Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 12
íslendinga- dagur í Óperunni Listahátíð 16. júní: Frumfluttverk eftir Hauk Tómasson og Leif Þórarinsson. Hákon Leifsson stjórnareinvalaliði hljóðfœraleikara Hákon Leifsson stjórnar kammersveit í Óperunni á fimmtudagskvöldiö, en þá veröa meöal annars frumflutt verk eftir Hauk Tómasson og Leif Þórarinsson. Mynd: E.OI. Á tónleikum í Óperunni á fimmtudaginn veröa frumflutt tvö íslensk verk, eftir þá Hauk Tómassonog Leif Þórarins- son, en að sögn stjórnand- ans, Hákonar Leifssonar, voru tónverkin samin sérstak- legafyrirþettatilefni. Að sögn Hákonar samdi Haukur klarínettukonsertinn „Hvörf' fyrir Guðna Franzson klarínettleikara. Verk Leifs nefn- ist „Styr" og er píanókonsert. Á tónleikunum á fimmtudaginn leikur Þorsteinn Gauti Sigurðs- son á píanóið. Hákon er ungur stjómandi. Hann stjórnaði svonefndum Töðugjaldatónleikum fyrir tveimur árum og margir munu minnast, en að þeim frátöldum má segja að hér heyi hann sína frumraun. Hann stundar nú nám í Boston og lýkur þvf að ári, en áður hefur hann lagt fyrir sig stjórnandanám og tónsmíða- í Vínarborg. Þetta tvennt er enda mjög nátengt, segir hann: stjórn- andinn túlkar og er hægri hönd tónskáldsins og verður því að vera fær um að skilja hugmyndir og innihald verkanna og koma þeim til skila. Því er námið gjarnan þannig uppbyggt að fólk lærir tónsmíðaaðferðir jafnhliða stjórnuninni. - Hljómsveitarstjórnun er kannski ekki ósvipuð því að stjórna strengjabrúðum; þræð- irnir eru jafnmargir og hljóðfærin í hljómsveitinni, og því stendur allt og fellur með því að yfirsýnin sé í lagi, sagði Hákon. Á tónleikunum á fímmtu- daginn verður einnig flutt verk eftir þann merka tónsmið Arnold Schönberg, en hann stóð á mörk- um rómantíkurinnar og tólftón- astefnunnar, sagði Hákon; hann á reyndar heiðurinn af tólftónast- efnunni öðrum mönnum fremur, en verkið sem við flytjum er frá því áður en hann hellti sér út í þá sálma. Þetta er kammersinfónía sem var samin fyrir fímmtán ein- leikara. Fyrir bragðið er hver ein- asta rödd í verkinu mjög erfið og gerir miklar kröfur til hljóðfæra- leikaranna. Það eru sextán hljóðfæra- leikarar í hljómsveitinni sem Ieikur á tónleikunum, sagði Hák- on: Meira en helmingur þeirra kemur sérstaklega að utan til að leika á þessum einu tónleikum, og það gera þau endurgjalds- laust. Að auki leikur einvalalið úr Sinfóníuhljómsveitinni. HS Já, Reykjavíker falleg borg Já, Reykjavík er falleg borg. Maður beygir sig. Undir lágum himni liðast hvítmáluð nýbýli um hryggleg holt og mela. Hlíð sem ekki er hlíð og dal sem ekki er dalur. Eftir teiknuðum breið- götum og undir óþarfa ljósastaur- ana. Garðarnir eru grænni en gerist og Shellstöðvarnar lýsa af velmegun. Fjöllin eru fegin að maður sé kominn og hafa blánað síðan síðast, með flókahatta eins og kirkjuturninn í miðri borg. Velkominn, segja þau og sam- litur sjórinn volgnar aðeins í kringum skólprörin og er einnig feginn þessu mannlega félagi sem þrífst þriflega í þessari borg sem er svo ofarlega á hnettinum að íbúar hennar hafa það (þó mjög óljóst) á tilfinningunni að allur heimurinn sé einhversstaðar þarna fyrir neðan, down under. Já, hún er falleg. Og um það sannfærist maður enn frekar þeg- ar maður lætur á silfurlitu snemmsumarkvöldi berast fyrir túrbínum massívrar Saab- bifreiðar af Granda-gerð um nokkrar af sandpússuðum götum borgarinnar. Gírarnir eru hrein- skiptir í aðgerðum sínum og undir volgu húddi malar viftu- reimin hljóðlítið þegar stefnulj- ósin styrkja mann í skoðun með háværum takti sínum. Bíllinn líð- ur um bæinn eins og seglskúturn- ar á sundunum fyrir utan og mað- ur finnur fyrir þjóðfélagslegu ör- yggi í spenntu beitinu. Heill á húfi, í friðarhöfn. Framhjá Höfða og frammeð sjónum. Má- varnir lyfta fæti og míga í heiðurs- skyni en 20 kflómetra meðalh- raðinn dregur þolsmáan dilk á eftir sér. Því er fólk að flýta sér í þessari kyrrð og þessari fegurð? Nú það er kannski verið að koma upp leiksýningu eða stofna fé- lagsskap? En Saabinn er seigur og heldur sínu hægláta striki. Útá Nes og upp í Miðbæ, niður í Fossvog og inn í Mjódd. Og hvergi brestur fegurðina. Stuðarar mótlægra bifreiða gljáa gegnt manni og skyggnin falla niður um leið og sólin hefur valið sér eitt af fjöl- lunum á Snæfellshryggnum til að setjast í. Tryggvi Hansen tekur reiðhjól úr húsi við samnefnda götu og strákarnir á blágræna skódanum X 5590 eru komnir í bæinn og fara út við Herkasta- lann á vit óvæntra ævintýra. í barmi Andreu Jónsdóttur situr Whitney Houston-merki en á hillu í miðjum Nýjabæ við Eiðist- org tvær klósettrúllur saman í sellófani undir heitinu Papco, WC pappír og eru í fullkomnu samræmi við upprúlluð skýin á' Akrafjallinu, sem þessa stundina er umleikið laginu Svarthvíta hetjan með Dúkkulísum, á næt- urvakt Stjörnunnar, en bráðlega fara þó gítargrip Þórs Eldons um gervallt höfuðborgarsvæðið eins og Norðurljós, fylla himininn yfir Reykjavík, í bláeygðu poppi. Én áfram er förinni heitið og Sóiver, Sdlver, Sólver, stendur á skiltunum í Skipholtinu en Hjól- barðaverkstæði Sigurjóns stend- ur stabflt á hægri hönd við Fíla- delfíu. Það haggar því ekkert frekar en öðru í þessari borg, þessa nótt, þegar aðeins blá- toppar trjánna tifa af gróðurvon í döggvotu grasi. Snorrabrautin er húsinu á Abracadabra þar sem glasastelpurnar raða tómum gleðivöldum á þvottagrindur að loknum dansleik. Þær eru þreyttar, en samt er það líka fal- legt eins og allt annað, eins og HiliHÉIIII III i ÍSKiUIKttA ILWUtfiSsmMUi *' ifli(jtl> J^U*j* sniðin eins og flugbraut niður að sjónum sem er full sléttur alveg upp að Esjurótum. Á bakvið fjöllin blundar eitthvað hefð- bundið sem bærist einnig ein- kennilega í brjósti manns undir stýri og þéttu belti. Einhver óræð löngun í lárétta línu, eins og etv.: „Allt var kyrrt; frá utanfjarðar grunni..." En braghendan er beygjum háð og í bakporti við Grettisgötu opnast hurð úr eld- birtan í portinu, sem seytlar niður í skeljasandi á húsveggjunum, niður í nýju laufi baktrjánna, nið- ur í galvaníseraðar öskutunnur sem geispa fullar af kulnuðum sígarettum, storknuðum bindum og fleyguðum flöskubotnum. En allt þetta breytist þegar pantaður bfll kemur korrandi og kastar gul- Ieitum geislum framan í þessa mynd. Barþjónarnir tveir koma út og kasta frá sér brennandi stubbum áður en þeir skella að sér aftur- hurðum leigubflsins. En glasa- stelpurnar birtast fljótt á eftir þeim með blátt undir augunum og taka fegnar fari sem ég býð þeim í sjálfboðavinnu. Því það er nóg pláss í vel hannaðri Saab- bifreiðinni og hún fagnar nýjum og óvæntum áhafnarmeðlimum með því að sigla rólega af stað út af planinu. Himinninn er silfur- grár sem fyr og göturnar auðar og hreinar í senn. Það gufar upp úr grasinu á umferðareyjunum og ljósin skipta litum á milli akreina. En það er þó einmitt á slíkum gatnamötum sem hin hæga sig- ling heim á leið er rofin af rauðu ljósi. Rauðu ljósi sem ekki verð- ur að gulu og því síður grænu. Það er bilun í inntaki sem verður til þess að lengra komumst við ekki í kvöld. Saabinn liggur hreyfingarlaus á galtómum gatnamótum gegnt sírauðu ljósi og ég finn fyrir öryggi hauspúð- ans og lygni aftur augum af löngun í kvikmyndavél. En f aftursætinu halla þær þreyttar sér á sitthvort eyrað að sínum hvor- um hátalaranum. Hann Viðar, kokkur á Pizzahúsinu á afmæli í dag, hann er tuttugu og fimm ára í dag og þetta er leikið fyrir hann. Maður sér fyrir sér taglið á hon- um og úr púströrinu stígur reykurinn lóðrétt upp í lognið. „It's got to be-e-e: Perfect." í REYKJAVÍK, borg hins eilífa friðar 5. júnf 1988 Hallgrímur 12 SÍDA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 12. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.