Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 8
¦ ..¦¦¦¦¦.¦i.i.iii ii.............. i i i ——¦—¦—¦¦¦— ¦———¦¦ i i — ii .......... n M—W^W» Polgar-systur á sigurbraut Helgi Ólafsson skrifar frá Egilsstöðum Polgar-systureru íaðalhlut- verkum á alþjóðlega skákmótinu á Egilsstöðum þegartefldar hafa verið þrjár umferðir. Sú elsta, Susza Polgar, og sú yngsta, Ju- dith, sem aðeins er ellefu ára gömul og hlýtur að teljast undra- barn, hafa hlotið 2,5 vinninga úr þremurskákum og eru íefsta sæti ásamt Karli Þorsteins. Arangur Suszu kemur ekki á óvart. Hún hefur margsannað styrk sinn á sterkum mótum með- al karlmanna, en hún teflir ekki við kynsystur sínar nema í al- Hví ekki að taka lífíð létt? Edduhótel er ávallt skammt undan. Farðu Edduleiðina í sumar og þér mun líða vel. EDDUKJÓR 1988 ¦ Frá 15.-30. júní og 8.-30 ágúst býður Hótel Edda þér að gista nóttina fyrir aðeins 863.- krónur á mann í tveggja manna herbergi m/handlaug. Tilboð þetta gildir fyrir minnst fjórar nætur, sem hægt er að gista allar í einu hóteli eða eina nótt á hverjum stað. Gistingu má einungis panta með tveggja daga fyrirvara eða skemmri. Leitaðu nánari upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í síma: 25855 eða á Edduhótelunum. Forsala hefst 16. maí. gjörum undantekningartilvikum, þótt margir telji að hún eigi raun- hæfa möguleika á heimsmeistara- tign kvenna ef hún gæfi sig í slíka keppni. Það vakti mikla athygli þegar FIDE - Alþjóðlega skáksam- bandið - ákvað að hækka allar skákkonur á einu bretti um hundrað ELO-stig, með þeirri óvæntu undantekningu að Susza naut þeirrar hækkunar ekki. Engu að síður er hún ekki langt á eftir stigahæstu skákkonu heims, heimsmeistaranum Maju Tsíbur- danítsje, sem aftur á móti nýtur stigahækkunarinnar. Judith Polgar hefur unnið bæði Sævar Bjarnason og Hannes Hlífar Stefánsson. Hún vakti mikla athygli á hraðskákmóti að afloknu síðasta Reykjavíkur- skákmóti og lagði þar margan kappann að velli, meðal annarra Sovétmennina Polugajevskí og Gurevítsj. í Ijósi þess að Hannes Hlífar er heimsmeistari sveina er sigur Judith yfir honum góður vitnisburður um styrk hennar. Karl Þorsteins hefur teflt best íslendinganna. Hannes Hlífar Stefánsson og Björgvin Jónsson geta náð áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á þessu móti, en tafl- mennska þeirra hefur valdið nokkrum vonbrigðum. Mótið uppfyllir ekki settar kröfur um stórmeistaraáfanga. Undirritaður hefur teflt vægast sagt illa í þremur fyrstu umferð- unum, en það stendur til bóta. ,Skák mín úr fyrstu umferðinni fylgir hér á eftir. Hvítt: Susza Polgar Svart: Helgi Ólafsson I.d4 - Rf6 2.c4 - g6 3.f3 - d5 4.cxd5 - Rxd5 5.e4 - Rb6 6.Rc3 - Bg7 7.Be3 - 0-0 8.f4 - Rc6 (Annar möguleiki er 8... - f5 eða c6). 9.d5 ¦ Rb8 10.a4 - c6 ll.a5 - R6d7 12.RÍ3 - cxd5 13.exd5 - Rf6 14.Bc4 - Re8 15.0-0 - Rd6 (Mun sterkara var 15... - Bg4, og svartur má vel við taflið una). 16.Be2 - Rd7 17.Db3 - Rf5 18.Bf2 - Bxc3 (Þessi uppskipti eru undarleg, en sennilega besti kosturinn engu að síður). 19.bxc3 - Rf6 20x4 - Re4?? (Hrikaleg yfirsjón. Eftir 20... - Dd6. 21.Re5 - Re4 er hvíta stað- an ef til vill örlítið betri, en ekki mikið meira). 21.c5! (Strategískt séð er taflinu nú lokið. Mér yfirsást þessi einfaldi leikur). 21... - Dc7 22.Db4 - Rxf2 23.Kxf2! - Hd8 24.Hfdl - Bd7 25.Hacl - Be8 mm 41- i abcdefgh 26.(16! - exd6 27.g4! (Nauðsynlegur leikur. Ekki 27.cxb6 - Db8 og svartur sleppur með skrekkinn). 27... - Rh6 28.cxd6 - Rxg4 29.Kg3 - Dd7 30.Hc7 - Da4 (Engu betra var 30... - De6. 31.He7 og svo framvegis, eða 31. ... -Df5. 32.Rh4 og vinnur). 31.Dxa4 - Bxa4 32.Kxg4 - Bxdl 33.Bxdl - Hxd6 34.Bb3 (Þrýstingur hvíts á peðið á f7 ræður úrslitum). 34... - Hf8 35.Re5 - Ha6 36.Rxf7 - Hxf7 37.Hxf7 - Kh8 38.Hxb7 - Hxa5 39.Be6, og svartur gafst upp. Við fyrstu sýn virðast myndirnar vera eins, en vittu hvað gerist ef þú snýrð blaðinu á haus. Munnur og augu á annarri myndinni hafa verið klippt út og snúið við, og hið brosleita andlit er orðið að skrímsli. Það var enskur sálfræðingur, Peter Thompson að nafni, sem datt niður á þessa brellu. Einhverra hluta vegna lenti mynd af Margréti Thatcher undir skærunum hjá honum við þetta stúss, og því gengur „uppgötv- unin" undir nafninu Thatchervillan. Hluti af skýringunni er talinn vera sá að formskynjunin hjá fólki ræðst að verulegu leyti af því hvað virðist vera efst. Efst á tilklipptu myndinni er brosandi munnur, og því finnst manni svipurinn vingjarnlegur. HS/illustreret videnskab 8 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. Júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.