Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Hverju spáirðu um árangur Stormskersins í Dyflinni? Þóröur Þóröarson deildarstjóri: Ég spái honum 10. sætinu. Mið- að við það sem ég hef heyrt af öðrum lögum keppninnar held ég að hann nái þessu sæti með léttu. Björn Björnsson rafvirki: Ég hef það á tilfinningunni að hann verði númer 10 í keppninni og nái ekki lengra. Almennt finnst mér þessi lög í Söngvakeppninni ekki vera við mitt hæfi. Erlingur Sigurösson bakari: Ég spái því að okkar framlag í ár verði í 6. sæti. Lagið er gott og það besta sem við höfum sent í keppnina til þessa. Hin lögin eru léleg og ekki fyrir minn smekk. Hanna Samúelsdóttir húsmóðir: Ég spái því að lagið okkar í ár nái 4.-5. sætinu. Lagið er gott og okkar besta lag til þessa. Hin lög- in eru léleg og og hafa versnað ef eitthvað er frá því sem áður var. Valgerður Torfadóttir bréfberi: Mér finnst ólíklegt að okkar lag í ár nái framar en í 15. sæti. Mér finnst lagið gott en þaö má ekki undir neinum kringumstæðum vinna því þá færum við á haus- inn. þjómnuiNN Föstudagur 29. apríl 1988 96. tölublað 53. örgangur. Sparisjóðsvextir á téKKareiKninga með hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF Spurningin um hvort treysta megi þagnarskyldu heilbrigðisstétta hefur orðið áleitnari eftir að alnæmi kom til sögunnar. Alnœmi Si9 Réttur sjúklinga 1. maí Reykjavík Konur aðalræðu- menn Hólmfríður Þórðardóttir ritari Dagsbrúnar og Pálína Sigurjóns- dóttir formaður Hjúkrunarfélags Islands verða ásamt Guðmundi Hallvarðssyni formanni Sjó- mannafélags Reykjavíkur aðal- ræðumenn á 1. maí útifundi fuli- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Iðnemasambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Safnast verður saman á Hlemmi og gengið í kröfugögnu kl. 14.00 niður á Lækjartorg. Á fundinum les Baldvin Halldórs- son leikari Ijóð en fundarstjóri verður Ragna Bergmann for- maður Framsóknar. Samtök kvenna á vinnumark- aði verða með útifund á Hallæris- planinu 1. maí og meðal ræðu- manna á þeim fundi verður Sa- lome Kristinsdóttir félagi í Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur. Strax að loknum útifundunum í miðborginni stendur útvarp Rót fyrir samkomu á Hótel Borg þar sem Jón Rúnar Sveinsson flytur ávarp og þær Kristín Á. Ólafs- dóttir og Bergþóra Árnadóttir syngja ásamt fleira fólki. - öiyggi starfsfólks Hvernig má tryggja leyndalnœmissmitaðra? Erstarfsfólk sjúkrahúsa of hrœtt við sjúkdóminn? Samtök heilbrigðisstétta héldu í gær fund þar sem uppi voru skiptar skoðanir um hvort vara bæri starfsfólk sjúkrahúsa sér- staklega við alnæmissmituðum. Nú tíðkast t.d. að merkja sýni úr þeim með „smithætta" og héldu sumir því fram, að þar með væri verið að veita falska öryggis- kennd gagnvart öðrum sýnum sem allt eins gætu innihaldið al- næmisveiruna. Sagt var frá erlendum rann- sóknum sem sýndu að hættan á að smitast í starfi er hverfandi lítil ef almenns öryggis er gætt. Talað var um líkurnar 1 á móti 6000 skráðum sjúkdómstilfellum. Einn framsögumanna talaði um að vernd sjúklings ætti að vera ofar vernd starfsfélaga og því ættu ekki aðrir að vita um smitið, en sæju um meðferð sjúklingsins. Bennt var á mikilvægi trúnað- artrausts og var greinilegt að sumum þótti nóg um hversu margir innan sjúkrahúsanna hefðu aðgang að upplýsingum um einstaka sjúklinga. Einn framsögumanna sagði að alnæm- issmitaðir upplifðu mjög sterka hræðslu við að einhver kæmist að því að þeir væru smitaðir. Raunin væri líka oft þannig að þeir ein- angruðust, þar sem fólk væri hrætt þó það ætti að vita um smit- leiðir og við bættust fordómar þegar flestir smitaðra væru hom- mar. í fyrraþegar ákveðin undan- þága var gerð frá þagnarskyidu og höfð afskipti af hegðun smit- aðs einstaklings, fækkaði mjög þeim sem komu í mótefnamæ- íingar. Spurt var hvort það hefði ekki valdið fleiri smitum en hegð- un þessa einstaklings. -mj Hamborg Orð (sovésk) eru dýr! Júgóslavneskur prófessor í heimspeki var dæmdur til þess að greiða 600 marka sekt í Ham- borg. Hann hafði gerst fingra- langur í blaðsölu einni á járn- brautarstöð borgarinnar. Þjófn- aður er og verður þjófnaður sagði dómarinn og kvað engu skipta hverju stolið væri. Prófessornum fannst refsingin í þyngra lagi þar eð hann hafði einvörðungu hnuplað einu ein- taki af Prövdu, málgagni sovéska kommúnistaflokksins. Sækjand- inn í málinu hafði krafist 375 marka en dómaranum, Gerd nokkrum Augner, fannst sú upp- hæð alltof lág því „syndaselurinn verður að finna fyrir refsing- unni.“ Með tárin í augunum tjáði prófessorinn fréttamönnum að fyrir 600 mörk væri hægt að kaupa 600 Prövdur. Hin stolna Pravda var vitaskuld gerð upp- tæk. reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.