Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 11
FERÐABLAÐ Kaupfélag Austur-Skaftfellinga býður ferðafólk velkomið í þjónustustöðvar sínar á fegurstu áningarstöðum landsins Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli: Verslun - Veitingar - Bensín, olíur o.fl. Fagurholsmyri: Alhlida verslun - Bensín, olíur o.fl. Nesjum: AlUIiða verslun - Bensín, olíur o.fl. Verið velkomin í Austur-Skaftafellssýslu Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn - SkaftafeUi - Fagurhólsmýri - Nesjum ■ ----- ------------ 1 ------ 1 —1 1 -- 1 .. ....... I Hestaferðir Ævintýri á hestbaki Áð við Hávörðu. Hestar og menn hvílast eftir langa reið. Hestaleigur eru svo að segja í hverjum hrepp hér á landi og því sannast sagna næsta létt verk að finna sér þarfan þjón og spretta úrspori um lendurog heiðar. Oftast fara ferðamenn í stuttar út- reiðar en þó eru dæmi um lengri ferðir, jafnvel alltyfir Kjöl. Oftast eru ferðimar allt frá einni klukkustund en einnig er hægt að fara í ferðir sem taka allt upp í hálfan mánuð. Pá er oftast boðið upp á fullt fæði, gistingu, ferðir frá og til Reykjavíkur, regngalla og reiðhjálma. Gist á hótelum, gistiheimilum og í fjal- lakofum. Á söguslóðum, svosem á slóð- um Njálu, er boðið upp á leiðsöguferðir með hópa, eða einstaklinga, smáferðir á afmark- aða staði, útreið með bóndanum sem hugsanlega leggur til hvaða leiðir skuli farið og margt fleira. Verð er mjög breytilegt og því næstum ógjörningur að slá á eitthvert meðalverð á meðalútr- eið. Réttast er að hafa samband við hestaleiguna og fá uppgefið verð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.