Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.06.1988, Blaðsíða 2
I rósa- garöinum BOLVUN STÉTTAÞJÓÐ- FÉLAGSINS Alkóhólistarúrlágstéttumverða utangarðsmenn, alkóhólistarúr millistéttum eiga á hættu að missa atvinnuna, en yfirstéttar- drykkjumenn haldadrykkju sinni ótruflaðiráfram. DV MA TREYSTA ÞVI? Lofað 3% gengisfellingu. Þjóðviljinn HENTU MOMMU AF LESTINNI Danny hefur alltaf átt einstaklega gottsambandviðmóðursína sem komin erá níræðisaldur, og þess vegna segist hann geta ieikið í mynd sem fjallar um móð- urmorð. Tíminn SÁDAN ER KAPITALISMEN Við höfum reynt margarfjáröflun- arleiðir, en það er hvergi friður. Við reynum þó að standa okkur í samkeppninni. Morgunblaðið VAXTARBRODDUR FRÆÐIKENN- INGARINNAR Flóðhestar allra landa sameinist! Þjóðviljinn UR ALOGUM Þegarengilsaxneski poppham- urinn hrynur af mönnum andar- tak, þá eru þetta bara góðir og gegnirlslendingar. Morgunblaðið OG EKKERT MÚÐUR í læknisf ræði skilgreinum við hugtök eftir ákveðnum reglum. Malaría ertil dæmis malaría, hvar sem hún er. Morgunblaðið HINIR DULDU TÖFRAR ATVINNUSTJÓRN- MÁLAMANNA Er málið allt orðið f lókið og snúið, enda munaði minnstu að sænska íhaldið og kornmarnir næðu höndum saman að fella sænsku ríkisstjórnina, en forsæt- isráðherrann bjargaði í horn með pvíað rekadómsmálaráðher- rann. ffrrilnn Hálftkílóáhundraðkall.Sæmilegbúbótþað, þarsemdrýgjamákjötogfiskumallanhelmingmeðdoufuinu. Eða bara malla það eins og það kemur fyrir af skepnunni. Olga Olgeirsdóttir mundar varninginn fyrir Ijósmyndarann. Mynd: E.OI. Doufu til höfuðs matarskattinum Kínverska eggjahvítusprengjan sem helst minnir ð ábrystirfœstnú líka hérá landi. Meinholltog hundódýrt Doufu, eins konarsoja- baunahlaup sem upprunnið er í Kínaveldi og mata al- gengast þar um slóðir, er ein- hver mesta eggjahvítu- sprengja sem sögur fara af. Þaðan hafa þeir hitann úr mætti segja; á þessum slóð- umermjólkurmaturafarfás- éðuröðrum en kálfum og smábörnum eins og kunnugt er, og ef ekki væri fyrirdoufuið er hætt við að kostur Kínverja væri ímeira lagi snauðuraf eggjahvítuefnum. Þetta minnir einna helst á ábrystir, en er þó talsvert stífara. Doufuið er gætt þeim eiginleika að það fer vel með öllum öðrum mat og því kjörin viðbót í kjöt- og fiskrétti, súpur og salöt. Eitt og sér er það heldur bragðdauft en þó mætavel ætt með vænum skammti af góðri sojasósu. Það fer svo eftir smekk hvaðan menn kjósa hana, en Japanir, Kínverj- ar og Indónesar hafa löngum þótt í fremstu röð í sojasósugerð. Doufu er nú fáanlegt í Reykja- vík, til að mynda hjá Hag- kaupum. Þeirra útgáfa kemur frá Hollandi sýnist manni, og kallast Tofu eftir gömlu, kínversku hijóðkerfí, en á ísíensku segir maður Dófú. „Doufu" er aftur kórrétt samkvæmt kínverskri samtímaréttritun, og því er sú út- gáfa orðsins í heiðri höfð í þess- um pistli. Hollenska pakkningin er hand- hæg og á henni eru þartilgerðar notkunardagsetningar og því sjálfsagt fyrir allt nýjungagjarnt, hagsýnt og hollustumeðvitað matargerðarfólk að prófa. Þetta með hagsýnina þarfnast kannski skýringar en hún er sú að hálft kíló af þessum ágæta mat kostar ekki nema 99 krónur í þeirri verslun sem með hann höndlar og var nefnd hérna áðan. Doufu fer vel með fiski, og uppskriftin sem hér fer á eftir er mjög auðveld og í rauninni er nóg að vera læs til að malla sér og sínum ágætan rétt. Fisktegundin sem notuð er skiptir ekki öllu máli, en þó skal mælt með einhverjum stinnum fiski - gjarnan skötusel eða lúðu - sem stendur af sér eldunarskarkið í heilu líki. Ýsu má notast við, en hún vill detta soldið í sundur. Fiskurinn er skorinn í bita, tvo sentimetra á kant eða svo, en það er ekki naujið. Einni matskeið af sojasósunni er bætt út í. Blandið saman með fingrunum og látið marínerast svolitla stund. Þremur matskeiðum af olíunni er hellt á pönnu og í henni eru fiskbitarnir steiktir þar til þeir verða gullnir á litinn. Þá eru þeir teknir af pönnunni og geymdir, en þeir eru nú tilbúnir fyrir lok- amallið. Takíð nú allt annað til; afgan- gurinn af olíunni er hitaður á pönnu og púrra, hvítlaukur og engifer steikt í fáeinar sekúndur. Fisk- og doufubitunum er nú bætt út í ásamt salti, sykri, sjerríi, af- ganginum af sojasósunni, chillis- ósu, ediki og vatni. Suðan látin koma upp og síðan malla herlegheitin við vægan hita í tíu mínútur. Borið fram eins og fara gerir, gjarnan með hrís- grjónum, en áður er steinseljunni stráð yfir réttinn. Það er ekki nokkurt mál að elda þennan doufufisk, en eitt er þó rétt að hafa í huga, og gildir það reyndar um kínverska matar- gerð yfirhöfuð; byrjið endilega á því að taka til og mæla allt sem við á að éta. Sykur, salt, soja, sjerrí og sú blanda öllsömul á að vera tilbúin í skál áður en byrjað er að steikja fiskinn. Það er of seint að vera að gaufa við að mæla þegar fisk- og doufubitarnir snarka á pönnunni. HS Eitthvað þessu lík á útkoman að verða, en eins og sjá má er bitastærð- in ekkert sáluhjálparatriði. Verði ykkur að góðu! 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 12. júní 1988 Þetta þarf til: Hálft kíló af fiski 3 matskeiðar sojasósa olía til steikingar (1/4 bolli) 1 bolli púrrulaukur, fremur smátt saxað 2-3 þunnar sneiðar af engiferrót, smátt saxað 1 hvítlauksrif, pressað 1 teskeið salt 2 matskeiðar þurrt sjerrí 1 teskeið sykur 1 matskeið chillisósa 2 matskeiðar vínedik hálfur bolli vatn söxuð steinselja doufu, 250 grömm eða svo. Brytjað í teninga, sirka tvo sentimetra á kant.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.