Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 13
FERÐABLAÐ
Landleiðin að austan
Með Síberíulestinni til Moskvu
Fimm daga „lestarferð“ millihöfuðborga Kína ogSovétríkjanna
í túninu heima eöa allt að því: Þessi mynd frá Innri Mongólíu gæti allt eins hafa veriö tekin í Flóanum.
Síberíulestin er fimm sólar-
hringa eöa þar um bil að rúlla
frá Peking til Moskvu, og get-
ur sá sem hér krotar trútt um
talað að það sé ósköp hæfi-
legtferðalag íjárnbrautarlest.
Gagnstætt því sem margur
landinn, lítt sjóaður í slíkum
ferðalögum, virðist halda, eru
styttri vegalengdirnar að mörgu
leyti erfiðari. Til dæmis tekur það
ekki nema um einn og hálfan sól-
arhring að koma sér frá Peking til
Kanton, en það er nógu stutt til
þess að maður þykist sjá fyrir
endann á ferðalaginu þegar í upp-
hafi, og fyrir bragðið fer óþolin-
mæðin að prjóna í manni: þú
kemur þreyttur á áfangastað.
Pessu er allt öðru vísi farið í
Síberíulestinni, og augljóslega
eru það sólarhringarnir fimm sem
sjá til þess. Maður mætir til leiks
með því hugarfári að samgöngu-
tæki þetta verði samastaður
manns um sinn og hagar sér eftir
því. Mætir með bækur og blöð og
önnur tímadrápstæki til að hafa
við höndina þegar nóg hefur ver-
ið glápt út um gluggana. Og í ann-
an stað: auðvitað er það engin
hemja að ætla sér að sitja á rassin-
um allan þennan tíma, og því
dreif hávaðinn af ferðalöngunum
sig út á hverri lestarstöð þar sem
stoppað var, og gerði ýmsar im-
próvíseraðar leikfimiæfingar.
Líka var algengt að fólk tæki
sprettinn, og mátti því sjá margan
vestrænan ferðalanginn sem sam-
svaraði sér engan veginn, á harð-
ahlaupum, til að stirðna ekki á
sinni heimshornareisu, og gat
orðið tilkomumikil sjón.
Það er því síst ástæða til að láta
þvílíka ferð þvert yfir Síberíu
vaxa sér í augum. Haldið því ykk-
ar striki lesendur góðir ef þið haf-
ið skipulagt sumarfríið á þessum
nótum; ferðalagið atarna er bæði
þægilegt og skemmtilegt. Einni
skrautfjöður enn má bæta við, en
það er rétt tempó. Það er ekki
ferðalag að flengjast með þotu
heimshorna á milli á hálfum sól-
arhring og staulast svo frá borði
hinum megin á hnettinum tíma-
villtur og ruglaður. Nei, það er
eins og hver annar fraktflutning-
ur. Síberíulestin afturámóti rúllar
sína leið á góðum bílhraða en
ekki meir, og því hefur sálin
ráðrúm til að fylgjast með.
Höfundur þessa flýtisskrifs var
við nám í Peking hér á árum áður
og kom sér heim í sumarfrí eitt
árið og þá með téðri lest. Síðan
eru reyndar liðin tíu ár, og því ber
ekki að taka því sem hér fer á eftir
eins og upplýsingum í túrista-
bæklingi sem er endurskoðaður
fyrir hverja vertíð, heldur frekar
svona sem almennri ferðalýs-
ingu.
Eitt er reyndar rétt og skylt að
taka fram strax: það er bæði til
kínversk og sovésk útgáfa af Sí-
beríulestinni. Leiðin sem þær
fara er ekki alveg sú sama; kín-
verska lestin fer frá Peking og
„upp“ í gegnum Mongólíu með
viðkomu í höfuðborginni Úlan
Bator, en sú sovéska leggur Kyrr-
ahafslykkju á leið sína og fer alla
leið til Vladivostok. Því er það
sovéska lestin sem ber að taka sér
fari með ef ferðinni er heitið til
Japans, þar sem ferja siglir á milli
hafnarborgarinnar og Tókíó ef ég
man rétt. Og getur víst ekki
lengra lestarferðalag í veröldinni.
Og á hinn bóginn: Moskva er
engin endastöð fyrir téða lest ef
maður kemur að austan, þar sem
flestir halda áfram hvert á land
sem vera skal í Vestur-Evrópu,
og í leiðinni er þá allt búið með
fimm daga viðmiðunina. Eftir
stendur hitt að áætlunarferðina
Peking - Moskva má vel líta á
sem kjarna ferðalagsins.
Það er merkileg reynsla fyrir
íslending að rúlla af stað frá Pek-
ing og nágrenni, þar sem akrar
þekja hvern blett og landrýmið er
of dýrmætt til að spandera því á
búfénað, og koma von bráðar til
Mongólíu. Þetta er næstum eins
og að skreppa austur í Flóa, og
maður kannast meira að segja við
ýmsar þær jurtir að heiman sem
hér má sjá vaxa villtar við vegar-
brún. Með öðrum orðum ekkert
bara að hugurinn beri mann hálfa
leið eins og það heitir; reynslu-
heimurinn gerir líka sitt.
Ekki er sama breidd milli
járnbrautarteinanna í löndum
þessum tveim, og fyrir bragðið
þarf að skipta um alla undirvagna
á landamærunum. Kínverjareru í
þessum punkti samstíga Evrópu-
mönnum eftir því sem mér skilst,
en Sovétmenn hafa gleiðari
járnbrautarspor. Ekki sel ég þá
sögu dýrari en ég keypti að félagi
Stalín hafi komið hlutunum fyrir
á þennan veg hér í denn til að
hamla gegn innrás að vestan, en
hvernig sem því kann að vera var-
ið þarf að skipta um alla undir-
vagna í hverri ferð. Eins konar
skemma hefur verið reist í þessu
skyni með miklum hífingagræj-
um, enda ganga þessi undir-
vagnaskipti fljótt fyrir sig.
Að þessu viðviki loknu tekur
Alþýðulýðveldið Mongólía við
og síðan Síbería. Það er nú meira
hvað nafnið á þessu landflæmi
vekur upp kuldaleg hugtengsl, öll
tengd snjó, kulda, vosbúð, út-
legð, fangelsum, dauða og djöfli,
en svo þegar maður á leið um að
sumri til verður fyrir manni fólk
við heyskap á engjum, með orf og
hrífur í bland við traktorana;
sjálfsagt er engu logið um vetrar-
ríkið á þessum slóðum, en sumr-
unum verður helst lýst í einhverj-
um paradísarvendingum.
Og auðvitað fer illa fyrir ein-
hverjum bút af barnalærdómnum
manns á svona reisu: Þegar ég var
krakki í skóla og las um Kákasus-
fjöllin í landafræðinni minni, þá
ímyndaði ég mér alltaf að þessi
fjallgarður sem er svo tilkomu-
mikill á kortum og skiptir
heimsálfum að endilöngu, hlyti
að vera geysihár og tilkomu-
mikill. Miðað við þær „vænting-
ar“ var þetta allt í meira lagi koll-
húfulegt þegar lestin brunaði
þarna í gegn, og því kom maður
að minnsta kosti þessari ranghug-
myndinni fátækari yfir í Evrópu.
Hjðrleifur Sveinbjörnsson
Hústjöld þau eða yurt sem algeng eru meðal mongólsks bændafólks. „Þjónustumiðstöðin" bakatil dregur
dám af hinni hefðbundnu húsagerðarlist.
Ferðist
um
eigið land
Hefur þú kynnst töfrum
íslenskrar náttúru?
Ef svo er ekki, átt þú eftir að njóta sumarleyfis í landi, semjafnast á við þekktustu
ferðamannalönd veraldar.
Ferðamálaráð hveturalla landsmenn til aðferðast um Island ogganga vel um landið.
éF*i FERÐAMÁLARÁÐ
'ZtBF ÍSLANDS