Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 3
FERÐABLAÐ Þar er með mesta mun á flóði og fjöru að finna, þar er sérkennilegt fuglalíf, þarer nær ógjörningur að telja eyjarnarogskerin, þarleggur • Breiðafjörð oftáveturnar, þar erveiddurselur, þarertíndur dúnn undan æðarkollum, þar finnst mörgum gott að vera. „Úti á Breiöafirði eru eyjarnar óteljandi, er einu nafni nefnast Breiðafjarðareyjar. Þar er fugla- líf einstakt og þar verpa óteljandi sjófuglar í hamraveggjunum. Sökum þess hve þverhníptir þeir eru og aðdjúpt næst eyjunum má víða sigla alveg utan í bjarginu. Náttúrufegurð á þessum slóðum er mikil og vinsældir Breiðafjarð- Hafsteinn Guðmundsson bóndi [ Flatey dedúar að veiðinni. Þær eru vænar og góðar lúðurnar í Breiðafirðinum, reyndar svo að Hafsteinn sést hér bregða snær- ishönk um sporðinn. Mynd Ál. Breiðafjarðareyjar Lífogfjör í ríki Ægis Eyjarnar óteljandi. Mannfólkið og náttúran í hörðu sambýli við erfiðar aðstœður en lifa samtgóðu lífi, í friði Séð útáhafið. Hafið semgefurog hafið sem tekur. Mynd Leifur. areyja sem ferðamannastaðar fara vaxandi." Þetta eru þau orð sem haft er um Breiðafjarðareyjar í ferða- handbókinni Landi. Kannski er rétt að bæta einhverju við þessa lýsingu. Meðan veturinn geisar eru eyjarnar lífvana. Ibúarnir dvelj- ast þar sumir hverjir yfir veturinn en flestir flytja upp á land. í ör- yggið og skjólið. Það er kalt í eyjunum yfir veturinn, kalt og hvasst. Búfénaður er í húsum og fuglar sjást lítið, mjög lítið. Sjór- inn ýfir sig ógurlega og brýtur á ystu eyjum og skerjum, en er hægari þegar innar kemur, ving- jarnlegri við þessar fáu en ríku sálir sem berjast við að lifa í eyjunum, lifa samt. Þannig er veturinn: kaldur og hvass. En þegar sumarvindarnir byrja að blása, fuglarnir byrja að flögra um og selurinn kemur með kópa að eyjunum færist líf í tuskurnar. Fólk streymir að úr öllum áttum og öllum landshlutum til að setj- ast að í eyjunum að sumrinu. Dúntekjan, selveiðin og lunda- veiðin eru þá lifibrauð þeirra, en þeir sem dveljast í eyjunum að vetrinum hafa einnegin fé aö sinna aukreitis við hlunnindin. Það er heillandi við eyjalífið að samgöngur eru á allt annan veg en annarsstaðar á Islandi, utan stöku eyja. Stundum sjást bílar í Flatey en þó er það ekki algilt. Fólk ferðast í bátum úr einum stað í annan og á því stöðugt allt sitt undir hafinu. Hafinu sem gef- ur og hafinu sem tekur. Fuglalífið er fjölskrúðugt og um leið sérstakt. Æðarkollan og smávaxið föruneyti hennar eru algeng sjón í ríki eyjanna seinni- part sumarsins en á svipuðum tíma láta skarfarnir og þeirra ungviði einna hæst. Garga og gagga á allt og alla. Lundinn er þá stingandi sér hvar sem er og kof- urnar í óðaönn að koma sér undan sársvöngum ránfuglum sem sitja um að næla sér í auðfengna máltíð. Það er af nægu að taka og margt að sjá í ríki Ægis, á miðjum Breiðafirðinum. -tt Upplýsingamiðstöðin Afnæguaðtaka Ferðamöguleikar innanlands eru óþrjótandi. Gistirými í um 150 gististöðum vítt og breitt um landið auk um 100 tjald- svœða. Áslaug Alfreðsdóttir: íslendingar að koma til Ef þú ert óviss um hvert þú ættir að fara í fríinu, hvað þú eigir að gera, hvernig þú ættir að bera þig að því og hvað þú þarft að legja af mörkum sjálf- (ur), er upplagt fyrir þig að líta inn á upplýsingamiðstöðina þína eða slá á þráðinn. i Reykjvíkerupplýsingamið- stöðin í Ingólfsstræti 5 en einnig eru upplýsingamið- stöðvará Akranesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsa- vík, Seyðisfirði, Höfn í Horna- firði, Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal og í Hveragerði. Á upplýsingamiðstöðunum er að finna upplýsingar um alla þá ferðamöguleika sem bjóðast hér innanlands og er sannarlega af nægu að taka. í miðstöðvunum er að finna alla þá bæklinga sem al- mennt eru ferðamönnum að- gengilegir og upplýsingar um ferðir til ákveðinna ákvörðunar- staða. Upplýsingamiðstöðin í Ing- ólfsstræti 5 er sú stærsta þeirra allra hér á landi og kallast því Upplýsingamiðstöð ferðamála á íslandi, með stórum staf. Þar eru veittar allar upplýsingar um ferðalög á fslandi, stærstu sem smæstu ferðir, auk þess sem þar er að finna upplýsingar um það helsta sem er á döfinni á hverjum stað. Þar er að finna ábendingar um hvaða staði fróðlegt er að sjá og á hvaða veitingahúsum lystugt er að snæða. Allar upplýsingar um gistimöguleika og margt fl. - Við finnum fyrir því að ís- lendingar eru að koma til, þeir eru farnir að nýta sér sjálfir okkar þjónustu og einnig ef verið er að skipuleggja heimsóknir útlend- Áslaug Alfreðsdóttir: „Það er ekki síður okkar hlutverk að hjálpa íslendingum að ferðast um eigið land.“ inga hingað, þá kemur fólk meir en áður til að fá ráðleggingar við undirbúning að ráðstefnum og öðru slíku, segir Áslaug Alfreðs- dóttir framkvæmdastjóri Upplýs- ingamiðstöðvarinnar í Ingólfs- stræti. - Auðvitað er stærsti hlutinn af okkar skjólstæðingum erlendir ferðamenn en það er samt sem áður ekki síður okkar hlutverk að hjálpa íslendingum að ferðast um eigið land, segir Áslaug. -tt ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.