Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Um „útboðsstefnu" og hæfileikafólk Ögmundur Jónasson skrifar Fyrr í þessum mánuði birtir Þjóðviljinn fyrirspurn Bríetar Héðinsdóttur útvarpsráðsmanns til útvarpsstjóra varðandi „út- boðsstefnu" sjónvarpsins og svar útvarpsstjóra Markúsar Arnar Antonssonar. í svari sínu ber útvarpsstjóri saman fjölda dagskrártækni- manna og dagskrárgerðarmanna á árinu 1985 og á þessu ári og kemst að þeirri niðurstöðu að samanlagt séu þeir fleiri nú. Þá skírskotar hann til mikillar yfir- vinnu starfsmanna og ályktar: „Þessar tölur segja allt aðra sögu en aðalfundarsamþykkt starfs- mannafélagsins og eru til vitnis um allt annað en samdrátt og þróttlevsi í starfsemi Sjónvarps- ins... A undanförnum árum hef- ur myndverum fjölgað og hópur sérmenntaðs dagskrárgerðar- fólks og myndatökumanna úti á hinum opna markaði farið stækk- andi. Þannig hafa á síðustu árum skapast möguleikar til að eiga viðskipti við fleiri en áður og leita tilboða í dagskrárgerð. Engir hafa lýst því á áhrifameiri hátt en einmitt forystumenn starfs- mannafélags Sjónvarpsins, að hæfustu menn stofnunarinnar hafi leitað í störf annars staðar og stofnað eigin framleiðslufyrir- tæki vegna þeirra bágu launa- kjara sem hið opinbera hafi búið þeim. Ríkisútvarpið vill eftir sem áður eiga góð samskipti við þetta hæfileikafólk og stuðla að því að almenningur njóti verka þess í dagskrám Sjónvarpsins ef hag- stæðir samningar geta um það náðst.“ Hér er komið víða við og full ástæða til þess að leiðrétta sitt af hverju. í fyrsta lagi er það staðreynd, að starfsmönnum í tæknideild Sjónvarpsins hefur fækkað upp á síðkastið, eða svo vitnað sé í fyrir Sjónvarpið án þess að hag- stæðir samningar hafi náðst. Síð- asta dæmið var þegar fslenska myndverinu, sem í raun er tækni- deild Stöðvar tvö, var falið að vinna tæknivinnsluna á leikritinu Næturgöngu. Þegar málið síðan var tekið til endurskoðunar eftir umrædda aðalfundarsamþykkt Starfsmannafélagsins, kom á að við því að bágborin launakjör fæli hæfileikaríkt fólk frá stofn- uninni. Það er hins vegar rangt að Starfsmannafélagið hafi haldið því fram að hæfustu starfsmenn stofnunarinnar hafi leitað í störf annars staðar. Það jaðrar við út- úrsnúning að nota röksemdir Starfsmannafélagsins í kjaramál- um til þess að réttlæta úthlut- „Vonandi nálgastsá tími að stjórnendur Ríkisútvarpsins íhugi í alvöru hvers vegna þeim helst eins illa á starfsfólki um þessar mundir og raun ber vitni, þráttfyrir allar heilsíðuauglýsingarnar um eigið ágœti.“ skýrslu sem Ríkisútvarpið sendi menntamálaráðuneytinu nú fyrir skömmu. „Nokkur fækkun starfsmanna hefur orðið í Sjón- varpi á síðustu mánuðum og munar þar mest um fækkun ein- nar stúdíóvaktar. Sú fækkun verður samtals 13 starfsmenn og að fullu framkvæmd síðar á þessu ári. Þá er orðin helmingsfækkun starfsmanna í stúdíói Sjónvarps frá því flest var seinni hluta árs 1986.“ í öðru lagi er það staðreynd að farið hefur verið með verkefni út daginn að hægt var að vinna verk- ið í Sjónvarpinu. Stundum er engu líkara en stjórnendum Ríkisútvarpsins sé það kappsmál að sanna yfirburði markaðarins yfir þá stofnun sem þeim hefur verið falið að verkstýra. Starfs- mannafélagið telur hins vegar, að „útboðsstefnan“, sem stjórnend- ur Ríkisútvarpsins hafa nú tekið ástfóstri við, hafi yfirleitt reynst dýrari og óhagkvæmari kostur en þeir hafa viljað láta í veðri vaka. Það er rétt hjá útvarpsstjóra að Starfsmannafélagið hefur oft var- unarstefnuna eða útboðsstefn- una eins og þessi stefna oftast er nefnd. Eða telur útvarpsstjóri ef til vill ástæðu til þess að leita eftir samstarfi við Stöð tvö á þeirri for- sendu að þar starfi margir ágæt- lega hæfir fyrrverandi starfsmenn RÚV? Starfsmannafélagið hefur aftur á móti oft bent á, að skortur á krefjandi verkefnum kunni að fæla hæfileikaríkt fólk frá stofn- uninni og hefur félagið lagt áherslu á nauðsyn þess að halda sem flestum slíkum verkefnum innan stofnunarinnar. Félagið hefur á hinn bóginn hvorki lýst sig andsnúið innkaupum á efni né því að fyrirtækjum sé falin gerð einstakra þátta þegar Sjónvarpið getur ekki annað slíkri dagskrár- gerð eða þegar aðstæður bjóða sérstaklega upp á slíkt. Starfs- mannafélagið teiur það hins veg- ar ekki í samræmi við hagsmuni stofnunarinnar að þetta sé gert að stefnu og haft að leiðarljósi. Ef Ríkisútvarpið ætlar að rísa undir nafni þarf jafnan að vera þar fyrir hendi vandaður tækja- kostur og vel þjálfað starfsfólk. Það reynir síðan á verkstjórnend- ur að nýta þennan mannafla og tækjakost á sem hagkvæmastan hátt. Sjálfir verða stjórnendur RÚV að geta tekið því þegar almennir starfsmenn gagnrýna störf þeirra, á sama hátt og þeir telja sig geta haft uppi gagnrýni á störf ann- arra. Hrokafull framkoma gagnvart starfsfólki hvort sem hún birtist í útúrsnúningi á rök- semdum eða með öðrum hætti er ekki til þess fallin að halda í hæfi- leikaríkt fólk. Vonandi nálgast sá tími að stjórnendur Ríkisútvarps- ins íhugi í alvöru hvers vegna þeim helst eins illa á starfsfólki um þessar mundir og raun ber vitni, þrátt fyrir allar heilsíðuaug- lýsingarnar um eigið ágæti. Ögmundur er fréttamaður Sjón- varpsins í Kaupmannahöfn og for- maður Starfsmannafélags Sjón- varps. I vöm fyrir hagsmuni bama Kristín A. Ólafsdóttir skrifar Enn kemur meirihlutinn í borgarstjórn manni á óvart með vinnubrögðum sínum. Og enn hefur hann tjáð skilningsleysi sitt á þörfum barna í Reykjavík. Um vinnubrögðin fyrst: Mánu- daginn 20. júní lögðu sjálfstæðis- menirnir í stjórn Dagvistar barna fram tillögu. Hún felur í sér veigamiklar breytingar á gildandi reglum um styríci borgarinnar til barnaheimila, sem rekin eru af öðrum en opinberum aðilum. Af- greiðslu málsins var frestað og næsti fundur ákveðinn 4 dögum síðar. Fyrir fundinum 24. júní lá bréf frá barnaheimilnu Ósi, sem for- eldrar hafa starfrækt síðustu 15 ár. í bréfinu er bent á, að rekstr- argrundvöllur heimilisins sé bro- stinn, ef tillagan nái fram að ganga. Bréfinu lýkur á þessa leið: „Við óskum eindregið eftir við- ræðum við fulltrúa stjórnar Dag- vistar barna, áður en málið verð- ur afgreitt.“ Meirihlutinn hafnaði þessari beiðni og keyrði málið í gegn á fundinum gegn atkvæði undirritaðrar og fulltrúa Fram- sóknarflokksins, Sigrúnar Magn- úsdóttur. Offorsið er með öllu óskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að breytingarnar eiga ekki að koma til framkvæmda fyrr en um áramót. Að vilja ekki hlusta á sjónarmið aðstandenda Óss, áður en svo afdrifarík ákvörðun var tekin, er dæmafá ókurteisi. Atlaga sjálfstœðismanna Og þá er það tillaga sjálfstæðis- manna. Hún er margþætt, en að- alatriðin fyrir dagvistir, sem aðrir en opinberir aðilar reka, eru þessi: 1. Styrk á ekki að veita nema fyrir 5 tíma daglega vistun. 2. Börn yngri en 2ja ára eiga ekki að njóta styrks, og ekki heldur þau sem byrjuð eru í 6 ára bekk og þurfa skóladagheimilisvist. 3. Styrkurinn á að nema 40% af meðalkostnaði 5 tíma vistunar á barnaheimilum borgarinnar. í núgildandi reglum eru hlutföllin mishá. 50% til dagheimila) heils dags vistunar) og skóladagheim- ila en 34% til leikskóla (4-5 tíma vistun). 4. Ekki er gerður greinarmunur á styrkveitingum eftir því hvaða aðilar reka barna- heimilið. í núgildandi reglum fá fyrirtæki og starfsmannafélög að- eins helming þess sem t.d. foreldra- eða húsfélög eiga rétt á (25% fyrir dagheimili og 17% fyrir leikskóla). Mér finnst full ástæða til þess að endurskoða núgildandi reglur hvað varðar síðasta liðinn, sér- staklega það sem snýr að starfs- mannafélögum. Sú endurskoðun ætti þó að verða til hækkunar styrksins, en ekki lækkunar, eins og meirihlutinn vill, hvað varðar heils dags vistun. En breytingarn- ar að öðru leyti ganga svo gróf- lega gegn hagsmunum barna og þróun samfélagsins, að furðu sæt- ir að sjá þær bornar á borð. Niðurskurðurinn til barna í heils dags vistun er svo stórfelldur, að ómögulegt verður fyrir aðra en sterkefnaða foreldra að láta sig dreyma um slíkan rekstur. Það sama gildir um börn yngri en tveggja ára og þau sem þurfa á skóladagheimili að halda. Á síðasta ári styrkti Reykjavík- urborg 3 barnaheimili samkvæmt gildandi reglum. Á þeim dvöldu 117 börn, þar af 31 í heils dags vistun. Styrkurinn nam rúmlega 5,2 miljónum króna. Til saman- burðar kostaði eitt af dagheimil- um borgarinnar borgarsjóð rúm- lega 6,1 miljón og á því voru 34 börn, öll í heils dags vistun. Breyting meirihlutans mun koma misjafnlega niður á þessum þremur heimilum, miðað við sama rekstur og verið hefur. Hefðu hinar nýju reglur gilt á síð- asta ári hefði breyting á styrkjum orðið eftirfarandi: Leikskóli KFUM og K (56 börn í hálfs dags vistun) Sælukot (30 börn í leikskóla og 9 á dagheimili) Ós (22 börn á dagheimili, þ.e. heils dags Leikskóli KFUM og K nýtur sem sagt góðs af, því þar er aðeins hálfs dags vistun. Dæmið verður heldur óhagstæðara fyrir Sælukot vegna dagheimilisplássanna. Stóra skellinn fær Ós, dagheimili fyrir 22 börn, rekið af þeim for- eldrum sem þar eiga börn hverju sinni. Óhætt er að fullyrða, að ef breytingarnar ná fram að ganga, verður ekki um áframhaldandi dagheimilisrekstur að ræða á Ósi. Fyrir hvert barn þurfa foreldrar nú að greiða 16 þúsund krónur, sem er svipuð upphæð og greidd er til dagmæðra. Ef breyting meirihlutans tæki gildi um næstu mánaðamót hækkaði daggjaldið í rúmar 24 þúsund krónur fyrir barnið. Börnin á Ósi, og þau sem eru í heils dags vistun í Sælukoti standa frammi fyrir tveimur kost- Hefðifengið kr.: Fékk kr.: 1.947.811,- 1.186.015,- 1.361.373,- 1.544.464,- 767.854,- 2.491.757,- um: Heimilinu þeirra verður þreytt í leikskóla og dagmamma fundin fyrir þau hinn helming dagsins, eða þau yfirgefa barna- heimilið sitt og hefja vist á nýjum stað, hjá dagmömmu úti í bæ. Spurning um dagvistarstefnu Ég hef tíundað svo rækilega áhrif breytinganna á þau heimili sem einmitt nú nýta sér styrk borgarinnar, til þess að fólk megi átta sig á inntaki þeirra. En auðvitað er þetta ekkert einka- mál barnanna á heimilunum þremur eða foreldra þeirra. Mál- ið snýst um dagvistarstefnu borgaryfirvalda og snertir Reykvíkinga almennt. Reykjavíkurborg getur aðeins boðið 43% forskólabarna pláss á eigin barnaheimilum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lagt ofur- áherslu á leikskóla, þ.e.a.s. 4-5 tíma vistun. Dagheimili bjóðast því aðeins tæplega 14% barna uppað skólaaldri. Þjónusta af svo skornum skammti er fjarri öllu lagi, þegar staðreyndin er löngu orðin sú, að stærstur hluti for- eldra vinnur utan heimilis. Dagheimilin eru að langmestu leyti nýtt af forgangshópum, þ.e. börnum einstæðra foreldra, námsmanna og starfsfólks heimilanna. Önnur börn eiga hverfandi möguleika á að komast þar inn. Hitt er ljóst, að 4-5 tíma vistun á leikskóla nægir ekki nærri öllum, og því er algengt að börn séu vistuð á tveimur stöðum daglega, eða dvelji daglangt á einkaheimili hjá dagmömmu. Ég hef ekki heyrt nokkurn halda því fram að daglegur Kristín Á. Ólafsdóttir er borgarfuli- trúi fyrir Alþýðubandalagið. „ Og vitað er að margir foreldrar kjósa börnum sínum fremur vel búið barnaheimili með sér- menntuðu starfsfólki, en einkaheimili dagmömmu með misgóðar aðstœður og enga tryggingu um áframhaldandi vist- un. Þriðjudagur 28. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.