Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 10
LEIGUFLQG INNANLANDS OG UTANLANDS BÍLALEIGA A ÍSAFJARÐARFLUCVELLI _____________GQDIR LI'LAR_______________ FK2NIK2 U Alhliða flugþjónusta Mma u m iWlU m r Áætlunar-, leigu-, fragt- og sjúkraflug ISAfífíÐI - SlMI94-4200 FERÐA FÓLK Staðarskáli Hrútafirði Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruð á leið norður eða að norðan. Ef þér eruð á leið að sunnan á Strandir þá athugið að við erum 4 km frá vega- mótum Norðurlandsvegar og Strandavegar við Hrútafjarðará. ★ Tjaldstæði ★ Bensínafgreiðsla ★ Gisting ★ Fjölbreyttar veitingar ★ Ferðamannaverslun ©O ESSO og SHELL þjónusta Það stansa flestir í Staðarskála Opið alla daga frá 8 til 23,30 /mAhm Hrútafirói Simi 95-1150 Lækjargötu 8. Sími 71562 Siglufirði í Pylsur - gos sælgæti - tóbak. 2 billiardborð. Opið frá kl. 13-23.30 alla daga Allur venjulegur sj oppuvarningur. Kjúklingabitar - samlokur hamborgarar - pítur FERÐABLAÐ í nágrenni Mílanó eru vötnin fimm en þar er að finna mörg áhugaverð fiskimannaþorp. Áœtlunarflug Beint til Mílanó í síðustu viku hóf Arnarflug áætlunarflug til Mílanó. Flugið verður fyrst um sinn einu sinni f viku, á föstudögum. Ekki er að efa að margir íslendingar fagna því að geta flogið beint til Ítalíu. Mflanó hefur upp á margt að bjóða bæði fyrir þá sem vilja dvelja í stórborg, og hina sem vilja ferðast um þessar slóðir. Mflanó er miðpunktur vega- og járnbrautakerfis Norður Italíu, sem tengir saman Frakkland, Sviss og Italíu. Pannig er mjög stutt frá Mflanó til allra þessara landa. Mflanó er fýsileg borg fyrir þá sem láta sér stórborgir nægja. Hjarta borgarinnar slær í gamla kjarna hennar, milli hinnar stór- kostlegu dómkirkju og mikilúð- lega kastala, sem fyrrum var virki stjórnarherra borgarinnar. Á þessum slóðum er að finna helstu verslunargötur borgarinnar, banka, fornfrægar kirkjur og hallir, svo ekki sé minnst á La Scala óperuna, þar sem Kristján Jóhannsson gerði það gott sl. vet- ur. Fyrir alla þá sem vilja tengja saman heimsókn til stórborgar og sólardýrkun er Mflanó áhuga- verður staður. í næsta nágrenni eru vötnin fimm, sem teygja sig í átt til Alpanna. Við vötnin eru ákjósanlegir staðir til að taka sundspretti eða eyða hluta úr degi með tærnar upp í loftið og láta sólina sleikja sig. Við vötnin eru mörg fiskimannaþorp sem gaman er að heimsækja, einnig er boðið upp á bátsferðir út í eyjar þar sem margt forvitnilegt er að sjá. Fyrir þá sem frekar hafa gaman af því að labba á milli sögufrægra staða og skoða glæsileg söfn og listaverk er Mflanó kjörinn stað- ur. En þar eru mörg fræg söfn og kirkjur. Rétt er að benda á dóm- kirkjuna, en hún er ein stærsta kirkja Evrópu. Bygging hennar hófst 1386, en það tók um það bil fimm aldir að ljúka við hana. í kirkju þessari sem tekur 20.000 manns krýndi Napóleon sig sem konung ftalíu af guðs náð með járnkórónu Lombardanna. Sagt er að í henni sé nagli úr krossi Krists, en kóróna þessi er enn í kirkjunni. Of langt mál yrða að telja upp alla þá sögufrægu staði sem Mi- lanó hýsir og öll þau söfn sem þar er að fínna. En eitt er víst að þar er af nógu að taka. -sg 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.