Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Blaðsíða 4
Dauðar barrnálar í bland við hinar heilbrigðu. Það er ekki til neins að úða núna þau tré sem svona eru farin, en hins vegar ástæða til að skoða trén í haust og gera þá ráðstafanir ef þörf er á. Meindýr í trjám Uðunammttan í rénun - Það er allt að kvikna núna, en það er ekki alveg Ijóst á þessari stundu hvort mikið eða lítið verður um meindýr á trjáplöntum. En þetta skýrist á næstu dögum, sagði Jón GunnarOttósson líffræðingur í Rannsóknastöð skógræktar ríkisins að Mógilsá, er blaða- maður ræddi við hann í vik- unni. Þessa dagana má segja að mikið kapphlaup sé milli trjánna og kvikindanna sem á þau herja, en það eru einkum fiðrildalirfur og blaðlýs. Fjölmargar tegundir fiðrilda sækja á trjá- og runna- gróður hér á landi, en einungis fáarþeirra valdatjóni. Á Reykja- víkursvæðínu eru það þrjár teg- undir fiðrilda sem valda trjá- skaða, en það eru skógvefari, víðifeti og haustfeti. Skógvefari leggst nær ein- göngu á birki en lætur aðrar teg- undir í friði. Víðifeti sækir fyrst og fremst í víðitegundir eins og nafnið bendir til, en á það til að leita í aðrar tegundir, til dæmis rósir og aðra runna. Þessar tvær tegundir fiðrildalirfa eiga því sammerkt í því að vilja aðeins éta af ákveðnum tegundum plantna, en þessháttar „matvendni" háir ekki þriðja skaðvaldinum, haustfeta. Hann er mjög fjölhæf- ur í fæðuvali og sækir í allflest tré og runna sem eru í ræktun hér á landi. Er hœgt að tiltaka eina tegund meindýra og segja að hún sé öðr- um illskœðari? Versta meindýrið sem herjar á tré núna er án vafa sitkalúsin. Það er einkenni á henni að hún er fyrst og fremst á ferli á haustin, frá því í ágúst og fram í janúar. Það er að koma æ betur í ljós þessa dagana að hún hefur valdið miklum skemmdum í görðum í Reykjavík frá því í september í fyrra og fram yfir áramót, enda kannski ekki við öðru að búast eftir jafn milt haust. Fólk er að sjá þessar skemmdir núna og finnst nærtækt að úða, en það er ekki til neins. Þessi skaði er skeður, en á hinn bóginn þarf að huga að þessu þegar haustar á ný; skoða trén og úða ef ástæða er til. En þessi sitkalúsaplága rýkur upp ef haustin eru jafn mild og verið hefur undanfarin ár. Er úðunargleðin eitthvað á undanhaldi og þar með sú trú að eiturefnanotkun sé allra meina bót? Það hefur orðið mikil breyting á undanfarin ár sem betur fer, og nú orðið er farið að nota skynsamlegri efni í miklu ríkari mæli. Hér áður fyrr voru trén úðuð með baneitruðum efnum, svo helst var líkjandi við efna- hernað. Ábendingar vísinda- manna og andmæli almennings áttu drýgstan þátt í stefnu- breytingunni sem hér hefur orðið á, en nú er farið að nota efni sem eru hættulítil fuglum og fólki, en engu að síður mjög virk á skor- dýrin. Úðunaráráttan er þó enn fyrir hendi, og sú tiihneiging er því miður ennþá of rík að úða án þess að skoða, og þar með meta hvort nokkur ástæða sé til úðunar. Hvaða aðferðir eru þá fyrir hendi aðrar en þessi vorúðun? Vetrarúðun er miklu skynsam- legri kostur, en þá er úðað á tíma- bilinu frá febrúar og fram í aprfl. Þá er notuð örþunn tjörublanda, alveg hættulaust efni, sem drepur ekki neitt nema eggin, enda ekk- ert annað skaðlegt í trjánum á þessum árstíma. Þá eru til límbönd eða lím- hringir sem koma að góðum not- um við að vernda einstofna tré. Til dæmis má halda reynitrjám hreinum með slíkum límhringj- um, en haustfetinn sækir mikið í þau. Og hvenœr er rétti tíminn til þess arna? Það er hæfilegt að setja þessa límhringi á trén upp úr miðjum september. Með þeim er komið í veg fyrir að fiðrildin nái að verpa í trén; kvendýrið er ófleygt og skríður upp úr jörðinni á haustin, en límhringurinn reynist óyfir- stíganlegur farartálmi á leiðinni upp eftir trjástofninum. HS í GARÐEIGENDUR ATHUGIÐ! Garður er húsprýði, en verður hann það án blóma? Við höfum langa reynslu í ræktun blóma og úrvalið af sumarblómum, fjölærum blómum og kálplöntum hefur aldrei verið meira en í ár. KOMIÐ, SKOÐIÐ EÐA HRINGIÐ. ÞAÐ BORGAR SIG. Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdottur, Heiðmörk 38. Sími 99-4800 (heimasími 99-4259)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.