Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 10
Kennarastaða Tvo kennara vantar að Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Meðal kennslugreina eru íþróttir. Upplýsingar veita Unnar Þór, sími 98-68831 og Þorfinnur, sími 98-68863. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Þroskaþjálfar Svæðisstjórn málefna fatlaðra Austurlandi auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar, frá hausti eða eftir nánara samkomulagi: Tvær stöður deildarþroskaþjálfa á þjónustumið- stöðinni Vonarlandi, Egilsstöðum. Ein staða deildarþroskaþjálfa á sambýlinu Stekkjartröð 1, Egilsstöðum. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar um starfssvið og starfstíma gefa forstöðumaður Vonarlands í síma 97-11577 á skrifstofutíma og forstöðumaður sambýlisins í síma 97-11877 frá kl. 8-13. Umsóknir óskast sendar á sömu staði. Selkórinn Selkórinn óskar eftir kórstjóra fyrir næsta starfs- ár, ’88-’89. Þeir sem áhuga hafa sendi upplýsing- ar á auglýsingadeild Þjóðviljans fyrir 1. ágúst merkt „Selkórinn“. ÞJÓÐVILJINN blaðið sem vitnað erí . <öVV '4 ÖKUM EINS OG MENN! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki! u UMFERÐAR RÁÐ Breytingar í alþjóðannálu Heimsm Morgunbk mun hn Svavar Gestsson skrifar Stundum er eins og tíminn standi kyrr í mörg ár eða ára- tugi. Svo fara hlutirnir að hreyfast og breytingar eiga sér stað á augnabliki; breytingar sem maður hefði ella haldið að tækju mörg ár eðajafnvel áratugi. Þegar við lesum almenna texta ta um afvopnunar- og friðarmál frá í fyrra eða hitteðfyrra er víð- ast gert ráð fyrir óbreyttri eða lítt breyttri þróun í afvopnunarmál- um og alþjóðamálum eða svip- aðri og átti sér stað allan þann tíma sem forystan í Moskvu var í höndum Brésnefs - Tsjernenkos og sem völdin í Washington voru í höndum Nixons - Reagans. Nú á skömmum tfma hafa hins vegar átt sér stað sviptingar, breyting- ar, sem hefðu verið taldar órar fyrir aðeins fáeinum misserum, breytingar sem eru svo þýðing- armiklar að sennilega hafa ekki nærri allir áttað sig á þeim enn þann dag í dag þrátt fyrir mikla umræðu að undanförnu. Þegar breytingar verða eiga fjölmiðlar auðvitað að gera grein fýrir þeim og afleiðingum þeirra eins og framast er kostur. Þar bregðast íslenskir fjölmiðlar að nokkru leyti. Það er sumpart vegna þess að breytingarnar eru þessum fjölmiðlum ekki þóknan- legar. Breytingarnar kollvarpa heimsmynd sem þeir hafa verið að búa til eða að reyna að búa til í áratugi. Skýrasta dæmið er Morgunblaðið en heimsmynd þess í utanríkismálum er nú hrun- in og blaðið veit ekki enn hvað á að koma í staðinn. Stundum heyrðist það á hinu langa og vissulega oft þreytandi skeiði stöðnunar og/eða útþenslu vígbúnaðar að stefna okkar um brottför hersins og úrsögn úr NATO væri röng og að hún væri óraunsæ og að gagnslaust væri að halda henni fram. NATO-sinnar sögðu: Heimurinn er eins og við höfum alltaf sagt að hann hlyti að verða, þar sem ógnarjafnvægi stórveldanna tryggir friðinn. Sem betur fer hvikaði Alþýðu- bandalagið aldrei frá sinni stefnu enda er nú að koma á daginn að auðvitað var hún rétt, því það er rökréttara að standa með lífinu, afvopnun, en dauðanum, vígbún- aðinum. í þessari samantekt ætla ég að nefna tvennt sem skiptir máli í þessu sambandi og getur varpað sterkri birtu á hina jákvæðu þró- un. Það er annars vegar umræðan um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum og það er hins vegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál sem haldið var í júnímánuði sl. Sundrun Norðurlandanna og síðar samvinna þeirra Norðurlönd klofnuðu í utan- ríkismálum í upphafi kalda stríðs- ins. Hugmyndirnar um norrænt öryggisbandalag voru eyði- lagðar, fyrst og fremst af stór- veldunum. ísland, Noregur og Danmörk urðu aðilar að NATO, en Finnland og Sviþjóð stóðu og standa utan hernaðarbandalag- anna, Finnland hefur þó sérstak- an samning við Sovétríkin. Norðurlandaþjóðirnar eiga hins vegar svo margt sameiginlegt að þær geta ekki starfað aðskildar og þess vegna varð Norðurlandaráð til. Þar var fjallað um öll mál sam- eiginleg - nema utanríkismál. Það var í öndverðu bannað, en þó hefur alltaf verið fjallað um utan- ríkismál í almennu umræðunni á þingum Norðurlandaráðs. En Norðurlandaráð hefur ekki tekið utanríkismál af neinu tagi til af- greiðslu. Þess vegna var norræna þingmannaráðstefnan í árslok 1985 tímamótaviðburður. Hana sóttu þingmenn frá nær öllum flokkum á Norðurlöndum (öllum íslenskum flokkum) eða 47 þing- flokkum alls. Á b(“'xwöuríc>nd Itjal'ci^nað utn .5u,l0nd sem kjariióiKuvopnalaust svæði. Þannig hefur þróunin orðið frá sameiningu til sundrungar. í framhaldi af þessum fundi varð til þingmannanefnd með þingmönnum frá öllum Norður- löndunum sem fjallað hefur um tillögu að grundvelli fyrir kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. (Hér eftir skammstafað KVLNL). Þessi þingmannanefnd hefur haldið marga fundi og á fundum hennar var meðal annars tekist á um það hvort ísland ætti að vera með sem hluti af KVENL eða ekki. Aftur og aftur hafa heyrst raddir um það í þingmann- anefndinni að ísland ætti ekki samleið með hinum Norðurlönd- unum vegna herstöðvarinnar hér. Ég datt ofan á þá formúlu á ráðstefnunni að segja, að ef ísland verður ekki meö þá verður það að vera Auglýsið í Þjóðviljanum 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN*Sunnudagur 17. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.