Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 7
Varaflugvöllur Þarfir Nato eða fslendinga? Skýrsla vinnuhóps flugmálastjórnar um helstu kosti sem til greinakoma. Steingrímur J. Sigfússon: Einfaltmál ef miðað er við íslenskarþarfir Allar akvarðanir um hugsan- legan varaflugvöll eru í biðstöðu um þessar mundir. Að sögn Pét- urs Einarssonar flugmálastjóra hefur vinnuhópur skilað áliti þar sem helstu kostir koma fram, þ.e. Blönduós, Sauðárkrókur, Akur- eyri, Húsavík, Egilsstaðir og Hornafjörður. „Þetta er alger- lega fagleg skýrsla, í henni eru eingöngu metnir kostir þessara staða út frá faglegum sjónarmið- um, en hina pólitísku ákvörðun um staðarval er annarra að taka,“ sagði Pétur. Pétur sagði að upphaflega hafi þessi umræða farið í gang út af þörfum Nató fyrir herflugvöll en hins vegar taldi hann að forsend- ur og viðmiðanir fyrir herflugvöll og varaflugvöll sem þjónaði okk- ar þörfum væru ámóta, nema að herflugvöllur þyrfti lengri flug- braut. Egilstaðir, Húsavík og Sauðárkrókur kæmu helst til greina út frá forsendum aðflugs, veðurfars og landkosta. Að sögn Birgis Guðjónssonar deildarstjóra í samgönguráðu- neytinu eru engar ákvarðanir á dagskrá á næstunni í þessu máli. „Málið er í höndum flugmála- stjórnar og þaðan höfum við ekki fengið neina endanlega álits- gerð,“ sagði Birgir. Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður sagði í viðtali við blaðið, að í þessu máli rugluðu menn gjarnan saman tveimur óskyldum málum. Annars vegar varaflugvelli, sem þjónaði okkar þörfum, hins vegar miklu stærra mannvirki með flugbraut upp á 3000 metra sem væri sambærilegt við Keflavíkurflugvöll. í þessu kristallast spurningin um herflug- völl eða varaflugvöll sem þjónar okkar þörfum. Steingrímur sagðist vilja benda á að þróun í farþegaflugi væri þess eðlis að nýjar vélar þyrftu styttri flugbrautir. Á meðan DC- 8 vélar þyrftu 2300 metra braut gætu Boeing 727 og 737, sem Flugleiðir og Arnarflug væru með, lent á Akureyrarflugvelli. „Nýjustu vélar Flugleiða Boeing 757 þurfa enn styttri brautir," í dag hækka almannatrygging- ar um 10% og verða bætur sem hér segir: Elli- og örorkulífeyrir 9.577.- kr. Tekjutrygging 17.107.- kr. Heimilisuppbót 5.816.- kr. Sér- stök heimilisuppbót 4.000,- kr. Barnalífeyrir 5.816,- kr. Mæðra- laun vegna eins barns 3.676,- kr. Mæðralaun vegna tveggja barna sagði Steingrímur. Hann taldi að það væri einfalt að leysa þetta mál fyrir íslenskar þarfir eins og þær verða í náinni framtíð. Akur- eyrarflugvöll væri hægt að nota með litlum breytingum og Egils- staðaflugvöll yrði að lengja lítils háttar, en þá hefðum við líka tvo varaflugvelli, sem þjónuðu fylli- lega okkar þörfum. „Ef menn eru hinsvegar að tala um stærra mannvirki með 3000 metra braut þá er málið auðvitað orðið stór- pólitískt þar sem hugsanlegur Nató-styrkur er kominn inn í myndina. Við eigum að hugsa um okkar eigin þarfir og leysa þær á hagnýtan hátt,“ sagði Steingrím- ur J. Sigfússon að lokum. gjh 9.631.- kr. Mæðralaun vegna þriggja barna 17.087.- kr. Vasa- peningar skv. 19. gr. 5.905,- kr. Vasapeningar skv. 51. gr. 4.662.- kr. Eftir bótahækkunina 1. júní er grunnlífeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót og sérstök heimil- isuppbót einstaklings, sem hefur tekjur undir ákveðnu lágmarki, kr. 36.500.- á mánuði. Almannatryggingar 10% hækkun Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja Keflavík er laus til umsóknar kennarastaða í íþróttum. Við Menntaskólann á Akureyri vantar kennara í eftirtaldar greinar: sögu, efnafræði og líffræði. Við Framhaldsskólann á Húsavík er laus til umsóknar staða bókasafnsfræðings. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 16. júní næstkomandi. Þá framlengist umsóknarfrestur á áður auglýstum kennarastöðum til 10. júní næstkomandi: í stærðfræði (2 stöður) við Mennta- skólann á Akureyri og við Framhaldsskólann á Húsavik eru lausar kennarastöður í dönsku, ensku, íslensku, stærðfræði, við- skiptagreinum, þýsku. Þá er óskað eftir sérkennara til að kenna nemendum með sérkennsluþarfir. Menntamálaráðuneytið Auglýsing frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands Erum aö Garðastræti 17, 3. hæö. Verðum til aðstoðar um kjörskráratriði og aðrar upplýsingar varðandi forsetakosningarnar. Opið frá kl. 10 til 19 alla daga. Símar: 17765 - 17823 - 17985 - 18829 - 18874 -11651 Ef þið verðið að heiman á kjördag, 25. júní, munið að greiða atkvæði utan kjörfundar. Suðurnes Magnús áfram formaður Verslunarmenn á Suðurnesjum kusu Magnús Gíslason og hansfólk til starfa í VS Magnús Gíslason situr áfram sem formaður Verslunarmanna- félags Suðurnesja. Hann bauð fram lista til setu í stjórn félags- ins, trúnaðarráði þess og fleiri stofnunum innan þess í kosning- um sem haldnar voru í síðustu viku. A-Iistann. Á móti Magnúsi og hans fólki bauð sig fram Guðmundur Óli Jónsson með annan lista, B- listann, og tapaði naumlega. Á kjörskrá voru rúmlega þús- und manns en á kjörstaði komu 329, sem að vísu telst ágætt, en það eru 32,5% félagsmanna í VS. A-listanum greiddu 172 atkvæði sitt en B-listanum 156. Semsagt naumur sigur sitjandi formanns og hans fylgjenda. Aðalfundur VS verður svo haldinn í næstu viku og bætast nýkjörnir fulltrúar þá við stjórn- ina en það eru auk Magnúsar Gíslasonar formanns: Kristbjörn Albertsson, Óskar Jóhannsson og Sólveig Ástvaldsdóttir með- stjórnendur og Friðbert Sanders, Þorbjörg Friðriksdóttir og Gréta Fjeldsted varamenn. -tt SAMTÖK ALDRAÐRA Vinningsnúmer í happdrætti félagsins 1988 502 nr. 6 8339 nr. 13 653 nr. 2 8631 nr. 18 1503 nr. 12 8805 nr. 15 1731 nr. 4 9031 nr. 11 2000 nr. 5 9032 nr. 9 2420 nr. 21 9081 nr. 14 3149 nr. 3 9335 nr. 20 4995 nr. 8 10742 nr. 1 5247 nr. 22 11143 nr. 17 5907 nr. 19 11193 nr. 16 7213 nr. 10 11247 nr. 7 Laus staða Staða sérkennara við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt itarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 24. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 27. maí 1988 Laus staða Við Jarðfræðistofnun Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til umsóknar staða sérfræðings á sviði kaldavatnsrannsókna. Sérfræðingnum er ætlað að vinna að jarðefnafrðilegum rannsókn- um á köldu vatni, bæði úrkomu, yfirborðsvatni og grunnvatni. Rannsóknirnar skulu einkum beinast að því að skýrgreina hvaða þættir ráða efnainnihaldi kalds vatns og hvernig þeir hafa áhrif á gæði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjanda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og fyrri störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 24. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 27. maí 1988 Aðalfundur Miðgarðs hf verður haldinn miðvikudaginn 1. júní kl. 18, að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Gunnar Vilhjálmsson Álfheimum 42 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 10.30. Guðveig Hinriksdóttir Gunnlaugur Gunnarsson Þorbjörg Einarsdóttir Erna Gunnarsdóttir Kristinn Sigurðsson Guðný Gunnarsdóttir Jón Pálsson Vigdís Gunnarsdóttir Agnar Logi Axelsson Ágústa Hallsdóttir og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Hjörleifs Sigurbergssonar Baldursgötu 26, Reykjavík Guð blessi ykkur öll. Ingveldur Ámundadóttir Hulda Hjörleifsdóttir Sveinbjörn Einarsson Guðrún Hjörleifsdóttir Sigurður Guðmundsson Steindór Hjörleifsson Unnur Hjartardóttir Ingibjörg Hjörleifsdóttir Bergný Hjörleifsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.