Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Grikkland. Tekur við forystu í EBE Papandreou: Við erum talsmenn jafnaðar. Atvinnuleysi, eftirlaun og heilbrigðismál verða í brennidepli Afundi leiðtoga Efnahags- bandalagsins (EBE) í Hanno- ver í V-Þýskalandi munu Grikkir taka við forystuhlutverkinu af V- Þjóðverjum og gegna því næsta hálfa árið. Ríkisstjórn Papandre- ous mun ieggja áherslu á önnur mál en forverar hans, ef marka má yfirlýsingar forsætisráðher- rans á leið sinni til Hannover á sunnudaginn. Undir forystu V-Þjóðverja hafa efnahagsmálin mótað alla umræðu innan bandalagsins. „Við munum einbeita okkur að félagsmálum í Efnahagsbanda- lags-ríkjunum og efla tengsl bandalagsins við ríki utan þess. Atvinnuleysið, eftirlaunin og heilbrigðisþjónustan verða okkar aðalmál. í þessu sambandi er rétt að benda á hinn mikla mun sem er á ríkjum Norður- og Suður- Evrópu. Við erum talsmenn jafn- aðarstefnunnar í efnahagsmálum Evrópu,“ sagði Andreas Papand- reou. Hann sagði einnig að Grikkir vildu efla tengsl við ríki sem væru utan bandalagsins og hefðu lýst ábyggjum sínum yfir þróun mála eins og Noregur og Sviss hefðu gert. Þá hafa nokkrar arabaþjóð- ir t.d. Túnis lýst yfir áhuga á því að nálgast frekar Efnahags- bandalagið. Papandreou hefur nýlega gert breytingar á ríkisstjórn sinni sem miða að því að gera forystu Grikkja í Efnahagsbandalaginu markvissari. Sérstakur ráðherra fer með málefni sem tengjast Efnahagsbandalaginu og á að undirbúa utanríkisviðskipti Grikkja fyrir opnun Evrópu- markaðarins 1992. Þá hefur sonur forsætisráðherrans tekið sæti í stjórninni sem ráðherra mennta- og kirkjumála. Hann heitir George eins og afi hans sem var þjóðhetja í Grikklandi. Eitt megin hlutverk George Papandreou verður að reyna að fá ólympíuleikana 1996 til Grikk- lands, ekki síst vegna 100 ára af- mælis þeirra það ár. Rcuter/-gís Nýja-Kaledónía Kanakar semja við Rocard Eyjunum stjórnað frá París í eitt ár. Fá síðan sjálfstjórnarréttindi Andreas Papandreou: Efna- hagsbandalagið verður leitt af vinstri sinnaðri stjórn hans næsta hálfa árið. Frakkland Fórstí jómfmferð Ný flugvél hrapaði í Ölpunum. 133 farþegar bjargast á œvintýralegan hátt A-320 flugvél franska flugfé- lagsins Air France fórst nálægt landamærum Sviss í útsýnisflugi með 136 manns innanborðs. Flugfélagið hafði boðið fjölda manns með í fcrðina, m.a. fjöl- miðlamönnum. Þrír farþegar fórust og um 20 slösuðust þegar vélin magalenti ofan í skóglendi. Sprengingar urðu við brotlendinguna og hún gjöreyðilagðist. Öllurn til mikill- ar gleði komust nær allir farþeg- arnir lífs af úr þessurn hildarleik og þykir það ævintýri líkast að ekki skyldi fara ver. Flugvélin er af nýrri og bylting- akenndri gerð og hafa flugmenn m.a. mótmælt því hversu flug- stjórnarklefinn er lítill. Aðeins er gert ráð fyrir 2 flugstjórnar- mönnum í stað þriggja venjulega. En slysið stendur varla í neinu sambandi við stærð stjórnklef- ans. Stjórntæki vélarinnar eru búin tölvustýrðu rafkerfi í stað hefðbundinnar vökvastýringar. Reuter/-gís. Ríkisstjórn sósíalista undir for- ystu Michel Rocard hefur komist að samkomulagi við Kan- aka á Nýju-Kaledóníu um að eyjunum verði stjórnað frá París í eitt ár. Síðan fái þær sjálfstjórn innan franska lýðveldisins þang- að til nýr samningur verði gerður árið 1998. Nú vona menn að átökum linni á eyjunum sem eru í Kyrrahafinu í um 20 þúsund km fjarlægð frá París. Til mikilla átaka kom rétt fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi og Kanakar tóku nokkra Frakka í gíslingu. „Það hafa þegar látist alltof margir. Hvernig er hægt að ætlast Tveir forseætisráðherrar Frakklands: Þeir Michel Rocard og Jack Chirac hafa beitt ólíkum aðferðum við að leysa deilur Nýju- Kaledóníumanna. til annars en að maður láti tilfinn- ingar sínar í ljós nú. Samningur- inn eykur bjartsýni mín á að hægt verði að leysa þessi mál friðsam- lega,“ sagði Michel Rocard eftii næturlangan fund með foringjum aðskilnaðarsinna. Jean-Marie Tjibaou foringi Kanaka sagði að þeir hefðu haft tvennt um að velja: „Við gátum valið um það að halda drápunum áfram og drepa hver annan eða að gera það ekki. Við völdum síðari kostinn." Afkomendur ný- lenduherranna og fulltrúar frönsku stjórnarinnar á eyjunum gáfu einnig eftir og leiðtogi þeirra, Jacques Lafleur, sagði eftir fundinn að báðir aðilar hefðu lært að gefa og að fyrirgefa. Hann hafði áður gefið samtökum Kanaka hryðjuverkastimpil og vildi svara þeim með hörku. Reuter/-gís. V -Pýskaland Útboð - jarðvinna Hafnarfjaröarbær óskar eftir tilboðum í jarövinnu vegna nýs grunnskóla í Setbergi. Helstu magntölur eru: Gröftur 14.000 m3, fylling 13.000 m3, girðing 385 m. Verktími er frá 9. júlí til 4. september 1988. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu bæjarverkfræöings gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö á sama stað þriðjudaginn 5. júlí kl. 11.00, aö viðstöddum þeim bjóöendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Auglýsið í Þjóðviljanum Sest niður fyrir friðinn Nokkur hundruö friðarsinna lokuðu á sunnudag leiðum til birgðastöðvar í Fischbach sem geymir eiturefnavopn fyrir Bandaríkjamenn. Mótmælin fóru friðsamlega fram og talsmaður hópsins sagði að þeir ætluðu sér að loka þremur leiðum að eiturvopnabúrinu í heila viku.„Við erum ekki aðeins að mótmæla eiturvopnum heldur líka þeini dómsúrskurði sem kveðinn var upp fyrir skömmu, að það væri refsivert athæfi að setjast niður í kringum herstöðv- ar og loka leiðum til þeirra," sagði hann einnig. Einkunnarorð þessara friðar- sinna í V-Þýskalndi eru:„Setj- umst niður fyrir friðinn". Reuter/-gís. Lyfsöluleyfi er forseti Islands veitir Lyfsöluleyfi Borgarnessumdæmis (Borgarness Apótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilaö að neyta ákvæöa 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varö- andi húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúð lyfsala (húseignin Borgarbraut 23). Veröandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúöarinnar 1. janúar 1989. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa borist heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytinu fyrir 28. júlí n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 27. júní 1988 Eiginmaður minn Svavar Guðnason listmálari er látinn. Fyrir hönd aðstandenda Ásta Eiríksdóttir Maðurinn minn og faðir okkar Jón Jakob Jónsson Hjaltabakka 26, Reykjavík er lést 17. júní s.l., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. júní kl. 15.00. Málmfríður Geirsdottir Anna Guðný Jónsdóttir Freydís Huld Jónsdóttir Elín Hildur Jónsdóttir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.