Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 5
fgefið að neytendur sniðganga þann fisk, svo ekki sé talað um hvað slíkur fiskur getur skemmt fyrir á mörkuðum okkar. Oftast nær hefur verið um að ræða bilanir í olíuleiðslum og skipverjar hafa þá látið slag standa með fyrrgreindum afleið- ingum. Pað er bráðnauðsynlegt fyrir alla hlutaðeigandi að gera sér glögga grein fyrir þessum mengunarvöldum og snúa skipinu strax til hafnar til við- gerðar og hreinsa lestina tafar- laust. Ef olía kemst vegna slysni í fisk, verður að einangra hann strax frá öðrum fiski og eyða. Framtíðin liggur ígœðum - ekki magni Að lokum Halldór. Er skilning- ur manna að aukast á gildi gœða- stjórnunar á framleiðslu sjávaraf- urða og það að gœðin skipta höf- uðmáli en ekki tonnafjöldinn hverju sinni? - Já, tvímælalaust, og þess sjást merki nú þegar í fiskvinns- lunni og meðal sjómanna. Hvað starfsemi Ríkismatsins áhrærir erum við ekki í neinum vafa um að meiri þekking á þeim atriðum, sem skipta höfuðmáli í að ná auknum gæðum í framleiðslunni, skila sér aftur í verðmeiri afurð- um. En til að ná þessu markmiði þurfa sjómenn og starfsfólk fisk- vinnslufyrirtækja að leggjast á eitt, því það dugir ekki eitt sér að við séum ítrekað að benda á leiðir til þess, ef það fær ekki hljóm- grunn meðal þeirra sem vinna við framleiðsluna á sjávarafurðum bæði til sjós og lands. -grh einu að ekki hefst undan að vinna hann. Að undanförnu hefur verið brugðið á það ráð að setja óunninn fisk í gáma til sölu erlendis þrátt fyrir að lítið sem ekkert verð fáist fyrir hann. Myndin lýsir vel hvaða valkostir eru fyrir hendi þegar landburður er af fiski, en að öðru leyti skýrir myndin sig sjálf. ,Föðurland vort hálft er hafiÖ* íslenskir sjávarhættir V. er lokabindi stórvirkis dr. Lúövíks Kristjánssonar. Alls er ritið 2530 bls. og myndir 2008. Því fylgja skrár atriðisoröa og nafna. Heimildarmenn eru 374 úr öllum landsfjórðungum. Þar af voru 268 fæddir á tímabilinu 1845-1900. Upp- haflega hugmyndin af ritinu varð til vestur á Hala 1928. Markmiðið með Islenskum sjávarháttum er að kynna og skilgreina forna íslenska strandmenningu, og mun ritið ekki eiga sinn líka meðal annara þjóða. Lokabindið er 498 bls. prýtt 375 myndum, þar af 110 í litum. |Wcnninrtnvöjóíinv Föstudagur 29. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.