Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 9
FERÐABLAÐ FERÐABLAÐ „ Homstrandaferöirnar eru alltaf meðal almerkustu ferðanna hjá okkur.“ Úr Hornvík. Ferðafélagið Útivist hefur starfað í 13 ár, en23.mars 1975 var það stofnað. Mark- mið og tilgangur félagsins er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi. Útivist vill stuðja að því að almenn- ingur á íslandi kynnist sem best landinu sínu, fái vitneskju um hvað náttúra landsins hef- ur uppá að bjóða og fræðist um sögu þess, dýralíf, gróð- urfar ogjarðfræði. Kristján M. Baldursson: „A þessu ári höfum við bryddað upp á nokkuð merkilegum nýjungum ídagsferðum, svokölluðum ferðasyrpum." ~— merKiiegum nyjungum i aagsreroum, avurvjMuuun Margþætt ferðastarfsemi Strandganga ílandnámi Ingólfs. Fjallahringurinnvið Faxaflóa. Kristján M. BaldurssonÚtivist: Margbreytilegar nýjungar á döfinni út ársrit og hafa 13 árgangar verð- ir út gefnir. Þar er að finna stað- góðar leiðarlýsingar á ýmsum Iandsvæðum. Til að fræðast frek- ar um starfsemina sneri blaðið sér til Kristjáns M. Baldurssonar framkvæmdastjóra Útivistar. Störfum allt árið - Við leggjum áherslu á að halda uppi samfelldri starfsemi allt árið. Dagsferðir okkar eru farnar alla sunnudaga ársins. Helgarferðir frá vori og fram á haust. f ár skipuleggjum við yfir 230 ferðir, dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir. Sumarleyfis- ferðirnar eru langsamlega vinsæl- ustu ferðirnar hjá okkur. Þær standa frá fjórum og uppí fimm daga. Suð-Vesturland og helsta ná- grenni höfuðborgarsvæðisins er helsti vettvangur dagsferðanna. Þetta eru bæði lengri og skemmri ferðir. Kvöldferðir eru öll mið- vikudagskvöld frá vori til hausts. Ferðasyrpur Á þessu ári höfum við bryddað upp á nokkuð merkilegum nýj- ungum í dagsferðum, s.k. ferðas- yrpum. í ár skipuleggjum við þrjár syrpur. Sú fyrsta nefnist Strandganga í landnámi Ingólfs. Gengið verður með ströndinni frá Reykjavík til Ölfusárósa í 22 ferðum. Næsta ferðasyrpa er fjallahringurinn hringinn í kring- um Faxaflóa, en það eru 10 eldh- ressar fjallgöngur þar sem byrjað er á lægsta fjallinu en endað á því hæsta. Loka ferðasyrpan er svo Þingvallaþjóðleiðin frá Reykja- vík til Þingvalla og er hún gengin í 9 dagsferðum. Sem dæmi um aðrar vil ég gjarnan geta kvöldferðar út í Við- ey í lok júní. Við munum fylgja fordæmi Jóns Hreggviðssonar og ganga Leggjabrjót milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Við munum í sumar einsog og undanfarin sumur fara í nokkrar fjöruferðir og þar verður kræklingafjara í Hvalfirði ofarlega á blaði. Svæð- ið milli Þingvalla og Hvalfjarðar er gífurlega vinsælt svæði til gönguferða, enda býður það Útivist hefur unnið að þessum markmiðum með því að skipu- leggja lengri og skemmri ferðir um landið. Meiri áhersla er lögð á útiveru og gönguferðir en lang- akstur í bílum. 1800 félagsmenn eru í Útivist og er ungt fólk þar í miklum meirihluta. Utivist gefur Mátt þú sjá af 369 krónum á dag?* Ef svo er þá getur þú eignast tryggir 1. flökks þjonustu, sem er rómuð af öllum splunkunýja LANCIA SKUTLU! sem til þekkja.__________ * LANCIA SKUTLA kostar kr. 356 þús.kr. stgr. Útborgun kr. 89.000 eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr. 11.251 pr. mánuð að viðbættum verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu er ekki innifalinn. (Gengisskr. 23.6.88) BÍLABORG HF FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 Opið laugardaga frá kl, 1 uppáóþrjótandimöguleika,eins- vatn og Hvalskarð að ógleymd- ogLeggjabrjót, Botnsúlur, Hval- um Glym, hæsta fossi landsins. Þórsmörk efst á blaði í helgarferðum er Þórsmörk efst á blaði hjá okkur. Við eigum gistiskála í Básum, en þar er nú verið að ganga frá viðbyggingu. I Básum er góð aðstaða fyrir gist- ingu til lengri tíma. Við förum Þórsmerkurferðir ekki bara um helgar heldur líka á miðviku- dögum, þær henta þeim sem vilja hafa þar nokkurra daga dvöl. Við ætlum líka að efna til helg- arferðar um Fjailabaksleið, þ.e. Eldgjá og Landmannalaugar, en þetta er öku- og gönguferð í bland. Einnig förum við í Núp- staðarskóg og ekki ma gleyma Purkey á Breiðafirði, sem alltaf er jafn vinsæl. Áð þessu sinni verða sumar- leyfisferðir 20 talsins. Það verða ferðir þar sem gengið er út frá tjaldbækistöð. Að lokum má geta bakpoka- ferða þar sem gengið er með allan viðleguútbúnað. Hérmætti nefna sumarferð um Suð-Austurland, öku- og skoðunarferð. Hornstrandaferðirnar eru þó alltaf meðal almerkustu ferðanna hjá okkur. Þar er bæði gengið með allan viðleguútbúnað og líka gengið út frá tjaldbækistöð. í ár verða aðalbækistöðvar Útivistar á Hornströndum í Aðalvík, Hornvík og Reykjafirði. Aukinn áhugi Gildi þessarar starfsemi liggur líklega fyrst og fremst í því að kynna almenningi landið okkar. Kynna landsvæði og gönguleiðir sem fólkið þekkir lítið. Við leggj- um mikla áherslu á að kynna nýj- ar leiðir. Ég held að áhugi al- mennings hafi nokkuð aukist á slíkri ferðastarfsemi, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Áherslan í fjölmiðlum er öll á allt annars- konar ferðalögum einsog sólar- landaferðum, og það er ekki af því góða. “ _gjh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.