Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 11
n ynd aðsins 'nja ákvörðun íslendinga sjálfra. Það er ekki ykkar hlutverk, sagði ég í ræðunni á ráðstefnunni í lok nóv- ember 1985, að kljúfa ísland frá Norðurlöndunum. Ef það verður að gerast þá verða íslendingar að gera það. Og ég hef satt að segja oft þurft að grípa til þessarar for- múlu á fundum þingmanna- nefndarinnar um KVLNL og okkur hefur tekist að tryggja að ísland og hinar eyþjóðirnar í Norður-Atlantshafinu eru með í öllum textum nefndarinnar. Hún er gjarnan kölluð Ankersnefndin því hún er undir forystu Ankers Jörgensens fyrrverandi formanns danska jafnaðarmannaflokksins. íslendingar hafa átt fjóra fulltrúa í nefndinni, einn frá Alþýðu- bandalaginu, einn frá Alþýðufl- okknum, einn frá Framsóknar- flokknum og einn frá Samtökum um kvennalista. Sjö grundvallaratriði í júní í fyrra, 1987, gekk þing- mannanefndin frá nokkrum pól- itískum meginatriðum sem hún telur að marka eigi rammann fyrir KVLNL. Pessi grundvallar- atriði eru: 1. Við teljum að KVLNL eigi að vera framlag Norðurlandanna til afvopnunar og slökunar í Evr- ópu. KVLNL nær til allra Norðurlandanna, þar með talin Færeyjar og Grænland. 2. Við teljum að auk landanna sjálfra eigi KVLNL að ná til land- helgi ríkjanna. 3. Við teljum að KVLNL eigi að ná til lofthelgi ríkjanna. 4. Við teljum óhjákvæmilegt að aðildarlöndin skuldbindi sig til þess að framleiða aldrei né held- ur að nota nokkurn tímann né að taka á móti kjamorkuvopnum. 5. Við teljum óhjákvæmilegt að þau kjarnorkuveldi sem eiga kjarnorkuvopn í Evrópu verði með einum eða öðmm hætti aðil- ar að þessum samningi um KVLNL og að þau skuldbindi sig til þess að beina aldrei kjarnorku- árás að skotmörkum innan nor- ræna svæðisins. 6. Við leggjum áherslu á að dregið verði úr kjarnorkuvígbún- aði á aðliggjandi svæðum og að þau verði einnig ömgglega kjarn- orkuvopnalaus. Dæmi um það er Eystrasaltið. Það verður að vera k j arnorku vopnalaust. 7. Við munum beita okkur fyrir því að setja upp eftirlits- stofnun til þess að fylgjast með framkvæmd ákvæðanna um KVLNL. Petta eru nokkur grundvallar- atriði. Afturhaldið reynir að hindra árangur Þegar þingmannanefndin hatöi hafði starfað um hríð lagði hún til að sett yrði á laggirnar norræn embættismannanefnd til þess að fylgjast með þróun mála. Utan- ríkisráðherrar Norðurlanda sam- þykktu að setja niður slíka emb- ættismannanefnd á fundi sínum í mars 1987. Embættismannanefn- din hefur lítið sem ekkert gert vegna þess að innan hennar eru embættismenn sem hafa fyrir- mæli um að tefja verkið eins og kostur er. Aðallega eru það auðvitað fulltrúar dönsku ríkis- stjórnarinnar sem draga lappirn- ar í nefndinni. Og auðvitað verð- ur það að viðurkennast að fulltrú- ar íhaldsaflanna á Norðurlöndum hafa allan tímann og alveg frá upphafi gert allt sem þeir hafa getað til þess að koma í veg fyrir að árangur næðist í umræðunum um KVLNL. Aðalröksemd afturhaldsafl- anna gegn KVLNL hefur verið sú að ekki mætti ákveða einhliða bann við kjarnorkuvopnum á Norðurlöndum. Auðvitað ekki! Auðvitað hefur alltaf verið lögð áhersla á það af okkur að KVLNL er hluti af allsherjaraf- vopnun. Þess vegna höfum við meðal annars bent á að ákvörðun um KVLNL er í samræmi við á- kvarðanir sem þegar hafa verið teknar: Fyrst um kjarnorku- vopnalaust Suðurskautsland. Síðan um kjarnorkuvopnalaust svæði í Suður- og Mið-Ameríku og síðan kjarnorkuvopnalaust svæði í Suður-Kyrrahafi, Raratonga-samkomulagið sem lokið var fyrir tveimur árum. Og auðvitað er KVLNL í samhengi við hina alþjóðlegu þróun þegar í gangi eru viðræðurnar um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Balkan- skaga og um kjarnorkuvopna- lausan „gang“ niður eftir Mið- Evrópu, en valdaflokkurinn í Austur-Þýskalandi og stjórnar- andstöðuflokkurinn í Vest- ur-Þýskalandi hafa þegar fyrir löngu náð samkomulagi um það hvernig slíkt svæði ætti að skipu- leggja. Viðrœður fara fram í Washington og Moskvu Ankersnefndin hefur ekki látið sitja við orðin tóm og hefur hald- ið áfram starfi sínu eftir að hún gekk frá grundvallaratriðunum sjö í fyrra. Nefndin hefur nú ný- lega ákveðið að ræða við þing- menn í Moskvu og Washington um fyrirætlanir okkar. Fer hluti hennar til Washington í lok sept- ember og annar hluti nefndarinn- ar til Moskvu í byrjun október. Málin eru því á mikilli hreyfingu og leiðin að KVLNL virðist nú greiðari errnokkru sinni fyrr. Það verour enn betur rökstutt með þvf að víkja næst að allsherj- arþinginu um afvopnunarmál sem haldið var í New York í jún- ímánuði og ég var sendur til sem fulltrúi Alþýðubandalagsins, eini þingmaður stjórnarandstöð- unnar. Þriðja aukaþingið um afvopnunarmál Þriðja aukaþingið um afvopn- unarmál er haldið þegar fundur leiðtoga risaveldanna í Moskvu stendur yfir. Þingið er þess vegna haldið á þeim tíma þegar mikil tíðindi eru að gerast í afvopnun- armálum á öðrum vettvangi. Það var því ekki við því að búast að þar yrðu mikil undur samþykkt, en samkoman sýndi samt mjög vel að öll afvopnunarmálin eru á hreyfingu í jákvæða átt. Ég ætla í þessari samantekt að nefna nokk- ur dæmi: 1. í ræðu utanríkisráðherra Sovétríkjanna á þinginu kom fram að hann telur raunhæft að stefna að því að ríki hafi lagt nið- ur allar herstöðvar utan eigin landamæra fyrir aldamót. Þetta er mikilvæg yfirlýsing og hún er gefin í framhaldi af því sem er að gerast í Afganistan þessa dagana þar sem Sameinuðu þjóðirnar fara með eftirlitshlutverkið með- an hinn erlendi her er fluttur úr landinu en það er það sama og við höfum alltaf talið eðlilegt og nauðsynlegt að gerðist hér um leið og bandaríski herinn færi héðan og um leið og ísland yfir- gæfi hernaðarbandalagið. 2. Þriðja aukaþingið um af- vopnunarmál er haldið á sama tíma og stórveidin hafa undirrit- að sinn fyrsta samning um að draga úr vígbúnaði. Það er með öðrum orðum verið að skrifa nýja sögu frá og með árinu 1988, eða eigum við kannski að segja frá og með árinu 1986 þegar fundur ris- aveldanna var haldinn í Reykja- vík. 3. Þriðja aukaþingið gekk út frá því að kjarnorkuafvopnun njóti forgangs í afvopnunarmál- um. 4. Augljóst er að unnið verður markvisst að því að fleiri ríki verði aðilar að samningnum um að dreifa kjarnorkuvopnum ekki víðar en þegar hefur átt sér stað. 5. Það er greinileg tregða af hálfu Bandaríkjamanna að koma af stað viðræðum um að draga úr hefðbundnum vopnum, en þær viðræður hljóta að hefjast líka innan skamms. 6. Skammt er í land að samn- ingar takist um að banna efna- vopn. 7. Andstaða er við það að fjalla um afvopnun og vígbúnaðareftir- lit í höfunum, en greinilegt er af umræðum á allsherjarþinginu að þær viðræður munu einnig hefj- ast innan langs tíma. 8. Loks er augljóst að eigi að takast að semja um víðtæka af- vopnun mun hlutverk Samein- uðu þjóðanna styrkjast frá því sem nú er því eftirlit verður að vera á vegum þess aðila sem flest- ir treysta eða eigum við kannski að segja á vegum þess aðila sem fæstir vantreysta. Þingið gerði enga formlega samþykkt en af þessari upptaln- ingu má vera ljóst að það er þung- ur straumurinn með afvopnun og friði, þyngri en nokkru sinni fyrr á eftirstríðsárunum. Horfir þannig við íslendingum Þessi heimsmynd horfir nú þannig við fslendingum: 1. Island getur orðið hluti af kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Þar með höfum við aðgang að norrænni eftirlits- stofnun sem á að fylgjast með af- vopnun og á einnig að hafa for- sendur til þess að tryggja að ekki verði um endurvígvæðingu að ræða. 2. Bandaríski herinn mun fara héðan, ef ekki fyrir okkar til- verknað þá fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar. Dukakis sem gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir, að draga verði úr kostnaði við herstöðvar Bandaríkjanna hefur hótað lokun stærstu herstöðva Bandaríkjanna erlendis. Utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna er- lendis - af kostnaðarástæðum. Það bendir því allt til þess að bandarískir skattgreiðendur gangi í lið með okkur herstöðva- andstæðingum á Islandi. 3. Hernaðarbandalögin í nú- verandi mynd verða lögð niður. í staðinn tekur við víðtækt alþjóð- tegt oryggiskerfi sem Islendingar verða aðilar að. Niðurstaðan verður því sú að heimsmynd Morgunblaðsins hrynur en upp rís nýr heimur af- vopnunar og friðar. Getur eitthvað breytt þessu? Vissulega. Ef endurbótavið- leitni Gorbatsjovs rnistekst, ef vígbúnaðaröflin ná undirtökun- u;n í Bandaríkjunum á ný og ef íhaldsflokkamir halda áfram valdataumunum í Vestur-Evrópu er þessi heimsmynd sem ég hef hér dregið upp vissulega í hættu. En þó slíkt gerðist tímabundið er enn von fyrir stafni. Það gerir fólkið sem af mörgum ástæðum neitar að taka þátt í því að mála heimsmynd dauðans og tortím- ingarinnar upp fyrir börnum sín- um og barnabörnum. (Að mestu samhljóða erindi á stjórnarfundi Æskulýðsfylking- arinnar 10. júlí s.l.) Sunnudagur 17. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.