Þjóðviljinn - 17.06.1988, Qupperneq 13
Bandaríkin
Mútur, svik
og prettir
í Pentagon
Rannsaka tengsl
hergagnaframleiðenda
og ríkisstjórnarinnar
15 fyrirtæki sem framleiða
vopn og yfír 40 einkaheimili
starfsmanna þeirra og hins opin-
bera hafa verið undir smásjá FBI
og dómsmálaráðuneytisins að
undanförnu.
Skrifstofur Pentagon hafa
einnig verið hleraðar og grunur
leikur á að tveir yfirmenn þar sem
annast samninga við hergagna-
framleiðendur séu sekir um að
hafa þegið mútur í alit að tvö ár.
Upplýsingar voru keyptar af op-
inberum starfsmönnum ráðu-
neytisins og seldar á allt að 50
sinnum hærra verði í hendur
hergagnafyrirtækja. Einnig er
ljóst að upplýsingar voru borgað-
ar í bflum og með því að greiða
reikninga viðkomandi opinberra
starfsmanna.
Dómsmálaráðuneytið og FBI
notuðu yfir 200 símhlerunartæki
til að framkvæma rannsóknina
sem fór fram í 12 fylkjum lands-
ins. Öll helstu fyrirtækin í brans-
anum voru rannsökuð.
Á þriðjudaginn bað Reagan
forseti um að rannsókninni yrði
hraðað og daginn eftir var farið
inn á fjölmörg einkaheimili og þá
varð öllum ljóst hvað var á seyði.
Reuter/-gsv.
ERLENDAR FRETTIR
-----------———-----------------1
Fallinna blökkumanna minnst í Soweto.
Suður-Afríka
Soweto-dagurinn
Minnst var fórnarlambanna sem létu lífið 1976
Igær var þess minnst í Suður-
Afríku að 12 ár voru liðin frá
hryðjuverkum hvíta minnihlut-
ans sem framin voru á friðsömum
mótmælendum í Soweto skammt
frá Jóhannesarborg. Hjá svarta
meirihlutanum í landinu er þessi
dagur heilagur. Enginn mætir til
vinnu og fólk situr heima hjá sér
til að minnast fórnarlambanna.
16. júní fyrir 12 árum kom til
mótmæla í Soweto vegna þess að
hvíti minnihlutinn ætlaði að
þvinga móðurmáli sínu inn í
kennslu í skólum svartra. Á ein-
um mánuði höfðu um 700 manns
látið lífið, flest börn sem höfðu
orðið fyrir byssukúlum herlög-
reglunnar. Þetta er mesta mann-
fall sem hefur orðið í baráttunni
gegn kynþáttamisréttinu sem
hvíti minnihluti landsins heidur
til streitu. Það var ekki fyrr en
1984-86 sem verulegt blóðbað
varð aftur en á því tímabili voru
2500 manns drepnir.
Soweto-dagurinn eins og 16.
júní hefur ætíð síðan verið kallað-
ur er almennur frídagur og oft
hefur komið til uppþota og
óeirða á undanförnum árum.
Hópur svartra lagði blómsveig að
leiði fyrsta fórnarlambsins, 13 ára
drengs. Neyðariögum var fyrst
komið á 1985 nokkrum dögum
fyrir Soweto-daginn og nú voru
þau endurnýjuð þriðja árið í röð.
Lög þessi fela í sér algjört bann
við mótmælum, verkföllum, sam-
komum og kröfugöngum.
Öryggislögreglan í landinu var
í viðbragðstöðu í gær en ekki kom
til átaka. Einn maður lét lífið er
sprengja sprakk í úthverfi Sow-
eto í gær. Áthafnalíf landsins var
lamað en það er í annað skiptið á
hálfum mánuði sem það fer úr
skorðum vegna friðsamlegra
mótmæla svarta meirihlutans.
Reuter/-gsv.
Priðji heimurinn
Ennþá hallar undan
Fátækrahverfin tvöfaldast á 5-8 árum. 3 miljarðar manna
munu búa í kofahreysum og á ruslahaugum um nœstu
aldamót
Istærsta fátækrahverfi heims,
Dharavi, í Bombey á Indlandi
koma um 12 þúsund nýir íbúar á
degi hverjum og hafa að engu að
hverfa. Samkvæmt tölum Sam-
einuðu þjóðanna stækka
fátækrahverfi stórborga þriðja
heimsins með miklum hraða. Tal-
ið er að þau tvöfaldist að stærð á
5-8 árum.
Nú býr um hálfur annar milj-
arður manna í kofahreysum og
ruslahrúgum stórborganna. Þetta
er um fjórðungur alls mannkyns
og nálægt helmingur allra íbúa
þriðja heimsins.
Leiðtogar ríkja þriðja heimsins
virðast hafa takmarkaðan áhuga
á því að ráðast gegn þessum
hrikalegu vandamálum. Stjórn-
málamenn eru margir seldir
undir þá sök að nota þessi hverfi
sem atkvæðabanka fyrir sig í
kosningum. Ekki er óalgengt að
heilu hverfin séu undir hæl eiturl-
yfjabaróna og glæpamanna sem
stjórnmálamenn nota síðan sem
atkvæðasmala í kosningum. Lof-
orðin eru oft fögur en þegar á
reynir standast þau sjaldnast og
ástandið fer sífellt versnandi.
Á hverjum degi deyja um 40
þúsund börn í þriðja heiminum
úr sjúkdómum (t.d niðurgangi)
sem hægt væri að fyrirbyggja með
því að bæta aðstöðu þessa fólks.
Þetta eru 15-20 miljónir barna á
ári og fjórum sinnum fleiri leggj-
ast til svefns hungruð eða van-
nærð. Fæðingardauði og ung-
barnadauði er mjög algengur
vegna lélegra hreinlætisaðstæðna
Fátækrahverfi í Mexíkóborg.
og víða myndi ástandið batna við
það eitt að fá rennandi vatn.
Það viðhorf, að börnin séu
besta tryggingin fyrir afkomu
fjölskyldunnar gerir það að verk-
um að þau byrja ung að vinna.
Engin lög eru til sem vernda þau
fyrir vinnuþrælkun eða tryggja
heilbrigðiseftirlit og menntun
þeirra. Þessi staða veldur því að
ástandið batnar lítið og þróun í
átt til betra lífs er ekki í sjónmáli.
Sárgrætilegast við þetta allt
saman er sú staðreynd að hér þarf
ekki að koma til rándýr tækni eða
kostnaðarsöm endurskipulagn-
ing og uppbygging heldur fyrst og
fremst þekking til að takast á við
vandann á staðnum með einföld-
um en árangursríkum hætti.
-gsv. byggði á Newsveek.
Föstudagur 17. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SiÐA 13
REYKJMJÍKURBORG
Alaudtvi Sfödívi
Skólaritari
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir ritara í
fullt starf. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Starfið
er laust frá og með 10. ágúst.
Umsóknir skilist til Skólaskrifstofu Reykjavíkur
eða á skrifstofu Fjölbrautaskólans í Breiðholti
fyrir 1. júlí n.k.
REYKJHIIKURBORG
Kaffiumsjón
Laust er starf við kaffiumsjón í Ártúnsskóla, 80%
starf.
Upplýsingar í síma 673500 og í heimasímum hjá
skólastjóra 53454 og yfirkennara 45861.
HHI REYKJMIÍKURBORG
MT JLauteVi Stödun T
Arkitekt
Laus er til umsóknar staða arkitekts við borgar-
skipulag Reykjavíkur. Upplýsingar hjá forstöðu-
manni eða Bjarna Reynarssyni, símar: 26102 oq
27355.
Auglýsið í Þjóðviljanum