Þjóðviljinn - 17.06.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 17.06.1988, Side 1
Föstudagur 17. júní 1988 136. tölublað 53. örgangur Velferðarkerfið Sett á guo og gaddinn LaufeyJakobsdóttiry,amma“: Það verður að vekjafólk til umhugsunar ogyfirvöld til aðgerða. Það gerist alltofoftaðfólk eraðfinnastlöngu látið - Þetta er ekki eina tilfellið sem ég veit um í þessa veru. Fjöl- miðlarnir verða að taka þetta til umfjöllunar. Þetta er búið að koma svo oft fyrir. Fólk þarf að vita af þessu annars verður engin breyting hér á, sagði Laufey Jak- obsdóttir „amma“ í Grjótaþorpi, en frétt Þjóðviljans í gær um að skjólstæðingur Félagsmálastofn- unar hefði fundist löngu látinn á heimili sínu fyrr í vikunni vakti mikla athygli og lýstu sumir les- enda yfir undrun sinni á því að svona lagað gæti gerst mitt í öllu ríkidæminu. Laufey sagði að Félagsmála- stofnun stæði sig ekki sem skyldi í því að grennslast fyrir um skjól- stæðinga sína. Hún tók fram að hún væri ekki með þessu að fella dóm yfir starfsmönnum stofnun- arinnar, heldurstefnu borgaryfir- valda gagnvart henni sem og fé- lagslegri þjónustu almennt. Hjá Félagsmálastofnun feng- ust þær upplýsingar að stofnunin væri ekki f stakk búin til að líta reglubundið til með öllum þeim sem leituðu á náðir hennar. Mannekla og takmörkuð fjárráð yllu þar mestu. Sjá síðu 3 „Fólk þarf að vita þetta, annars verðurengin breyting," segir Laufey í Grjótaþorpinu. Straumsvík Nýttálver Eykur þensluna á höfuðborgarsvœðinu en landsbyggðin siturhjá Viðræður fulltrúa ríkisstjórn- arinnar við fjögur erlend álfyrir- tæki um aðild þeirra að byggingu og rekstri nýrrar álverksmiðju í Straumsvík virðast vera byggðar á fyrri samningum sem gerðir hafa verið við ísal. Það sem af er undirbúningnum hefur ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna á þingi og allt útlit fyrir að Alþingi fái ekk- ert að vita um málið fyrr en það er komið á lokastig. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður og fyrrverandi iðn- aðarráðherra bendir á að hér sé verið að tála um framkvæmdir upp á 40 miljarða króna en allar framkvæmdir ríkisins og sveitarfélaga í ár nemi aðeins 12,5 miljörðum króna. Staðsetn- ing nýja álversins muni auka all verulega á þensluna á höfuðborg- arsvæðinu en auk þess sé hún bein storkun við landsbyggðina ofan á allt annað sem hún hafi orðið að þola frá fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn. Sjá síöu 3 Útvarp Bjvnjólfur Bjamason á Rótinni Á sunnudag kl. 13 verður út- varpað fyrsta þættinum af sjö þar sem rætt verður við Brynjólf Bjarnason, einn áhrifamesta for- ystumann sósíalískrar hreyfingar á íslandi á bernskuárum hennar. f fyrsta þættinum segir Brynj- ólfur frá uppvaxtarárum sínum, námsárum og ferð sinni ásamt Hendrik Óttóssyni á heimsþing kommúnista 1920. Það er Einar Olafsson sem ræðir við Brynjólf. 19. júní 19.júní 1915 sendi Kristján konungur tíundi íslenskum skeyti og staðfesti stjórnarskrána. Með því fengu konur kosningarétt og kjörgengi til jafns við karlmenn, aldurstakmark kosningaréttar færðist úr 30 árum í 25, heimildir til afnáms konungskosninga, fjöl- gun ráðherra og þingmanna veittar. Kristín Ástgeirsdóttir segir frá sögu kvennabaráttu með sérs- takri vísun í 19. júní. Hún segir frá atburðum í kringum 19. júní 1915 og aðdraganda þeirra, kvennaframboðum í kjölfar rým- kunar kosningaréttar og kjör- gengis, þróuninni frá 1874 og til dagsins í dag og öðrum forvitni- legum hlutum um kvennabaráttu síðustu ára. Sjá Sunnudagsblað Útivist Veiðidagur fjölskyldunnar A sunnudaginn geta allir veitt ókeypis víða um land Á sunnudaginn er hinn árlegi veiðidagur fjölskyldunar. Dagar sem þessir eru orðnir fastur liður í starfsemi Landssambands Stang- aveiðifélaga. Félögin bjóða hverjum sem er að mæta og renna fyrir silung ókeypis, í þeim vötnum sem þau ráða yfir. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks nýtt sér þetta tækifæri til að komast í silung. Félagar í sam- tökum Stangveiðimanna verða fólki innan handar, ef það vil læra réttu handtökin og þiggja góð ráð. Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis- ins og Suðurnesja sem ekki nenna að aka iangt til að renna fyrir fisk er bent á Elliðavatn, Kleifarvatn, Þingvallarvatn og Seltjörn. Fyrir Vestlendinga er kjörið að renna í Eyrarvatn og Langavatn. Norðlendingum býðst að veiða ókeypis í Vesturós Héraðsvatnanna, Vatnahverfi- svötnum, og Ljósavatni. Nú er bara að sem flestir verið varir á sunnudaginn og að þeir missi ekki þann stóra. -«g

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.