Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 7
Andlit úr djúpi gleymskunnar Svipast um á myndlistarsýningu í Leníngrad Ég hafði frétt af lítilli sýningu í Leníngrad á verkum nýlátins listamanns, Pjotrs Bélovs. Ég vissi ekki margt um þann mann, hann var fæddur 1929 og lést fyrirfáum mánuðum, lengst af starfaði hann sem leikmyndahönnuður. Sýning- in var lokuð þegar ég barði að dyrum en vinsamleg kona hleypti inn gesti langt að komnum. Pjotr Bélov hefur ekki haft hugann við það síðustu mánuðina sem hann lifði, hvort hann gæti lostið landa sína furðu með list- rænum nýmælum. Enda liggja þau víst ekki á lausu eftir allt sem á hefur gengið í myndlistarheimi undanfarna áratugi - og hafa þau tíðindi vitaskuld einnig náð til So- vétríkjanna. Því handbragð og hetjudýrkun og fegrun veru- leikans sem þóttu einkenna svo- nefndan sósíalrealisma í mynd- list, hafa öll verið á undanhaldi árum saman. Nei, Bélov hefur verið að reyna annað. Hann hef- ur viljað túlka í myndum þann sársauka sem inni fyrir bjó, þá pólitísku reiði, andmæli gegn op- inberri lygi um veruleika og sögu. Boðskapur og raunsœi Dæmi: Stór sígarettupakki af gerðinni Bélomorkanal - en svo- heitir skipaskurður mikill frá Hvítahafi sem allir vita nú að grafinn var af pólitískum föngum og kostaði miklar mannfórnir. Boðskapurinn mjög skýr: inn í pakkann gengur löng og dapurleg fylking þeirra fanga sem ekki eiga afturkvæmt frá skurðinum. Annað dæmi: Stærsta mynd sýningarinnar sýnir mikinn fjölda agnarsmárra sovéskra hermanna sem hin styrka hönd Stalíns sópar fram gegn þýskum skriðdrekum, sem rista mikla fleyga í fylking- una. Hönd hins sterka manns heldur á frægri pípu, og hann hef- ur hent frá sér eldspýtu mikilli sem kannski mun kremja til bana hundrað manns eða fleiri, en hvað um það: var ekki vígorð Sta- líns: Það fljúga spænir þegar skógur er höggvinn? Þriðja dæmi: ísabrot; það er að hlýna, vetur hörfar. A ísnum er allskon- ar óþverri og rusl, slitur af Pröv- du með mynd Brézjnevs, tæmd vodkaflaska, matarleifar, gadda- vírsbútur. En upp á milli ísflaga kemur hreint vatn og úr djúpi Og úti á götum er búið til „kitsj“ fyrir túrista. þess horfa andlit þau sem reynt var að gleyma - andlit Búlgakovs og Tarkovskís, Önnu Akhmato- vu og Pasternaks... Fjórða dæmi: Hvar fæ ég höfði hallað? Og þá hefur Bélov eins og margir aðrir farið að leita að sín- um rótum, að því þjóðlega með trúarlegu ívafi. í hálfrökkri standa litlar og fornar kirkjur á vatnsbakka og hvelfingar þeirra hafa breyst í kerti, í ljós sem skín í mykrinu. Þessi list er í rauninni öll í rússneskri raunsæishefð: mynd- irnar eru í sterkum og þekkjan- legum tengslum við bók- menntimar og söguna, myndirn- ar flytja boðskap. Munurinn er sá, að þær lýsa því ekki yfir að allt sé í besta gengi í besta hluta heimsins, þær segja frá miklum harmi, miklum trega. En myndlistarfrelsið kemur vitanlega fram með margvís- legum hætti öðrum. Það kemur fram í súrrealískum sprettum, formfrelsi margvíslegu. Það kem- ur líka fram í því, að myndlistar- nemar auka tekjur sínar með því að mála „falleg" portrett af veg- farendum úti á götum, eða þá skopmyndir af þeim. Það kemur líka fram í sviplitlum og snotrum túristamálverkum af frægum kirkjum og ýmislegri sérrússne- skri dýrð, sem götusalarnir hafa á boðstólum í sínu einkaframtaki Þetta er allt til. En hvernig sem því við víkur: tvískiptin í „opinbera“ list og „neðanjarðarlist“ er á miklu undanhaldi í Sovétríkjunum. Vit- anlega njóta þeir meiri forvitni sem eru nýkomnir úr banni: fyrir skömmu sóttu fimmtíu þúsund manns í Leníngrad sýningu hóps sem kallar sig „Tilraunalista- menn“. Sú sýning stóð í tíu daga. Til samanburðar má geta þess að aðeins 30 þúsund manns sóttu sýningarsal Leningradeildar Sambands sovéskra myndlistar- manna allt árið 1987. áb Hin styrka hönd Stalíns sópar hermönnum smáum gegn skriðdrekum Jevgení Jevtúshenko K Gegn niðuriœgingu Þaö er niðurlægjandi að við getum enn ekki brauðfætt okkur sjálf og kaupum korn og smjör, kjöt og ávexti og græn- metierlendisfrá. Það er niðurlægjandi að við getum enn ekki klætt okkur sjálfvel, heldurerumá hlaupum eftir útlendum tusk- um. En okkur bjargar hvorki Cardin né Burda - við verðum að sauma sjálf þannig að so- véska þjóðin þurfi ekki að skammast sín fyrir klæði og skæði. Það er niðurlægjandi að við skulum enn ekki eiga nóg af lyfj- um fyrir þjóð okkar. Það er sárt að sjá gamla hermenn koma í ap- ótek með sínar orður í barmi til að frekar sé eftir þeim tekið en lyf sem þeir hafa fengið ávísanir á eru samt ekki til. Það er skelfilegt að sjá mæður hlaupa eins og særða fugla milli apóteka með lyfseðla fyrir börnin og lyfjafræð- ingana sem líta undan augnaráði þeirra. Lyfjaskortur er svik við mannslífin. Niðurlægjandi er bókaskortur- inn - og svik við mannsandann. Niðurlægjandi er tölvuskortur- inn - og svik við tæknihugsun samtímans. Niðurlægjandi er það kerfi sem enn ríkir um ferðalög til útlanda og brýtur stjórnarskrána, hve miklu sem lofað er um úrbætur. Opna ber dyr upp á gátt öllum sem fara vilja fyrir fullt og allt, nema í þeim sérstöku tilvikum þegar um menn sem fara með ríkisleyndarmál er að ræða. Það er niðurlægjandi að halda fólki með valdi. Og ekki ber að skoða alla sem fara sem óvini heldur leyfa þeim að koma aftur og flytja heim aftur. Hví ekki að láta hvern Sovétborgara fá vegabréf til þriggja ára svo hann geti ferð- ast með það eða þegið boð að vild? En skelfilegast er þegar við, niðurlægðir af einhverjum, för- um að bæta okkur það upp með þeim ódýra hætti að niðurlægja aðra. Að auðmýkja aðra líkist mest skelfilegustu eiturlyfja- neyslu. Glasnost er stríðsyfirlýsing gegn „hyldýpi niðurlægingarinn- ar“. Glasnost er bardagi fyrir fé- lagslegri reisn mannsins. I marg- radda kór sósíalískrar umræðu alast menn upp í umburðarlyndi - án þess að við umberum það að menn niðurlægi hver annan. Jevtushenko: Glanost er stríð gegn niðurlægingu og elur okkur upp i umburðarlyndi. num HeyrtogséðíSovétríkjunum Heyrtog séð í Sovétríkjunum Heyrtogséðí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.