Þjóðviljinn - 01.07.1988, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Qupperneq 5
ferö í Selin fyrir sunnan Hafnar- fjörð og gönguferð á Selatanga. Helgarferðir Við förum í heigarferðir frá því á páskum og fram að veturnótt- um. En yfir há vetrartímann skip- uleggjum við ekki helgarferðir. Við förum alltaf sérstaka ára- mótaferð í Þórsmörk og njóta þær ferðir stöðugt meiri vin- sælda. Yfir sumarmánuðina eru fastar ferðir til Landmannalauga, Þórsmerkur og norður Kjalveg. f sumar erum við með nokkuð af jöklaferðum og mætti þar nefna ferðir á Öræfajökul, Snæfells- jökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjalla- jökul og Eiríksjökul. Sumarleyfis- ferðir Við bjóðum nú upp á 27 mis- munandi sumarleyfisferðir og reynum að finna eitthvað við allra hæfi. Ferðirnar standa í 5-9 daga og er um að ræða bæði göng- uferðir, þar sem gengið er með allan útbúnað, gönguferðir þar sem höfð er föst bækistöð og svo blandaðar göngu- og ökuferðir, en í þeim sfðastnefndu tökum við yfirleitt afmörkuð svæði fyrir. Að þessu sinni varð Barðastrandars- ýslan fyrir valinu. Meðal annarra helgarferða í ár má nefna Lónsöræfi og hálendið norðan Vatnajökuls. Einnig erum við með ökuferð um Norð- Austurland, en sú ferð er liður í hringferð um landið. Laugavegurinn með ólíkindum vinsæll Svonefndar bakpokaferðir eru ríkur liður í okkar starfsemi, en í þeim er gengið með allan útbún- að. Leiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur, Laugavegurinn, er með ólíkindum vinsæl. Nú er svo til upppantað í allar slíkar ferðir. Ekið er inn í Landmanna- laugar og síðan gengið á fjórum dögum til Þórsmerkur. Á þeirri leið er gist í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn og í Emstrum. Þetta þykja nokkuð hæfilegar dag- leiðir, en heildarvegalengd mun vera 50-60 km. Hornstrandir Á reiðhjólum um landið. Myndin er tekin eitthvert sumar, einhversstaðar í Hvalfirði og er af einhverjum útlendingum á einhverjum hjólum. En kannski er það ekki það sem gefur henni gildi, heldur það að maöur kemst ekki hjá því að spyrja sjálfan sig að því hversu mörg ár líði og hversu margir bensínlítrar brenni áður en Islendingum skilst að einmitt þessi ferðamáti er svo ansi hreint kjörinn. Mynd: Ari. Hornstrandir laða en veðurfar hefur nokkur áhrif á þátttöku í ferðum þangað. Við höfum farið í Hornstrandaferðir frá 1960. Núna er boðið uppá Horn- strandaferðir, þar sem gengið er með allan útbúnað og einnig er boðið uppá ferðir til Hornvíkur þar sem gengið er út frá tjald- bækistöð. Vissulega eru bakpokaferðir ekki léttustu ferðir sem menn fara og það er ýmislegt sem menn þurfa að varast á siíku ferðalagi. Númer eitt er að bakpokinn sé ekki of þungur, 15-20 kg er há- mark. Óg það er ekki sama hvernig raðað er í hann. Ég tel ráðlegt að hafa með sér þurrfros- inn mat því hann er bæði Iéttur og orkuríkur. Þórsmörk Innan Ferðafélagsins er Þórs- mörk stundum kölluð höfuðból- ið. Um 1960 var mikið um upp- blástur í Þórsmörk, en síðan Ferðafélagið haslaði sér völl þar hefur tekist að græða landið mikið upp. Þess sér stað við Vala- hnúk og í Langadal þar sem er skáli Ferðafélagsins. GÖngustíg- ur hefur verið lagður alveg upp á hrygginn milli Langadals og Húsadals. Sömuleiðis hefur verið gerður göngustígur alveg upp á Valahnúk. Skagfjörðsskáli, hús Ferðafé- lagsins í Langadal, er vel útbú- inn. Búið er að stúka vistarverur niður í 4-6 manna herbergi, setu- stofu og verönd. Ekki spillir stórt og mikið útigrill. Skoðum landið Ferðafélag íslands er áhuga- mannafélag og starfsemin byggist á sjálfboðaliðum. í ferðum fé- lagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum fólki upp á að kynnast sögu lands- ins, dýralífi, gróðurfari og jarð- fræði. Fólk fer í slíkar ferðir sér til andlegrar og líkamlegrar heilsu- bótar. Ég er þeirrar skoðunar að hásumartímann hér á landi eigi að nota til að skoða landið. Sumarauki í sólariöndum í skammdeginu er ef til vill annað mál. Við þökkum Þórunni fyrir fróðlegt spjall. -gjh GÓÐ DEKK Á GÓÐU VERÐI WmmmmM STÆRÐ VERÐ m/söluskatti 155 SR 12 2015.- 145 SR 13 2220,- 155 SR 13 2265,- 165 SR 13 2385.- 1/5 SR14 2775.- 185 SR 14 3040.- 165SR15 2940,- 175/70 SR 13 2845,- 185/70 SR 13 2930.- 185/70 SR 14 3010- 195/70 SR14 3325. 205/70 SR 14 3600- 185/70 SR14 4200- 195/60 SR 14 4515. 205/65 SR 15 4840- Réttarháls 2 s. 84008 & 84009 • Skipholt 35 s. 31055 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.