Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 7
m að draugar séu ekki til Maður njörvar niður draug Maður nokkur frá Qinghe var á heimleið að nóttu til og reið asna. Hann var einn á ferð, tap- aði áttunum og þvældist inn í grafreit nokkurn í ógáti. Allt í einu heyrði hann nafn sitt kallað, en hann sinnti því engu og hottaði á asnann. Nú magnast köllin, og veit maðurinn ekki fyrr til en að tví- mennt er á asnanum og jökul- kaldar hendur grípa þéttingsfast um hann miðjan. Maður þessi var kjarkaður í besta lagi. Hann þótt- ist vita að þarna væri draugur á ferð en lét sem ekkert væri, leysti af sér beltið svo lítið bar á og brá því utan um grandalausan drauginn og reyrði hann fastan við sjálfan sig. Draugnum brá ákaflega við þetta og bað sér nú griða í sífellu, en maðurinn skeytti því engu og sneri asnanum heim á leið. Pegar hann var kominn heim á hlað kallaði hann hárri röddu: ..Komið fljótt! Ég er búinn að næla mér í draug!“ Heimilisfólkið tendraði blys og þusti út á hlað. Á meðan steig maðurinn af baki og leysti af sér beltið. Pá var ekki lengur manns- ntynd á fyrirbæri því sem tví- mennt hafði með honum á asnan- um, heldur hafði það breyst í fúna líkkistufjöl. Baðhús sem hœli jyrir ásókn Það er sagt það sé reimt við Bogabrúna í Hangzhou. Þar á að vera krökkt af alls konar forynj- um sem hafa í frammi hrekki við vegfarendur. Fyrir austan brúna er baðhús með heitu vatni og er það opið allan sólarhringinn. Eitt sinn var maður nokkur þarna á ferð í rigningu, og vissi ekki fyrr til en einhver var kom- inn undir regnhlífina hjá honum. Manninn grunaði strax að þetta myndi vera draugur. Þegar þeir fóru yfir brúna sætti maðurinn lagi og hrinti hinum nýkomna út í ána og tók síðan til fótanna. Hann sá ljósið í baðhúsinu og þangað forðaði hann sér. Skömmu síðar kom holdvotur maður í gættina og sagði sínar far- ir ekki sléttar: „Draugur með regnhlíf hrinti mér í ána svo ég var nærri drukknaður," sagði hann. Mennirnir tóku nú tal sam- an og greiddist þá úr misskiln- ingnum. Annar maður var á ferli á þess- unt slóðum í dimmviðri og rign- ingu. Hann heyrði fótatak að baki sér og leit um öxl. Þá sá hann risastóran haus á tveggja feta búk. Maðurinn stóð kyrr og virti þessa sjón fyrir sér, og sá hausstóri stóð einnig í sömu spor- um. Síðan hélt maðurinn af stað og hausinn elti. Maðurinn varð skelfingu lostinn, hljóp að bað- húsinu og inn, en áður en honum gafst ráðrúm til að loka á eftir sér tróðst sá hausstóri á eftir og var næstum búinn að hræða líftóruna úr manngarminum. Maðurinn kveikti nú á kerti og sá þá að ógnvaldurinn var bara lítill krakki sem hafði sett tága- körfu á hausinn til að blotna ekki í rigningunni. Krakkinn var líka draughræddur og hafði þess vegna elt manninn eins og skuggi. Ef þessir fjórir hefðu haldiö hver sína leið án þess að komast til botns í því sem fyrir þá bar, þættust þeir efalaust fullvissir þess að hafa séð draug. Þeir sem telja sig sjá drauga nú á dögum ættu því að íáta sér skilj- ast að það er ekkert að óttast. Hauskúpa kjöftuð í kaf Vinnumaður að nafni Tian Buman var eitt sinn á ferli að næt- urlagi og vissi ekki fyrr til en hann var staddur inn á milli nokkurra leiða og steig í ógáti ofan á haus- kúpu sem þarna lá. Eg skal jafna um þig ef þú vog- ar þér að traðka á mér, sagði hau- skúpan ógnandi. Buman var ekki á því að láta hauskúpuna eiga neitt hjá sér og spurði með þjósti: Hvað ertu líka að þvælast fyrir löppunum á mér? Hauskúpan svaraði: Mér var fleygt hérna. Ég var ekkert að þvælast fyrir þér. Buman spurði þá, engu blíðari ámanninn: Hvers vegna jafnarðu þá ekki um þann sem fleygði þér hérna, í staðinn fyrir að abbast upp á mig? Hauskúpan svaraði: Lánið leikur við þann mann, ég hef ekkert í hann að gera. Buman hló kuldalega: Og heldurðu að ég sé einhver aumingi sem þú getur kúskað að vild? Þú ert hræddur við þá stóru en reynir að pína þá sem minna mega sín; þú ættir að skammast þín! Þá snökti hauskúpan og sagði: Þú ert einn af þeim sterku, ég get ekki gert þér neitt til miska. Þetta voru bara innantómar hótanir hjá mér. Fólk hræðist þá stóru og pínir þá veiku; hvernig geturðu áfellst draug fyrir að gera slíkt hið santa? Ég yrði þér afskaplega þakklátur ef þú rótaðir yfir nrig svolítilli mold. Buman ansaði þessu engu og strunsaði burt. Hann heyrði snökt að baki sér, en ekkert ann- að óvenjulegt bar til tíðinda. Ódæll bleyðimönnum undir brún að líta: Chuan Kuei, frægðarmaður í kínverskri þjóðtrú fyrirframgöngu sína og dugnað sem fjandafælaog draugaveiðari. Draugur steiktur í olíu Zhou Yihan frá Hangzhou lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Sumarkvöld eitt reri hann út á Vesturvatn með sjö átta félögum sínum. Þegar þeir voru komnir á móts við Dingjiafjall sagði einn þeirra: Ég hef heyrt það sé reimt á brúnni við Hof unihyggjunnar. Hvernig væri að fara þangað og svipast um? Það gæti verið nógu gaman að sjá alvörudraug. Hinir samþykktu þetta fúslega, réru í land og héldu til brúarinnar. Þar rákust þeir á mann einn sem hafði verið við veiðar. Mað- urinn var á leið burt frá vatninu og hélt á aflanum sent og net- stubb sínum. Zhou sá að þetta var maður sá sem hafði umsjón með fjölskyldugrafreitnum, og sagði við hann: Lánaðu mér net- ið. Ég skila því í býtið í fyrramál- ið. Umsjónarmaðurinn féllst á þetta, og Zhou bað þjón sinn að halda á netinu. Félagar Zhous spurðu nú hvað hann ætlaðist fyrir með netið. Hann sagði: Ég ætla að veiða í það alla draugana á Nanpingfjalli. Þeir hlógu. Þeir klifu nú fjallið og fylgdu þrönguni, fáförnum stíg. Bjart var af tungli, og fram undan sáu þeir konu eina á rauðri treyju og í hvítu pilsi, og sat konan og horfði á tungliö. Þeir sögðu nú hver við annan: Það er enginn kvenmaður á ferli svona um hánótt, þetta hlýtur að vera draugur, á því getur enginn vafi leikið. Hver þorir að fara fyrir okkur? Zhou bauð sig fram. Þegar hann var kominn í námunda við drauginn kom upp hrollkaldur vindur. Konan sneri sér nú við. Blóðtaumar láku um andlit henni og augun ötluðu út úr tóttunum. Zhou skalf á beinunum og mátti sig hvergi hræra. Hann kallaði í ofboði til félaga sinna: Komið með netið! Komið með netið! Félagar hans hlupu til. Unt leið og þeir köstuðu netinu hvarf fyrirburöurinn eins og jörðin hefði gleypt hann. í netinu var ekkert að sjá nema spýtubút, fet á lengd eða svo. Þeir héldu nú heim á leið, vöktu umsjónarmanninum sem haföi lánað þeim netið og fengu lánaða hjá honum skarpa sög. Síðari söguðu þeir spýtuna í smá- búta og úr sárunum vætlaði blóð. Þessu næst keyptu þeir olíu- krukku, fóru með hana um borð í bátinn og komu henni fyrir aftur í skut. Þeir notuðu nú olíuna til að kveikja bál og fleygðu spýtubút- unum á bálið. Blár reykur gaus upp, og brátt varð eldiviðurinn að ösku. Þegar þeir komu aftur inn í borgina morguninn eftir sögðu þeir: Við stóðum heldur en ekki í stórræðum í nótt: Steiktum draug í olíu! Heiti bókarinnar á frummálinu. „Ófælnisögur" nær því nokkurn veg- inn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.