Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 13
Já, já, ég veit vel að Megas
gaf út „Loftmynd“ en hann er
nú samt kominn aftur á kreik
með nýja plötu sem heitir
„Höfuðlausnir“.
Platan er nokkuð rökrétt fram-
hald „Loftmyndar" þó að hún sé
að mörgu leyti ólík, t.d. er hljóð-
gerflanotkun Hilmars Arnar ekki
lík neinu öðru sem ég hef heyrt í
íslensku poppi og hljóðgerflan-
otkun hans er heldur ekkert
venjuleg. Beitingu hans á þessu
hljóðfæri svipar á engan hátt til
hinnar hefðbundnu íslensku
sveitaballastemmningar eins og
nú tíðkast meðal samlanda
minna, heldur ræður smekkvísin
ferðinni allan tímann og útkoman
verður sú að ný vídd skapast í
tónlistinni. Hilmar Örn fer held-
ur ekki troðnar slóðir í hljóð-
blönduninni og þess vegna gæti
sumum brugðið í fyrstu, því út-
koman er vægast sagt óvenjuleg
innan um hinar hefðbundnu og
stöðnuðu hljóðblandanir sem
oftast hefur verið notast við við
gerð íslenskra hljómplatna.
Hilmar er einnig smekklegur
hljóðfæraleikari, en hann leikur
bæði á trommur, bassa og hljóð-
gerfla á plötunni.
En ég má náttúrlega ekki
gleyma Megasi sjálfum sem þrátt
fyrir allt er höfuðið á bak við tónl-
istarsköpunina á plötunni. Lag-
asmíðarnar á „Höfuðlausnum"
eru vandaðri og sterkari en á
tveimur síðustu plötum kappans
og hráar útsetningar eru vel til
þess fallnar að koma lögunum
óbrengluðum til skila. Textasmíð
hans er, eins og oft áður, háðsk
Prefab Sprout er hljómsveit
sem hefur heldur betur hitt
naglann á popphöfuö lands-
manna undanfarnar vikur,
meö nýjustu plötu sinni,
„From Langley ParkTo
Memphis1'. Árið 1985 gáfu
þau út plötuna „Steve McQu-
een“ sem naut einnig verö-
skuldaðra vinsælda hér
heima, en sama ár tók sveitin
upp aöra plötu sem átti að
heita „Protest Songs“ (Mót-
mælasöngvar). Skífa þessi
fékk reyndar aldrei litið dags-
ins Ijós vegna ágreinings milli
hljómsveitarmeölimaog út-
gefenda um hvernig standa
ætti að útgáfunni. Ritstjórar
Eylandspóstsinsfóru ástúf-
ana í fyrrasumar og brugðu
sér til Lundúna í þeirri von að
komast yfir eitthvað af þess-
um upptökum, og viti menn,
við fundum eitt eintak og ætla
ég að fara fáum orðum um
mikil gæði þessarar plötu.
Fyrsta lagið á „Protest Songs“
heitir, „The World Awake“ (Ó,
þú vakandi heimur) og er mjög
einfalt lag þar sem sami trommu-
takturinn gengur í gegn um verk-
ið og ef ég á að reyna að vera
hreinskilinn þá fannst mér það
ekki mjög grípandi við fyrstu
hlustun. En eins og reyndar öll
platan, þá venst það mjög vel
með tímanum og eftir u.þ.b. 20-
30 hlustanir verður niðurstaðan
sú að „The World Awake“ stend-
ur framar flestum lögum á þeirra
nýiustu plötu „From Langley...“.
I rökréttu framhaldi af fyrsta
laginu kemur lagið „Wicked
Things" (Ljótir hlutir) sem er í
nokkuð svipuðum dúr og það
fyrsta en þó heldur melódískara
og áheyrilegra í fyrstu. Texti lags-
ins fjallar um ýmsa kvilla sem
vilja hrjá nútímasamfélög og held
og hnyttin þar sem Megas yrkir
um ýmsa þá sem litnir eru horn-
auga af þjóðfélaginu. Hann hefur
tekið þann pól í hæðina að klæm-
ast svolítið í textum sínum og er
textinn við lagið „Álafossúlpan“
eitt skemmtilegasta dæmið um
það á „Höfuðlausnum". Einnig
ég að innihaldi textans séu gerð
nokkuð góð skil í þessari tilvitn-
un: „What could make a girl be-
lieve the wicked things she
sees?“.
Þriðja lagið heitir „Horse
Chimes" (Hrossahljómur) og er
að mínu mati eitt af bestu lögum
plötunnar. Lagasmíðinni svipar
til þeirra laga sem voru á „Steve
McQueen", róleg og ljúf popp-
melódía með texta í súrealískari
kantinum sem er samt fullur af
gullkornum, en þau hafa sett
nokkurn svip á textagerð Paddy
McAloon: „Beauty can’t be be-
auty till it’s dying. And I think I’ll,
die unless I kiss you, please don’t
murder me“. (Fegurð getur ekki
verið fegurð þar til hún andast.
Og ég held ég bara deyi nema ég
kyssi þig, vildirðu vera svo væn
að myrða mig ekki?).
Fjórða lagið er svo hið fræga
lag „Dublin“, sem að sögn Mc-
Aloon hefði gert „Steve McQue-
en“ að meistaraverki ef það hefði
fengið að vera á plötunni. Kassa-
gítarinn er eina hljóðfærið sem
notast er við í laginu, enda er
texti þess aðalatriðið, en í honum
rýnir McAloon gagnrýnum
augum á ástandið á írlandi í dag.
„Tiffany’s“ er létt djassað
djammlag sem er mjög óvenju-
legt af Prefab Sprout að vera og í
laginu má heyra Paddy taka eitt
af sínum sjaldgæfu gítarsólóum,
sem drukknuðu í hljóðgerflum
við upptökur á síðustu plötu
þeirra.
Síðasta lagið á fyrri hlið er lag
sem nefnist „Talking Scarlet",
fremur ljúft popplag þar sem
melódían situr í fyrirrúmi. í text-
anum fjallar McAloon um átta-
villtan ástfanginn pilt, á þann
háðska og mannlega hátt sem
einkennt hefur margar textas-
míðar hans.
Seinni hliðin á „Protest Songs“
hefst á lagi sem heitir, „Till The
Cows Come Home“ (Þangað til
beljurnar koma heim). Rólegt
finnst mér rödd Megasar njóta
sín betur á þessari plötu en fyrri
plötum hans, hvort sem það er
snilldarlegri hljóðblöndun Hilm-
ars að þakka eða beitingu Megas-
ar sjálfs á rödd sinni.
Og svo eru það söngkonurnar
sem eru hvorki fleiri né færri en
þrjár talsins og verður það að
teljast nokkuð óvenjulegt a.m.k.
hjá íslenskum tónlistarmanni.
Söngur þeirra er látinn flakka
óheflaður í stað þess að hafa
eitthvert fagmannlegt bakradda-
band eins og nú er í tísku, og
finnst mér þessi notkun á stúlk-
unum sem fylling vera ein sú
skemmtilegasta sem ég hef heyrt
á íslenskri plötu.
Þegar upp er staðið er „Höfuð-
lausnir" óvenjuleg og eftirminni-
leg plata sem er án efa sú besta
sem komið hefur frá meistara
Magnúsi í langan tíma.
Ég meina kommón!
‘ NBLfwMA, Æ
lag þar sem hljómborðið leikur
eitt aðalhlutverkið. Þetta er samt
ekki neitt ofnotað svuntuþeysis
væl, heldur er hljómborðið notað
eins og píanó sem mér finnst mun
skemmtilegra hljóðfæri en hljóð-
gerfill.
„There’ll Be No Stampede On
The Perly Gates“ (Það verður
ekkert stampað á perlugötunum,
a.m.k. ekki meðan það er svona
heitt) er næsta lag, ljúft og fallegt
vöggulag sem inniheldur einn
skemmtilegasta texta sem þessi
plata hefur að geyma:
„Feel the sun upon your back,
someone somewhere wants to
steal it.
Pray each night you’ll catch the
thief,
but, while you sleep he comes
and takes it.
Does that make you tkink,
little girl?“
„Cars And Girls" (Stelpur og
bflar) er næst á dagskrá. Já, þessi
margtuggði smellur átti upphaf-
lega að vera á þessari plötu, en
þar sem hún fékkst ekki útgefin
var laginu skellt á nýju plötuna.
Málið er bara það að í millitíðinni
hefur Paddy McAloon fram-
kvæmt eina sorglegustu eyðilegg-
ingu á eigin lagi sem ég hef nokk-
urn tímann heyrt. Hann gerði sér
lítið fyrir og breytti einu besta
rokklagi sínu yfir í náttúrulaust
og yfirborðskennt hljóðgerfla-
popp til þess eins að þóknast al-
múganum. Og það sem verra er,
honum tókst ætlunarverk sitt,
þ.e.a.s. að afla sér ódýrra vin-
sælda á kostnað tónlistarinnar.
Fjórða lagið á hlið tvö er „Re-
bel Land“ (Óeirðaland), ágætis
rokkari þar sem Paddy lætur ljós
sitt skína í skemmtilega villtu gít-
arsólói og hikar hann ekki við að
pfla hæstu tóna gítarsins til fulls.
Lokalagið er svo „Real Life
(Just around the corner)“ (Al-
vöru líf (Bara rétt handan við
hornið)) sem Prefab Sprout að-
dáendur ættu kannski að kannast
við, því það hefur áður litið dags-
ins ljós á smáskífu sem tónlistar-
blaðið NME gaf kaupendum sín-
um árið 1985. Frekar hlutlaust
popplag sem er ekki sambærilegt
við önnur lög plötunnar.
Það sem helst einkennir „Prot-
est Songs“ er meiri og rokkaðri
notkun á gítar en nokkurntíma
fyrr eða eða síðar hjá Prefab.
Einnig er platan hrárri en önnur
verk sveitarinnar og að mínu mati
mun betri en þeirra nýjasta
afurð, „From Langley Park To
Memphis”. Ég ætla að lj úka þess-
ari stuttu yfirferð á viðeigandi til-
vitnun í texta Paddy’s McAloons,
„Tiffany’s”:
„Fd like to sing my songs for you,
but, I don’t know if I can“
(Ég vildi gjarnan leika lög mín
fyrir ykkur en ég veit bara ekki
hvort ég fæ það)
Sunnudagur 12. júni 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13