Þjóðviljinn - 17.06.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 17.06.1988, Qupperneq 8
MENNING Leikhús JAFNVÆGIA MILLI TVEGGJA HEIMA Leiksmiðjan Islandflytur nýtt verk við kertaljós í vélsmiðjunni Héðni Leiksmiðjan ísland ásamt leikstjóra. Mynd - Ari. „Bera virðingu fyrir hinum innri heimi/ þar leynast lausnir á mörgum vandamálum. Aðeins með því að nálgast sinn innri heim getur maður nálgast guð... sálina, menn ráða hvaða nafif þeir gefa þessu afli... því það er mikið afl og þannig kemst jafnvægi á milli tveggja heima, hins innri og hins ytri heims...“ (Steingrímur Másson um leikritið Þessi... þessi maður.) Á sunnudagskvöldið kl. 21 frumsýnir Leiksmiðjan ísland leikritið Þessi... þessi maður, eftir Steingrím Másson og Kára Halldór, í fyrrverandi málms- teypu vélsmiðjunnar Héðins, við Vesturgötu. í Leiksmiðjunni eru átta áhugaleikarar sem flestir hafa eitthvað fengist við leiklist áður. - Við tókum okkur saman í október í fyrra og ákváðum að stofna Leiksmiðjuna, segja þau. - Þá réðum við okkur fjóra kenn- ara í leiktúlkun, raddbeitingu, söng og líkamsþjálfun og unnum tíu til tuttugu tíma á viku. Hug- myndin var að setja upp leikrit í lok ársins, og við byrjuðum að vinna að sýningunni fýrir um þremur mánuðum. - Hugmyndirnar að leikritinu eru sprottnar upp úr okkar vinnu, þó þetta sé ekki spunaverk. Við byggjum á grunnhugmynd Kára Halldórs sem er leikstjóri sýning- arinnar og kenndi okkur leiktúlk- un í vetur, og þessar persónur sem Steingrímur hefur þróað í leikritinu, urðu til í gegnum spuna, svo við höfum notfaert okkur aðferðir tilraunaleikhúss- ins. - Leikritið fjallar um átta per- sónur, fjóra karlmenn og fjórar konur sem einhverra hluta vegna hafa farið í ferðalag og enda fyrir tilviljun á sama staðnum. Þau eru öll mjög ólík, hafa aldrei sést áður, og hefðu aldrei kynnst, nema fyrir þessa tilviljun. Verkið snýst um þau tengsl sem myndast þeirra á milli, og þau áhrif sem þessi kynni hafa á líf þeirra. Það er óhætt að segja að það sem ger- ist sé afgerandi fyrir þau öll, þó það sé kannskí ekki sýnilegt. - Það má segja að grunnhug- mynd verksins sé þetta uppgjör sem verður þegar fólk hefur feng- ið fjarlægð á það liðna, og er komið útúr því umhverfi sem það lifir í frá degi til dags. Leikritið fjallar líka um uppgjörið á milli hins innri og ytri heims, um for- tíðina, og um hugarheim hvers og eins, og er þannig óháð tíma og rúmi. Allar persónurnar upplifa eitthvað sem hefur sterk áhrif á þær, og til dæmis fara þær að leita svara við hlutunum í sínum innri heimi, og hætta kannski að leita þeirra fyrir utan sig sjálfar. Sýningin Þessi... þessi maður, er leikin við kertaljós, og leik- myndin varð til á staðnum. Leiksmiðjan hefur æft í málm- steypunni gömlu í einn mánuð, og eru leikararnir sammála um að umhverfið hafi haft mjög mikil áhrif á sýninguna þó þau hafi ver- ið komin með textann og fastan grundvöll fyrir sýningunni áður en þau fengu húsnæðið. Meðlimir Leiksmiðjunnar ís- lands eru Halldóra Geirharðs- dóttir, Steinunn Knútsdóttir, Steingrímur Másson, Eggert Ket- ilsson, Þórir Bergsson, Björg Vil- hjálmsdóttir, Óttar Svavarsson og Ásta Arnardóttir. Önnur sýn- ing verksins verður á þriðju- dagskvöldið, en sýningar munu aðeins standa til 15. júlí - ef að- sókn leyfir. LG Listahátíð í Þjóðleikhúsinu Black Ballet Jazz Þessi sýning olli mér miklum vonbrigðum. Ymissa hluta vegna hafði hún vakið hjá mér vænt- ingar sem hún síðan ekki upp- fyllti. Ég hafði haldið að hér væri á ferðinni svartur ballett sem byggði á hefðum jassins og negra- dansins og skapaði úr þessu nýja og listræna heild. Ég var búinn að sjá fyrir mér alveg stórkostlega sýningu. Eitthvað kannski í ætt við Alan Aily sem mig hefur lengi dreymt um að sjá. Hvað var það svo sem við sáum? Tólf manna hópur afskap- lega liðugs fólks renndi sér í gegn- um sögu negratónlistarinnar og þeirra dansa sem henni hafa tengst. Kóreógrafían var afskap- lega einhæf og laus við frumleik eða metnað. Tónlistin flutt af bandi og ailt útflatt og upppopp- að, gömlu góðu negrasálmarnir með trommuheilatakti. Söng- kona sem var vægast sagt afskap- Iega leiðinleg. Ekkert var hér sem minnti á ballett eins og ég hef hingað til skilið það orð og heldur fátt sem minnti á raunverulegan jass. Hins vegar skilst mér að til sé eitthvað sem heitir jassballett en hefur hingað til ekki talist til þeirra listgreina sem menn taka alvarlega. Þetta var kannski angi af þeirri íþróttagrein? Allavega fannst mér þetta ekki vera neitt sem erindi átti á Listahátíð. Svona sýning á að vera á Hótel íslandi. Þá þarf enginn að verða fyrir vonbrigðum. Sverrir Hólmarsson Undan frakkanum Téátre de 1’Arbre sýnir á Listahá- tíð S.O.S. í upphafi sýningar heyrast brak og brestir, miklir sprengjudynk- ir, en þvínæst kviknar á ljósum og á miðju sviði birtist gríðarstór frakki með engum innaní. Þessi frakki er svosem þriggja metra hár og upp úr hálsmáli hans stígur reykjarmökkur mikill sem leggst yfir sviðið og leggur einnig út í áhorfendasalinn. Næst skeður það að undan þessum stóra frakka birtist annar Frakki, öllu minni, íklæddur hlífðarfötum og gasgrímu og með alltof langa skó. Þetta er Yves Leþreton og hann leikur hér mann sem einn hefur lifað af hildarleik kjarnorku- stríðsins. Hann er fullkomlega ruglaður, veit ekkert hvað hefur gerst og byrjar á því að glíma við einfaldasta vanda þess að vera til, ganga um og þess háttar. Þegar hann er búinn að ná af sér gas- grímunni fer hann að skyggnast kringum sig og reyna að átta sig á hlutunum en umhverfi hans er stráð brúðupörtum, eins konar táknmyndum þeirrar eyðilegg- ingar sem fram hefur farið. Hann reynir að setja þessa parta saman en mistekst. Þá birtist honum heil brúða af himnum ofan. Hann grípur hana fegins hendi og hefst nú mikill leikur milli þeirra. Hann endar þó á því að brúðan dettur í sundur, skammvinn gleð- in er rofin og brak og brestir heyrast á ný og það er eins og maðurinn átti sig loks á því hvað hefur gerst. Þetta er vandlega hugsuð og útfærð sýning. Hún er vissulega mjög dapurleg í sýn sinni og væri óbærileg ef það væri ekki fyrir óborganlegan látbragðsleik Le- bretons sem sér til þess að áhorf- andinn er með óviðráðanlegt bros á vör ef hann er þá ekki að skellihlæja. Lebreton er einn af mestu meisturum látbragðs- leiksins. Hann hefur sameinað sígilda látbragðstækni og trúðleik og gert úr því kostulega blöndu, en auk þess er hann ekki þögull heldur gefur frá sér kostulegustu hljóð, talar mál sem er blanda af öllu og engu en öllum auðskilið. Lebreton minnti mig stundum á fígúruna í þeim ágæta sjónvarps- þætti Línunni, a.m.k. tala þeir fé- lagar svipað tungumál. Lebreton var gestur á Listahá- tíð 1976 og minnist ég sýningar hans þá með sérstakri gleði. Þá var leikur hans opinn, stjórnlaus, trylltur. Og viðbrögðin voru hamslaus krampahlátur allan tímann. Nú er Lebreton með ólíka sýningu. En snilld hans er söm við sig. Sverrir Hólmarsson 8 SIÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 17. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.