Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 14
LESENDABREF ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi ABK Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og stundaráði verða með heitt á könnunni daginn 30. apríl klukkan 10-12. Allir velkomnir Pétur Már Ólafsson fulltrúi í tóm- í Þinghól, Hamraborg 11, laugar- Stjórnin Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánari upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagið boðar til miðstjórnarfundar helgina 7.-8. maí n.k. í Flokksmiðstöðinni Hveriisgötu 105, Reykjavík. Dagskrá: 1) Stefnumótun í húsnæðismálum. 2) Drög að stefnumótun í heilbrigðismálum. 3) Þróun efnahagsmála. 4) Skýrsla um niðurstöður landbúnaðarráðstefnu 5) Kosning nefnda. 6) Önnur mál. Nánar auglýst síðar. Alþýðubandalagið Skagafirði Opið hús í Villa Nova Alþýðubandalagið í Skagafirði verður með opið hús í Villa Nova bann 1 maí frákl. 15-19. Ragnar Arnalds alþingismaður ræðir stjórnmálaviðhorfin. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Stjórnin ABfí Spilakvöld á þriðjudag Alþýðubandalagið i Reykjavík verður með spilakvöld að Hverfisgötu 105,4. hæð, þriðjudaginn 2. maí kl. 20.30. Allirvelkomnir. Stjórnin Viðar Blma Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Baráttusamkoma 1. maí Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur baráttusamkomu í Skálanum Strandgötu 41, á baráttudegi verkafólks sunnudaginn 1. maí frá kl. 15-17. Ræða dagsins: Birna Þórðardóttir félagi í VR. Upplestur: Viðar Eggertsson leikari. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið fíeykjavík Aðalfundur 2. deildar Aðalfundur í 2. deild ABR verður haldinn mánudaginn 2. maí kl. 20.30 að Skarphéðinsgötu 20, 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Félagsheimili vígt 1. maí Félagsheimili Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður formlega víqt sunn- udaginn 1. maí kl. 17.00 Hið nýja félagsheimili er að Urðarholti 4,3ju hæð Mosfellsbæ. Genqið inn frá Þverholti. Allir fólagar og stuðningsmenn eru hvattir til að láta sjá sig og fagna þessum áfanga í sögu félagsins. Stjórnin JHfes , % .xkýf 'JH, Guðlaugur Svavar Alþýðubandalagið Ólafsfirði 1. maí samkoma Alþýðubandalagið Ólafsfirði verður með 1. maí samkomu í Tjarnarborg á sunnudaginn kl. 15.00. Ræðumaður: Svavar Gestsson alþingismaður Upplestur: Guðlaugur Arason rithöfundur Söngur: Kristján Hjaltason Kaffiveitingar allir velkomnir. Verkalýðsforingjar í klípu Ætla verkalýðsforingjar á vinstri kantinum að láta gall- harða íhaldsmenn taka forustuna í verkalýðsmálum? Það virðist stefna að því. Verslunar- mannafélag Reykjavík er orðið leiðandi afl í baráttunni fyrir bættum kjörum þeirra sem verst eru settir. Afgreiðslufólk í stórmörkuð- um og öðrum verslunum er illa launað og er því ekkert ofsælt af kaupi sínu. Þetta fólk vinnur stressvinnu og er vel komið að hvfld í lok vinnudags. Þetta fólk gerir nú uppreisn og fellir þá smánarsamninga er því var boðið uppá og situr í þess stað kröfuna um 42.000.00 á mánuði og boðar verkfall, sem nú er hafið þegar þetta er skrifað. Sagan segir að við þessu hafi íhaldið í þessu rót- gróna félagi ekki búist, og hafi felmstri slegið á liðið, en formað- urinn varð eitthvað að gera úr þessu úr því sem komið var, og er nú orðinn vinsælasti verkalýðs- foringi þjóðarinnar a.m.k. í bili. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta ástand, að verstu óvinir fólks í láglaunastiganum eru komnir báðu megin við borðið. Það verður fróðlegt að vita hvað kemur út úr þessu. Atvinnurek- endur hafa ævinlega brúkað kjaft ef krafist er betri kjara. Við erum á kúpunni, segja þessir auðmenn, og við getum ekki hækkað kaupið, þið verðið að bíða þar til ástandið skánar. Þetta er svarið ævinlega sem fólkið fær frá þessu þokkalega liði sem er komið langt með að segja landið á haus- inn með framferði sínu í fjármál- um þjóðarinnar, og nú er íhaldið farið að ráða báðu megin við borðið, eins og áður segir, og er það mikil reynsla fyrir vinnandi fólk í landinu. Það er þegar ljóst að gullasni íhaldsins hefur komist inn fyrir borgarvirki verkalýðs- samtakanna með þeim afleiðing- um að foringjar þeirra standa uppi ráðalausir. Ætla þessir menn aldrei að skilja þá einföldu hluti, að það getur aldrei farið saman að atvinnurekendur og ósvífnir íhaldsburgeisar séu með puttana í verkalýðsfélögunum. -ÖRFRÉTTIR- Námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla á vegum Umferðarráðs og fleiri aðila hefst á laugardaginn. Kennt verður í tveimur flokkum 13-15 ára og 16 ára og eldri. Þátttökugjald ber að greiða við innritun sem fer fram á kennslustað Dugguvogi 2,. og verður innritað í dag og á morg- un. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði. ísiandsmótið í „freestyle" dönsum fyrir 10-12 ára verður haldinn í Tónabæ á laugardag- inn. Keppt verður í einstaklings- dansi og hópdansi og keppa 27 einstaklingar og 17 hópar. Þetta er fimmta árið í röð sem keppni þessi fer fram og nýtur hún mik- illa vinsælda. Keppnin hefst kl. 14.00. Árshátíð Ítalíu ítalsk-íslenska félagsins, verður haldin á Hótel Lind, föstudaginn 6. maí nk. og hefst kl. 19.30. Skráning og nánari upplýsingar hjá stjórnarmönnum. Vatnslakk á úðabrúsum er nú fáanlegt hérlendis en það er lakk sem er uppleysanlegt í vatni. G. S. Júlíusson h.f. flytur lakkið inn sem er framleitt hjá Vogelsang GmbH í Þýskalandi. Það er til sölu í flestum byggingar- og málningarvöru- verslunum landsins. Á undantörnum árum hafa verkalýðssamtökin gert hinar svokölluðu þjóðarsættir við at- vinnurekendaíhaldið með litlum árangri. Blekið á slíkum samn- ingum er varla þornað fyrr en búið er að svíkja þá, svona hefur þetta gengið fyrir sig fram á þenn- an dag. Hvernig á annað að vera. A.S.L er eins og það sé á öðrum hnetti einhversstaðar í sólkerfinu og hnefasteytingar Guðmundar Joð í sjónvarpinu er ekki lengur á dagskrá. Það eru verkalýðsforingjarnir er bera ábyrgð á þeirri niðurlæg- ingu sem þessi mál eru komin í. Fólkið í félögunum rís upp og lýs- ir vantrausti á þessa menn sem eru að verða að uppþornuðum skrifstofublókum sem enginn treystir lengur. Ég skora á allt verkafólk að veita búðarfólkinu lið í þeirri deilu um kaup og kjör, sem nú er háð og varðar okkur öll. Með kveðju PáU Hildiþórs ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hörður Alþýðubandalagið fíeykjavík 1. maí-kaffi ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík verður að venju með opið hús að Hverfisgötu 105 1. maí. Húsið opnar kl. 14.30. Ávörp flytja: Margrét Björnsdóttir ritari Sóknar, Hörður Oddfríðarson í samninganefnd VR. Sigurjón Pétursson form. framkvst. AB. Jasstríó Tómasar Einarssonar leikur. Félagið fjölmennið og munið að taka með ykkur kökur. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur 3. deildar Aðalfundur 3. deildar ABR verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20.30 að Hveriisgötu 105. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Árni Bergmann Ólafur Ragnar AB Keflavík og Njarðvík Fundur 1. maí 1. maí-fundur verður haldinn á Víkinni, húsi verkalýðsfélaganna við Hafn- argötu 80 sunnudaginn 1. maí kl. 20.30 Aðalræða kvöldsins: Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans. Upplestur: Jón Stefánsson les úr nýrri bók sinni. Erindi: Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins: Launa- stefna Alþýðubandalagsins. Kaffiveitingar. Félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Stjórnin III REYKJKIÍKURBORG '1* StödtVl Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk óskast til starfa í eldhúsi, sumarafleys- ingar og framtíðarstörf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. félag bókagerðar- manna Aðalfundur Félags bókagerðarmanna verður haldinn á Hótel Sögu, hliðarsal, á morgun, laugardaginn 30. apríl kl. 10.00. Dagskrá samkvæmt grein 9.3 í lögum félagsins. Bókagerðarmenn fjölmennið stundvís- lega kl. 10.00. Stjórn Félags bókagerðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.