrann hreppir bróðurhlutafylg- is Barres enforsetinn tœpan þriðjung atkvœða Le Pens! Einn er góður en annar hugrakkur Tveir gerólíkir menn stinga saman nefjum, fjendur og ágætis, segja þegnarnir. samherjar í senn. Hvor þeirra hefur nokkuð til síns Allt ber að sama brunni, Fra- ncois Mitterrand mun bera sigur úr býtum í keppni þeirra Jacques Chiracs um hylli fransks almennings. Þeir munu etja kappi þann S.maí um hina eftirsóttu forsetatign. 1 gær voru birtar niðurstöður könnunar svonefndrar Sofres stofnunar um fylgi frambjóð- enda, forseta og forsætisráð- herra. Sá fyrrnefndi getur sam- kvæmt henni gert sér vonir um atfylgi 56 af hundraði Frakka. Sá síðarnefndi hreppir því 44 af hundraði. Þetta lítur ekki vel út fyrir Chirac en þó er það huggun harmi gegn að hann kemur örlítið betur út úr þessari fylgiskönnun en annarri samskonar sem birt var almenningi í fyrradag. Sam- kvæmt þeirri fær hann aðeins 43 af hundraði atkvæða en Mitter- rand 57. Samkvæmt Sofres mun Chirac hreppa um þrjá fjórðu hluta fylg- is Raymonds Barres úr fyrri um- ferð forsetakosninganna. Barre hefur sem kunnugt er lýst yfir stuðningi við forsætisráðherrann og hvatt stuðningsmenn sína til þess að greiða honum atkvæði. Hinsvegar kemur á óvart að 30 af hundraði kjósenda fasistans Jean-Marie Le Pen hyggjast snið- ganga hinn hægri sinnaða Chirac í síðari umferð kjörsins en greiða götu sósíalistans Mitterrands. Aftur á móti vekur enga furðu að 95 af hundraði kjósenda tveggja kommúnista, óflokksbundins verkalýðssinna, umhverfisvernd- armanns og trotskista skuli taka forsetann fram yfir forsætisráð- herrann. En franskir kjósendur eru inntir eftir fleiru þessa dagana en því hvorn frambjóðandann þeir hyggjast kjósa. Þeir eru einnig beðnir um að segja kost og löst á tvímenningunum. Það er almannrómur í Frakk- landi að forsetinn láti sér annt um þá sem minna mega sín í þjóðfé- Heimsins börnum fjölgar örar en bestu menn töldu fyrir skömmu. Við lok þessa árs mun 5,1 miljarður manna verá búsett- ur á hótel Jörð. Segir hópur sér- fræðinga í skýrslu. Vísindamenn og aðrir sem reynt hafa að ráða bót á mann- fjölgunarmeininu gerðu sér vonir um að barnsfæðingum myndi fækka í „þriðja heiminum". Jafnhliða iðnvæðingu yrði ríkis- stjórnum ágengt í áróðurs- og fræðsluherferðum. Hjón myndu láta sér nægja að eiga eitt eða tvö börn. Þessar spár voru ekki á rökum laginu. Forsætisráðherrann sé hinsvegar betur til þess fallinn að halda uppi lögum og reglu og glími vafalaust af festu við „inn- flytjendavandann“ verði hann kjörinn forseti. Mál manna er að Mitterrand hafi yfirburði yfir fjanda sinn og keppinaut á þessum sviðum: Hann hlýði af meiri kurteisi og reistar. Víða í Asfu er algengt að hjón eignist 5-8 börn, fræðsla hef- ur sumstaðar verið í skötulíki, annars staðar engin. Heimsins gæðum er misskipt sem endra- nær, hér og þar hefur iðnaður vaxið en annarsstaðar er hann enginn. Og fátæktin meiri en nokkurn tíma áður sökum þurrka og uppskerubrests. Barnsfæðingum fjölgaði í Kína árið 1986 þrátt fyrir áróður ráða- manna og ýmsar ráðstafanir til þess að stemma stigu við fólks- fjölgun. Sömu sögu er að segja frá Indlandi. Jarðarbúum fjölgar um 1,7 af íhygli á mál annarra, hann sé meiri umbótamaður, hann sé leiknari í þeirri íþrótt að koma á jafnvægi í þjóðfélaginu, hann sé meiri „Evrópusinni“, hann gæti þess betur að halda mannréttindi í heiðri og sé að öllu leyti stærri í sniðum sem þjóðarleiðtogi. Chirac er hinsvegar, ef marka má óvísindalegar viðhorfskann- hundraði á ári hverju. Ef svo heldur sem horfir tvöfaldast mannskapurinn á 40 ára fresti. íbúar heimsbyggðarinnar verða orðnir sex miljarðar árið 1998. Segja sérfræðingarnir í skýrslu sinni. Fimm fjölmennustu þjóðir heims eru þessar: Kína en þegnar Dengs og Zhaos eru miljarður og áttatíu og sjö miljónir. fbúar Ind- lands eru 817 miljónir. Sovét- menn eru 286 miljónir talsins en Bandaríkjamenn 40 miljónum færri. Fimmta fjölmennasta ríki heims er Indónesía en þar búa 177 miljónir. Reuter/-ks. anir, hugrakkari en Mitterrand, herskárri, nútímalegri, raun- særri, kraftmeiri, harðari í horn að taka og hreinskilnari. Hinsvegar virðast Frakkar ekki átta sig á því hvorum sé bet- ur að treysta til þess að ráða fram úr efnahagsörðugleikum ríkisins, hefta hnignun og sækja fram. Reuter/-ks. Þröng á þingi. Heims um ból Þröngt mega sáttir sitja Föstudagur 29. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.