Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 7
FERÐABLAÐ
Hvar má veiða í ánni? Hvað veiðist? í hvaða magni? Hvaða stærð má búast við? Hvenær er best að veiða í
ánni? Hvað kostar veiðiieyfið? Veiðiflakkarinn svarar þessum spurningum, en ætli þau hafi miklaráhyggjur
af því? Mynd: Ari.
Ferðaþjónusta bœnda
FLAKKARINN
nýjung í ferðaþjónustu
Gistiflakkarinn og Veiðiflakkarinn, heilsteyptferðakerfi sem
allir getanýttsér
Eitt það nýjasta í ferðaþjón-
ustu hér á íslandi ísumarer
fyrirkomulag sem Ferðaþjón-
usta bænda hefur komið sam-
an og kallast „Flakkarinn".
Það skiptist í tvo aðskilda, og
þó ekki aðskilda, hluta sem
kallast Gistiflakkarinn og
Veiðiflakkarinn.
Gistiflakkarinn er nokkurs-
konar „Bed and Breakfast" kerfi
og gildir á öllum þeim bæjum sem
teljast selja sína þjónustu undir
merkjum Ferðaþjónustu bænda.
Hægt er að kaupa miða og gilda
þeir þá sem greiðsla fyrir uppbúið
rúm og morgunmat á hvaða bæ,
hvar sem er á landinu, sem hefur
hlotið viðurkenningu Ferðaþjón-
ustunnar.
Veiðiflakkarinn er hinsvegar
þannig uppbyggður að maður
kaupir miða og framvísar honum
á hverjum þeim stað og við hvert
það vatn eða hverja þá á sem
maður ætlar sér að veiða í. Verð-
ið fyrir veiðileyfið er svo rokk-
andi milli 2 og 13 miða en hver
miði kostar nú 240 krónur. Þegar
miðarnir eru keyptir fær maður
pésa sem heitir „Veiðiflakkar-
inn“ og í honum er að finna tæm-
andi upplýsingar um hvar í ánni/
vatninu leyfilegt er að veiða,
hvað veiðist, í hvaða magni hugs-
anlega, hvaða stærð hægt er að
búast við, á hvaða tíma árs best er
að veiða í viðkomandi á/vatni,
hvaða verð er á veiðileyfinu,
hvaða þjónusta er á bænum sem
selur leyfið og margt, margt
fleira.
Margrét Jóhannsdóttir starfs-
maður Ferðaþjónustunnar sagði
er blaðamaður Þjóðviljans leit
inn á skrifstofu hennar á Hótel
Sögu að sér litist svo á að þær nýju
léiðir sem með flakkarafyrir-
komulaginu opnuðust ættu að
geta nýst öllum ferðamönnum.
Jafnvel, og kannski ekki síst,
þeim sem færu út í náttúruna í
nokkra daga, vikur eða bara í
helgarferðir. Pá væri hægt að fá
veiðiflakkaramiða og kannski
einnig gistiflakkaramiða og aka
útí náttúruna án þess að hafa
djúpstæðar áhyggjur af gistingu á
óvissum stöðum eða hótelum.
-tt
Félagsheimilið
ARNES
Tilvalinn áningarstaður á leið í
Pjórsárdal og inn á hálendið
Tökum á móti hópum af öllum stærðum
í mat og kaffi.
Verið velkomin
Sími 99-6044
Aætlun
Hríseyjarferjunnar
Sumaráætlun
15. maí - 30. september
Frá Hrísey Frá Árskógssandi
kl. 9.00 kl. 9.30
kl. 13.00 kl. 13.30
kl. 18.00 kl. 18.30
kl. 22.00 kl. 22.30
Aukaferð fimmtudaga - sunnudaga
Frá Hrísey Frá Árskógssandi
kl. 16.00 kl. 16.00
Auglýsið í Þjóðviljanum
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7