Þjóðviljinn - 17.06.1988, Qupperneq 2
Miðbœrinn
FRÉTTIR___________
Niðurgreiðslur
Iðnó
til sölu
Borgin hefur ekki
sýntáhugaá
kaupum. Dagsbrún
og Sjómannafélag
Reykjavíkur meðal
eigenda
Eigendur Iðnós eru farnir að
huga að sölu hússins, en stefnt er
að því að Leikfélag Reykjavíkur
flytji í Borgarleikhúsið á næsta
ári. Reiknað er með að söluverð
hússins sé á milli 40 og 50 miljónir
króna. Alþýðuleikhúsið og ýmsir
hópar listamanna hafa lýst yfir
áhuga á að borgin og/eða ríkið
keyptu húsið og þar yrði komið á
fót listamiðstöð.
Skráöur eigandi að Iðnó er Al-
þýðuhús Reykjavíkur hf., en að
félagsskapnum standa einstak-
lingar og Verkakvennafélagið
Framsókn, Dagsbrún og Sjó-
mannafélag Reykjavíkur er fara
með um þriðja partinn af hluta-
fjáreigninni.
Að sögn Halldórs Björns-
sonar, varaformanns Dagsbrún-
ar, er nefnd á vegum Alþýðuhúss
Reykjavikur hf. að kanna sölu á
eignum félagsins, en í þeim efn-
um er ekkert haldbært ennþá. -
Það er fullur vilji fyrir því að selja
þessar eignir, þar með talið Iðnó,
og slíta félagsskapnum, sagði
Halldór, en auk Iðnós á félagið
Alþýðuhúsið við Hverfisgötu og
auða lóð gegnt danska sendir-
áðinu.
Jón Árnason, sem er fram-
kvæmdastjóri hlutafélagsins,
sagði í samtali við Þjóðviljann að
fyrir einu ári hefði borgaryfir-
völdum verið boðið húsið til
kaups en þau hefðu ekki sýnt
neinn áhuga enn sem komið væri.
-rk
Jóna-deilan í hnút
Hákon Sigurgrímsson: Lœgra skattþrep á matvöru verði
lögbundið. Verið að laumast í vasa neytenda
Deila Jóns Heigasonar land-
búnaðarráðherra og Jóns
Baldvins Hannibalssonar fjár-
málaráðherra um endurgreiðslu
söluskatts á landbúnaðarvörum
er ennþá óleyst. Hákon Sigur-
grímsson framkvæmdastjóri
Stéttasambands bænda segir það
gífurlega áríðandi að ákvörðun
liggi fyrir sem fyrst í þessu máli.
Það verð sem ákveðið hafi verið
þann 1. júní sl. sé bráðabirgða-
verð sem ekki sé hægt að búa við
til lengdar.
Hákon sagði þetta mál fyrst og
fremst snúa að neytendum. Ef
sama endugreiðsluhlutfall á sölu-
skatti landbúnaðarafurða héldist
ekki, þýddi það hærra verð til
neytandans. „Miðað við þau lof-
orð sem ríkisstjórnin gaf þegar
matarskatturinn var settur á,
væru það hrein svik við neytend-
ur að breyta hlutfallinu nú,“
sagði Hákon.
Jón Baldvin sagði í samtali við
Þjóðviljann, að ríkisstjórnin
hefði gefið út yfirlýsingar eftir
skattkerfisbreytinguna í desemb-
er sl. um að niðurgreiðslur yrðu
stórauknar á tilteknum landbún-
aðarvörum, til að tryggja að eng-
ar verðhækkanir yrðu á þessum
vörum í sambandi við skattkerfis-
breytinguna. Niðurgreiðslurnar
hefðu verið ákveðnar sem ákveð-
in krónutala á einingu. „Þetta
þýðir einfaldlega að það verður
að taka um það pólitíska ákvörð-
un að hækka einingarverðið -
það gerist ekki með sjálfvirkum
hætti,“ sagði Jón Baldvin.
Að sögn Jóns Baldvins gætu
menn síðan tekið þessa pólitísku
ákvörðun en hún yrði að vera í
samræmi við stefnu ríkisstjórnar-
innar í ríkisfjármálum.
Hákon sagði Stéttarsambandið
leggja mikla áherslu á að lægra
skattþrep væri lögbundið á mat-
vörum. Þetta yrði að hafa í huga
þegar virðisaukaskatturinn
kæmi. „Annars er þetta
geðþóttaákvörðun ráðherra eins
og hefur sýnt sig nú,“ sagði Hák-
on.
Engin lausn fékkst á málinu á
ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra sagði Þjóðviljanum að ef
ekki yrði staðið við þær ákvarð-
anir sem teknar hefðu verið um
endurgreiðslu söluskatts, væri
verið að útfæra nýjan gjaldstofn
hjá ríkinu.
Framsóknarflokkur og Sjálfs-
tæðisflokkur leggja sama skilning
í það hvernig hlutfalli endur-
greiðslna skuli háttað. En Jón
Baldvin er á öðru máli. Friðrik
Sophusson iðnaðarráðherra hef-
ur sagt að aldrei hafi verið
meiningin að ríkissjóður græddi á
verðhækkunum landbúnaðar-
vara.
-hmp
Þjóðhátíðarstemmning
Öxar við
ána í
Seljahlíð
Það ríkti þjóðhátíðar-
stemmning við vistheimili aldr-
aðra í Seljahlíð í gaer þegar þar
fór um hlað skrúðganga eldhre-
ssra krakka frá Hálsakoti og
Hálsaseli, en þau tóku forskot á
þjóðhátíðarsæluna með miklum
hátíðahöldum í gær.
Vistmenn Seljahlíðar kunnu
greinilega vel að meta þegar
krakkarnir sungu Öxar við ána,
enda tóku mörg þeirra undir um
Ieið og þau hafa vafalaust rifjað
upp minningar frá þeim tíma er
þau voru ung og sungu þetta lag
af krafti á undangengnum þjóð-
hátíðardögum. -sg
Fjárlagahallinn
Stefnir í einn miljarð
Núþegar hálfur miljarður. Mœttmeð auknum niðurskurði
ogleða aukinni skattheimtu
Forsendur ríkisstjórnarinnar
fyrir hallalausum ríkisbúskap
eru brostnar. Fjárlagahallinn er
þegar orðinn 500 miljónir og allar
líkur benda til að hann verði
amk. einn miijarður á þessu ári.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra lagði fram drög að
fjárlögum næsta árs á ríkis-
stjórnarfundi í gær. Þar er líklega
að finna hugmyndir um aukinn
niðurskurð hjá hinu opinbera og
hugmyndir um nýjar tekju-
öflunarleiðir eða skatta.
Jón Baldvin sagði að ef útgjöld
ríkisins hækkuðu meira en tekj-
ur, td. vegna aukinna niður-
greiðslna og hækkunar á
geymslu- og vaxtakostnaði hefði
það auðvitað áhrif á fjárlög næsta
árs. „Ef niðurstaðan verður að
auka rikisútgjöld mjög verulega,
Löggœslan
hugsanlega um einn miljarð um-
fram tekjur - þá stendur ríkis-
stjórnin frammi fyrir því hvað
hún ætlar að gera til að halda for-
sendum efnahagsstefnunnar,“
sagði Jón Baldvin. I því sambandi
kæmi til greina niðurskurður á
ýmsum svið og/eða önnur tekju-
öflun
Ekki eru nema nokkrar vikur
síðan ríkisstjórnin áréttaði stefnu
sína um jöfnuð í ríkisfjármálum á
þessu ári og næsta, að ekki yrðu
tekin ný erlend lán og að útgjöld
ríkissjóðs yrðu í sama hlutfalli við
landsframleiðslu og í fyrra. Þjóð-
viljinn spurði Jón Baldvin hvað
væri eftir af stefnu ríkisstjórnar-
innar þegar ríkissjóður væri rek-
inn með halla og
fastgengisstefnan úr sögunni.
Hann sagðist ekki gefa sér niður-
stöðu fyrirfram. Það lægju upp-
lýsingar fyrir hjá ríkisstjórninni
og væru þar til umræðu. Niður-
Hengjandi fjárþröng
Fœkkun í liði lögreglunnar í Hafnarfirði vegna niðurskurðar
Við getum ekki sætt okkur við
að öryggi borgaranna sé á svo
glapræðislegan hátt hætt af svo
lítilli ástæðu sem niðurskurði í
ríkisrekstri, sagði Gissur Guð-
mundsson, formaður Félags lög-
reglumanna í Hafnarfirði, í sam-
tali við Þjóðviljann. Vegna niður-
skurðar, sem fjármálaráðuneytið
hefur fyrirskipað I ríkisrekstri er
nú lögreglumönnum á vakt í
Hafnarfirði fækkað úr 8 í 6 og
ekki leyft að kalla út afleysinga-
menn ef einhver forfallast, nema í
„ýtrustu neyð.“
„Við ætlum okkur að halda um
þetta mál félagsfund um helg-
ina,“ sagði Gissur. Lögreglu-
mennirnir hyggjast ganga á fund
Hjalta Zóphóníassonar skrif-
stofustjóra í dómsmálaráðuneyt-
inu því þeir halda því fram að
ekki sé um að ræða formlega
skipun og því full ástæða til að
draga þessi tilmæli til baka og hei-
mila eðlileg vinnubrögð við lögg-
æslu.
Már Pétursson sýslumaður í
Kjósarsýslu segir bæjarfógeta-
embættið vera í „hengjandi fjár-
þröng“ og að það eigi svo sannar-
lega ekki einungis við um beina
löggæslu. Niðurskurðurinn komi
því miður afar harkalega niður á
allri opinberri starfsemi í um-
dæminu. Um leið og umsvif lög-
gæslunnar hafi aukist, til dæmis
með tilkomu mikilla umferðar-
mannvirkja fyrir ofan bæinn og
vaxandi umferð, sé klippt á fjár-
veitingar til hennar.
-tt
staða væri ekki komin í þessu
máli.
Þórhallur Arason deildarstjóri
í fjármálaráðuneytinu sagði að
minnkandi þensla og minni
kaugeta fólks leiddi til tekju-
skerðingar hjá ríkissjóði. Þessu
yrði að mæta með niðurskurði
eða nýjum tekjustofnum. Þegar
forsendur hefðu verið endur-
skoðaðar yrði boðað til fundar
með ráðuneytum og stofnunum
og leiðir fundnar til aðhalds.
Jón Baldvin sagði niðurskurð
víða koma til greina. Það væri
hins vegar ástæðulaust að ræða
það frekar, það yrði gert á vett-
vangi ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur Hermannsson ut-
anríkisráðherra vildi ekki tjá sig
um fjárlagahallann, málið væri í
athugun hjá ríkisstjórninni. -hmp
Togaraskýrsla LÍÚ
Breytingar
á toppnum
í nýútkominni togaraskýrslu
Landssambands íslenskra útvegs-
manna kemur í Ijós að breytingar
hafa orðið á toppnum yfir afia-
hæstu frystitogara og ísfisktogara
fyrstu fjóra mánuði ársins miðað
við það sem áður var. Örvar HU
frá Skagaströnd er efstur frysti-
togara og Breki VE frá Vest-
mannaeyjum hjá ísfisktogurum.
Fyrri aflaskip eins og Akureyrin
EA og Guðbjörg IS eru mun neð-
ar að þessu sinni.
Samkvæmt skýrslunni er Örvar
HU alls staðar á toppnum yfir
frystitogara með 2.359 tonn; 21,2
tonn á hvern úthaldsdag; meðal-
skiptaverðmæti á úthaldsdag
tæpar 939 þúsund krónur og
brúttóaflaverðmæti rúmar 149,4
miljónir króna. Breki VE er lang-
efstur ísfisktogara með 2.598
tonn; meðalskiptaverðmæti á út-
haldsdag rúmlega 463 þúsund
krónur og brúttóaflaverðmæti
rúmlega 80 miljónir króna.
í skýrslunni kemur einnig fram
að meðalskiptaverðmæti allra
skipa á úthaldsdag er tæpar 304
þúsund krónur. Lægst er það hjá
minni skuttogurunum rúmar 300
þúsund krónur, en hæst hjá
frystitogurum tæpar 625 þúsund
krónur.
Meðalskiptaverðmæti á út-
haldsdag eykst hjá öllum skipa-
flokkum hvar sem er á landinu
milli ára en þó minnst hjá stóru
togurunum á Akureyri. -grh
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júní 1988