Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 3
Jóhann í 14. sœti á Elo- listanum Garrí Kasparov hækkar sig um 10 Elo-stig á nýútkomnum Elo- lista FIDE, alþjóðlega skáksam- bandins. Kasparov hefur nú 2760 Elo-stig en inn í þeim útreikning- um er ekki nýafstaðið heimsbik- armót í Belfort en þar vann Kasp- arov sér inn 10-15 Elo-stig. Anat- oly Karpov er í 2. sæti að venju. Það vekur mikla athygli að Nigel Short er kominn í þriðja sætið og Jóhann Hjartarson flýgur upp í 2620 Elo-stig og bætir sig um 30 stig. Þessir eru með 2600 Elo-stig eða meira: 1. Kasparov Sovétríkjunum 2760 2. Karpov Sovétríkjunum 2725 3. Short Englandi 2665 4. Beljavskí Sovétríkjunum 2655 5. Speelman Englandi 2645 6. Tim- man Hollandi 2640 7. Portisch Ungverjalandi 2635 8. Gurevich Sovétríkjunum 2630 9 Ribli Ung- verjalandi 2630 10. Invantsjúk Sovétríkjunum 2625 11. Anders- son Svíþjóð 2625 12. Salov So- vétríkjunum 2625 13. Nunn Eng- landi 2625 14. Jóhann Hjartarson 2620 15. Jusupov Sovétríkjunum 2615 16. Seirawan Bandaríkjun- um 2610 17. Tal Sovétríkjunum 2610 18. Nikolic Júgóslavíu 2610 19. Chandler 2605 20. Húbner V- Þýskalandi 2600 21. Sax Ung- verjalandi 2600 22. Sokolov So- vétríkjunum 2600. Það vekur mikla athygli að einn þessara skákmanna er al- þjóðlegur meistari, Ivantsjúk frá Sovétríkjunum bíður útnefningar sem stórmeistari en hann vann undankeppni sovéska meistar- amótsins um áramótin og hið geysisterka mót New York Open um páskana. Aðrir íslenskir skákmenn eru mun neðar á listanum. Jón L. Árnason er nú í 2. sæti 2535 stig, hækkar um 25 stig, Margeir Pét- ursson í 3. sæti með 2530 stig, lækkar um 10 stig og undirritaður með 2520 hækkar um 10 stig. Að- allið íslands á Ólympíumótinu verður skipað þessum skák- mönnum en mörgum finnst stjórn Skáksambands fslands full fljót á sér að velja varamenn sveitarinnar, því lög skáksam- bandsins má skilja á þá vegu að tvö efstu sætin á íslandsmóti gefi rétt á setu í liðinu. Þessi lög eru fyrir löngu úrelt enda taka þau ekki á neinn hátt mið af aðstæð- um í skáklífi voru. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr HELGI ÓLAFSSON er það staðreynd að aðeins örfáir skákmenn íslenskir geta staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru um frammistöðu á Ólympíu- móti. Það er skoðun undirritaðs- og eftir því sem ég kemst næst einnig forseta skáksambandsins- að einungis íslandsmeistari skuli eiga sjálfkrafa rétt á sæti í lands- liði. Raunar þurfa lög skáksam- bandsins um þessi efni, þ.m.t. landsliðflokk á Skákþingi ís- lands, að vera í sífelldri endur- skoðun. Væri ráð að Skáksam- bandið setti á laggirnar nefnd til að gera tillögur um úrbætur. Kemur Kortsnoj? Þeirri spurningu velta margir skákunnendur fyrir sér en nú styttist í heimsbikarmót Stöðvar 2. Kortsnoj er á þátttakendali- stanum en hefur gefið í skyn að hann mætti ekki til leiks. Állt er því á huldu um þátttöku Korts- nojs en vandséð er hvernig hann getur sleppt þessu móti því það er einn liður í „heimsbikarnum". Kortsnoj mun vera harla óá- nægður með niðurstöður einvíg- isins við Jóhann Hjartarson í Sa- int John í vetur og virðist draga íslensku þjóðina inn í það mál. Hann má þó minnast þess tíma er íslendingar stofnuðu hverja nefndina á fætur annarri til stuðn- ings honum og fjölskyldu. Altént er hann velkominn gestur því á IBM-mótinu í fyrra tefldi hann allra manna skemmtilegast gerði t.a.m. aðeins eitt jafntefli í ellefu skákum. Jón Garðar Viðars- son íslandsmeistari í At-skók Eitt það fyrirbrigði sem rutt hefur sér til rúms í skákheiminum er „Active-chess“ sem hefur hlotið þýðingu „At-skák“. Hvor keppandi hefur Vi klst. til að ljúka skákinni og er skylda að skrifa skákina þar til u.þ.b. 10 mínútur eru eftir. Nýlega fór fyrsta Evrópukeppnin fram í Gi- jon á Spán og lauk með sigri Anatolys Karpov. Um síðustu helgi gekkst Skáksamband ís- lands fyrir fyrsta íslandsmótinu í þessari grein. Að stórmeisturun- um undanskildum voru margir bestu skákmenn landsins meðal þátttakenda, alls 60 þátttakendur og urðu úrslit þau að Akureyring- urinn Jón Garðar Viðarsson bar sigur úr býtum hlaut 9 vinninga af 11 mögulegum. í 2.-3. sæti urðu Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson með 8V2 vinn- ing. Þröstur var í efsta sæti lengst af en hann tapaði næstsíðustu umferð fyrir Tómasi Björnssyni og við það komast Jón Garðar í efsta sætið. Sævar Bjarnason varð í 4. sæti með 8 vinninga og Tómas Björnsson í 5. sæti með IVi vinning. Æðri menntun Dr.Paul McCaitney Fyrrum Bítill og núver- andi einfari í dægurheimin- um, sjálfur Paul McCartney, er ekki lengur Páll heldur doktor Páll. McCartney var semsagt veitt heiðursdoktorsnafn- bót við háskólann í Sussex hér á dögunum. Hví? Háyf- irvöld skólans kveða hann hafa veitt miljónum manna, ef ekki miljörðum, ómældar ánægjustundir með söng og hljóðfæraleik. Dr.McCartney er fyrsti popparinn sem er þessa heiðurs aðnjótandi. Hann er sem kunnugt er moldrík- ur og 46 ára gamall. Bítiarn- ir létu af störfum árið 1970. Málsvari háskólans varði þessa furðulegu ákvörðun með stórfurðulegum staðhæfingum: „Hann hefur veitt mönnum unað og al- sælu á liðnum árum því hann er prýðilegt tónskáld. “ Paul McCartney aflar sér doktorsnafnbótar. Jóhann Hjartarsón ér nú stigahæsti íslenski skákmaöurinn og er í 14. sæti á heimslistanum með 2620 Elo-stig. Ljósm: C. Jaeg. Ofna- stærðir: L. 40-300 sm H. 20.0 sm 55.0 sm 27.0 sm 65.0 sm 32.0 sm 86.0 sm 45.0 sm Allir ofnar frá okkur afhendast fullmálaðir og innpakkaðir. 5 ára ábyrgð. Önnumst flutning viðtakanda að kostnaðarlausu. Ofnasmiðja Björns Oddssonar Lagarbraut 7 - Sími 97-11665 Heimasími 97-11491 701 Egilsstaðir Kjörbók Landsbankans L v Lapdsbanki Sættu þiq ekki við læqri ávöxtun. íslands 1 Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.