Þjóðviljinn - 01.07.1988, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Qupperneq 2
„Ferð um þjóðveginn á kyrrum morgni eða tæru sumarkvöldi. Kyrrð. Náttúran er næmust í morgunsárið og í kvöldhúminu." Kjartan Lárusson erfor- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, formaður Ferðamálaráðs og hinnaog þessaraferðamála- nefnda og óforbetranlegur ferðasjúklingur. Hannermað- ur sem elskar ferðalög og allt hans líf gengur út á þau. Hann er kraftmikill maður og satt að segja átti þetta spjall sér stað á hlaupum, örskömmu áður en hann hélttil Mílanóá Ítalíu. Það var hripað niður á hrað- ferð einsog svo margt í lífi hans.Áferðinni. Ferðafrömuðurinn Astfanginnaf landinu Forréttindi að vera íslendingur. Morgunkyrrðin og tœrt kvöldhúmið aðal íslenskrar náttúru. Efönnur lönd, þá Grœnland og Fœreyjar En hvað um það. Það vekur að sjálfsögðu forvitni manns hvernig ferðafrömuður eins og Kjartan eyðir fríinu sínu. Hvert fer hann? Hvað um önnur lönd? Ætli fleiri lönd en ísland freisti hans? Ævintýri í útlandinu - ísland er náttúrlega alveg sérstakt en vitanlega eru til fleiri áhugaverð lönd. Græniand og Færeyjar, það eru áhugaverð lönd. Mér finnst þau standa mér næst. Þetta eru svo sérstök lönd og merkileg. Þjóðareinkennin eru svo afgerandi og kostir þess- ara landa eru svo sérstakir. Það eru engin Iönd þeim lík. Að þeim frágengnum sækir mest á mig að fara til Asíu og S-Ameríku. Það eru álfur sem hafa ótrúlegt seiðmagn á mig. Stórar og miklar. Ef ég gerist nú alvöru ferðamaður þá fer ég til þessara heimsálfa. f Asíu mundi ég vilja sjá Malasíu, Thailand, þó ekki Bangkok, og Kína. Nýja- Sjáland svona í leiðinni líka. Ef hinsvegar ég færi til S-Ameríku þá færi ég til Bólivíu, Chile og kíkti inn í Amason frum- skóginn... ...heillandi! - Já, ég er algjörlega og fullkomlega heillaður af and- rúmsloftinu, þessum höfuga anda og hugblæ sem ríkir þarna niður- frá. Þjóðarandinn er svo allt ann- ar en maður á að venjast og fólkið hugsar svo allt öðruvísi en við. En nóg um útlandið... Gamla, góða Island ...ég er búinn að tala svo mikið um önnur lönd, það gengur ekki. Þá ferðu kannski að halda að ég sé meira fyrir önnur lönd er ís- land. Láttu þér ekki detta það í hug. ísland er landið mitt og mér finnst það vera forréttindi að vera íslendingur og búa á íslandi. Sú vöggugjöf sem við höfum fengið að vera fædd inn í þetta land er það dýrmætasta sem við eigum í lífinu. Þetta er mín sannfæring og ég veit að það er sannfæring margra annarra. Og hver er svo munurinn á að ferðast hér á íslandi og í út- landinu? - Allar mínar bestu og sterk- ustu minningar eru af ferðalögum hér um ísland. í flokki sælustu endurminniganna sitja hin ótrú- legá sterku og seiðandi áhrif sem íslensk náttúra hefur á mann. Sú mynd sem kemur upp í hugann er ferð um þjóðveginn á kyrrum morgni eða tæru sumarkvöldi. Kyrrð. Náttúran er næmust í morgunsárið og í kvöldhúminu. Þegar maður upplifir augnabliks rósemd sem þá er kyrrðin veitir veit maður að allt annað er for- gengilegt. Ekkert situr eftir ann- að en þessi djúpstæðu áhrif sem íslensk náttúra veitir þegar hún skartar sínu fegursta. Ég er þakklátur fyrir allar þær sælustundir sem starfið hefur veitt mér. Ég held, svei mér þá, að ég sé lukkunnar pamffll. Hvernig eru fríin og um leið ferðalögin með fjölskyldunni? - Þegar ég fer í frí með mínum nánustu þá er ég ekkert að trana mínum skoðunum fram, ég fer bara þangað sem fjölskyldan vill. Helst vill ég fara á einhvern ró- legan stað, einhversstaðar útúr, sem lengst frá þeim stöðum sem ferðamenn almennt þyrpast að. Ef ég geri það ekki þá tekst mér ekki að gleyma starfinu og njóta frísins. Ef ég er innanum ferða- menn þá gleymi ég mér alltaf og Kjartan Lárusson hegða mér einsog í vinnunni, þetta er náttúrulega ákveðinn hæfileikaskortur, eða hvað finnst þér? Annars er nú megninu af minni ferðaþörf fullnægt í starfi. Ég get nefnt sem dæmi að ég ek um 30 þúsund kílómetra á ári hér innan- lands auk allra viðskiptaferðanna sem ég verð að fara í tengslum við starfið. Sumir líta svo á að það hljóti að vera einhver ævintýra- ljómi yfir öllum þessum ferða- lögum, fólk sér jafnvel fyrir sér fínt fólk í kjól og hvítu, skálandi í freyðivíni, en ég er nú bara í vinn- unni. Á ferðinni. Hvað er svona áhugavert við það? Hvaða kenndir vakna með þér þegar þú ferðast um? Er eitthvað sérstakt sem vekur áhuga þinn annað er morgunkyrrðin og kvöldhúmið sem þú minntist á fyrr? - Hjá mér sjálfum er það róm- antíkin. Ég var nefnilega dulítill flakkari í æsku og þegar ég fer um landið og mínar fornu slóðir fyll- ist ég alltaf værð og vellíðan. Minningarnar eru allt og gefa manni mikið. Maður ferðast um og rifjar upp minningar frá því fýrir óralöngu. Seinnitímaferða- lög um fornar slóðir. Mér líkar svoleiðis ferðalög. Mér finnst ég verða að fá að hvetja alla þá sem hafa minnstu þrá eða löngun til að skoða landið sitt til að láta verða af hlutunum. Heimsækja gömlu sveitina sína eða sinna nánustu og láta hugann líða um horfin lönd æskunnar og ungdómsfjörsins. Auðvitað verð- ur fólk að vera með opinn hug og ímyndunaraflið í meira lagi virkt á ferðum um fornar slóðir því sumum hefur orðið það á að byggja sér einhverjar skýjaborgir um horfnar stundir og fengið bakslag þegar á hólminn hefur verið komið. En það er með þetta einsog lífið allt. Gömlu dagarnir koma aldrei aftur og því réttast að bjóða nýja daga velkomna með opnum hug. -tt 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.