Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 5
Bókasafn Hafnarfjarðar Bœkur, hljómplötur og myndbönd Þorbjörg Björnsdóttir: Hlutverk bókasafnsins hefur breyst Sunnudagur 12. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 5 Bókasafn Hafnarfjarðarvar stofnað 1922, og hefursíðan árið 1958 verið til húsa í eigin húsnæði, tveggja hæða húsi að Mjósundi 12. Á neðri hæð- inni er bókaútlánsdeild og myndbandaleiga, og áefri hæðinni lestrarsalur og tón- listardeild. Forstöðumaður safnsins, Þor- björg Björnsdóttir, hefur starfað við safnið undanfarin tuttugu ár. Hún var ráðin bókavörður við safnið 1968, og tók við starfi yfir- bókavarðar árið 1971. Þorbjörg gaf sér tíma til að sýna undirrit- aðri safnið, og segja frá óska- börnunum sem hafa bæst við hefðbundna bókaútlánsdeild: tónlistardeildina og myndbanda- leiguna. - Þetta er fyrsta bókasafn landsins með tónlistardeild, segir Þorbjörg. - Hún var stofnuð 1959, en árið 1960 arfleiddu hjón- in Guðlaug Pétursdóttir og Frið- rik Bjarnason tónskáld Hafnarf- jarðarbæ að miklum hluta eigna sinna, þar á meðal bókasafni sínu. Það eru um 2000 bækur, bækur um tónlist, nótur og mús- íkblöð. Þetta er höfðinglegasta gjöfin sem safnið hefur fengið og varð til þess að tónlistardeildin, eða Friðriksdeild, komst í gagnið fyrir alvöru. Kaup á hljómplötum hófust fljótlega, og útlán hófust svo í desember 1966. - Um áramótin 1987-88 var hljómplötueignin orðin rúmlega 9000 titlar, og þetta eru allar teg- undir tónlistar, allt frá poppi til klassíkur. Síðastliðið haust voru hafin útlán á geisladiskum og nú á safnið rúmlega 300 geisladiska. Engar hasarmyndir Hvernig stóð á að þið byrjuðuð með myndbandaleigu? - Myndbandið er nýr miðill og þess vegna eðlilegt að bæta hon- um við. Við fórum að hugsa um þetta árið 1982, og þá settum við markið mjög hátt, ætluðum að vera með menningarlegt efni, fræðslumyndir og óperur. Gall- inn er bara sá að það er mjög erfitt að fá góðar myndir. En út- lánin hófust 1985, og í dag eigum við rúmlega 300 titla. Hvernig myndir eruð þið með? - Ég kaupi myndir sem eru gerðar eftir skáldsögum eða leikritum, um sagnfræðilegt efni, allar íslenskar myndir, myndir byggðar á sannsögulegum at- burðum og fræðslumyndir. Til dæmis var síðasta myndin sem ég keypti heimildamynd um Martin Luther King. Svo erum við með mikið af svokölluðum fjölskyldu- myndum, og af barnamyndum, - en mér hefur reynst erfitt að fá óperur til útlána. - Við kaupum ekkert af svo- kölluðum hasarmyndum sem myndbandaleigurnar eru yfirfull- ar af. Það liggur mikil vinna í þessu safni, því við horfum á allar myndirnar sjálf og dæmum þær, menntagagnrýni sem kemur í blöðum. og klippum líka út allt sem kemur um Hafnarfjörð. Það eru allt heimildir um bæinn fyrir seinni tima. Eins er mikið um heimildaleit fyrir lánþega og námsmenn, sérstaklega yfir vet- urinn, þá er mikið hringt í okkur og við beðin um að fletta upp ein- hverjum atriðum fyrir fólk. Einn- ig erum við með ljósritunarþjón- ustu fyrir notendur safnsins. Stór hluti af vinnu á bókasafni er flokkun og skráning á öllum gögnum safnsins, og vinnur bókasafnsfræðingur safnsins, Anna Sigríður Einarsdóttir, að því að setja allar spjaldskrár safnsins inn á tölvu. Þorbjörg Björnsdóttir: Bókasafn- iö hefur mun margþættara hlut- verki að gegna í dag en fyrir nokkrum árum. Myndir -LG. og ég fer ekki niður fyrir viss mörk. Hvaðan fáið þið myndirnar? - Við fáum þær frá þeim sem flytja inn myndbönd, eltumst við rétthafa út um allar trissur. Sjálf megum við ekki flytja inn mynd- ir, enda væri það ógerlegt, því samkvæmt lögum eiga myndirnar allar að vera með íslenskum texta, og það væri allt of dýrt fyrir okkur að standa í slíku. En þetta hefur verið mjög vinsælt, bæði vegna þess að það er ódýrara að leigja myndirnar hér en á mynd- bandaleigum, og eins fær fólk að hafa myndirnar hjá sér í tvo sólar- hringa í stað eins, og hefur þannig meira svigrúm til að njóta þeirra. Raddir Hafnfirðinga Eruð þið með einhverja aðra starfsemi en útlán á bókum, plötum og myndböndum? - Já, það gerist heilmikið á svona bókasafni þó það sjáist kannski ekki svona í fljótu bragði. Á veturna erum við með sögustundir fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára. Við byrjuðum með klukkutíma á hverjum mið- vikudegi haustið 1984, en fljót- lega þurftum við að fjölga stund- unum upp í tvær á viku vegna þess hve þær voru vinsælar. En þetta er sem sagt bara á veturna, frá fyrsta október til fyrsta maí, á milli kl. 11 og 12, og 13 og 14 á miðvikudögum. - Árið 1970 byrjuðum við svo að safna röddum eldri Hafnfirðinga. Þá sendum við út bréf til eldri borgara bæjarins og báðum þá að tala inn á band fyrir okkur, segja frá gömlum tímum og ýmsu sem þeir mundu eftir, og sumir brugðust mjög vel við því. Nú eru til upptökur með rúmlega 30 röddum, og við höfum fullan hug á að halda þessu áfram, en okkur vantar fleira fólk til að geta sinnt þessu sem skyldi. - Svo er mjög mikið að gera við alls konar upplýsingasöfnun, við geymum til dæmis alla bók- Upplýsingastofnun - Hlutverk bókasafnsins hefur breyst nokkuð mikið frá því sem áður var. Áður var það kannski bara staður sem fólk kom á til að fá sér eitthvað að lesa. En núna hefur það þróast í það að vera meira eins og upplýsingastofnun. Það hefur mun margþættara hlut- verki að gegna í dag heldur en bara fyrir nokkrum árum. LG Ungir Hafnfirðingar í bókaleit. NordEX norrœna viðshiptasímashrdin 1999 er í burðarliðnum. Tilhynntu þdtttohu sem jyrst niordEX gæti auðveldað þér og [jjfyrirtæki þínu leiðir að nýjum viðskiptasamböndum. NordEX er norræn viðskipta- símaskrá, sem hefur að geyma upplýsingar um rúmlega 10.000 fyrirtæki á Nprðurlöndum. NordEX er gefin út á 5 tungumál- um og dreift ókeypis til innflytj- enda og annarra, sem leita eftir nýjum viðskiptasamböndum. í NordEX gefst fyrirtækjum kostur á að auglýsa og kynna starfsemi sína með nýjum hætti. Við hvetjum alla þá sem hafa fengið gögn varðandi NordEX 1989 að senda þau sem allra fyrst í pósthólf 311, 121 Reykjavík. Þeir sem ekki hafa fengið send gögn, en hafa áhuga á að vera með, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við auglýsinga- deild símaskrárinnar í síma 29141. Mundu, að NordEX 1989, norr- æna viðskiptasímaskráin, er alveg í burðarliðnum. PÓSTUR OG SÍMI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.