Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 13
AB-ferð „Landið, þjóðin, sagan" Stefanía Traustadóttir segir frá ferð Alþýðubandalagsins 2. júlí s.l. - MyndirnartókSig. Eins og lesendum Þjóðviljans á að vera kunnugt þá efndi Al- þýðubandalagið í Reykjavík til heilmikillar skemmtiferðar vest- ur um Borgarfjarðarhérað laug- ardaginn 2. júlí s.l. Hér var þó ekki eingöngu um skemmtiferð að ræða í venjulegum skilningi, heldur komu allir stórum fróðari heim en þeir fóru. Á miklu veltur að ferð sem þessi sé vel og vandlega undirbú- in og þarf þá að mörgu að hyggja. En hér fór ekkert í handasicolum um undirbúning enda mikið áhuga- og atgervisfólk, sem að undirbúningnum stóð. Það voru þau StefaníaTraustadóttir, Svav- ar Gestsson, Dagný Haraldsdótt- ir, Árni Páll Arnason, Reynir Ingibjartsson og Jóhanna Leó- poldsdóttir. Fullkomið kynja- jafnrétti eins og vera ber. Frá þessari ferð hefur lítillega verið greint hér í blaðinu en það ætti engan að saka þótt það sé gert nokkuð gerr. Skal það þó ekki endurtekið, sem áður hefur verið sagt. Og þegar Stefanía Traustadóttir leit hér inn á blaðið þótti ekki áhorfsmál að inna hana frekar eftir ferðinni. Mikil vinna býr að baki - Nú varst þú ein af þeim, sem undirbjóst og skipulagðir þessa ferð, Stefanía, liggur ekki mikil vinna í slíkum undirbúningi? - Jú, að baki svona ferð liggur mikil vinna og raunar miklu meiri en ætla mætti. Við settum okkur það markmið í upphafi að þátt- takendur í ferðinni yrðu ekki færri en 200 til 250, sem mátti teljast ágætt. Svaraði það til þess að við þyrftum að hafa ráð á 5 rútubflum. En þátttakendur urðu nú hátt í 400 og bílarnir 7. Það kom þó ekki í ljós fyrr en komið var fram á elleftu stundu að þátt- takan yrði svona mikil. Getur sitthvað valdið því að fólk ákveði Stefanía Traustadóttir. sig ekki fyrr en í síðustu lög og svo er það auðvitað alltaf spurningin um veðrið, svona ferðalög geta auðvitað alveg staðið og fallið með því. En hér fór allt svo sem best varð á kosið. Vert er að geta þess, að Halldór Brynjúlfsson í Borgarnesi veitti okkur ákaflega mikilsverðan stuðning við þenn- an undirbúning allan. Góðir leiðsögumenn - Og ekki þarf að því að spyrja að þið hafið verið heppin með leiðsögumenn? - Já, við vorum það svo sannar- lega. í hverjum bfl voru leiðsögu- menn, þrautkunnugir þeim svæð- um, sem um var farið: landinu, fólkinu og sögunni. Okkur var bókstaflega „upp í lófa lögð, landið, þjóðin, sagan“. Til sumra þeirra var leitað fyrirvaralaust en þeir brugðust hið besta við og voru óðara „til í tuskið". Og þeg- ar farið er um svæði, sem ætla má og raunar vita að þorra fólks í ferðinni er lítt kunn, eins og Mýr- arnar, er ákaflega mikilsvert að hafa góða og kunnuga leiðsögu- menn. Mýrarnar eru að mestu utan alfaraleiða og vegir þar ekki mjög árennilegir. En þótt þær láti lítið yfir sér búa þær svo sannar- Á Gerðubergi flutti sr. Hreinn Hákonarson í Söðulsholti ávarp. Straumfirði. Lagt af stað í fjöruferð. lega yfir sinni fegurð og sínum töfrum. Straumfjörðurinn Ekki er ólíklegt að mörgum hafi þótt dvölin í Straumfirði há- tindur ferðarinnar, hið sérkenni- lega landslag og umhverfi, frá- sögn þeirra Guðjóns Friðriks- sonar og hinnar öldnu kempu, Ingibjargar Friðgeirsdóttur á Hofsstöðum af Pourquoi Pas? slysinu 1936 og Árna Waag af dýra- og náttúrulífinu þarna. Og sérstakar þakkir vil ég færa hús- ráðendum í Straumfirði þeim Steinari Ingimundarsyni og Sig- rúnu Guðbjarnadóttur fyrir þá velvild sem þau sýndu með því að hleypa öllum þessum skara inn á landareignina í hágróandanum. Ég tel ekki upp hér þá staði, sem sérstaklega voru heimsóttir né heldur þá, sem þar veittu okk- ur margvíslegan fróðleik og skemmtan, það hefur áður verið gert. „Enginn tími, ekkert rúm, allar klukkur standa" En þegar viðkomustaðir eru Guðjón Friðriksson segirfrá Pourquoi Pas?-slysinu. Við hlið hans situr Ingibjörg Friðgeirsdóttir á Hofsstöðum á Mýrum, 82 ára. Hún hjúkraði þeim eina, sem komst af. margir og fjölmenni jafnmikið og var í þessari ferð þá viil tíminn verða afsleppur. Því var það, að fararstjórn þótti koma til álita að sleppa síðasta viðkomustaðnum, Hítardal, svo að röskunin á tíma- áætuninni yrði fremur við hóf. En þegar það var borið undir hópinn reyndist enginn vilja sleppa Hít- ardalnum og það því síður sem það upplýstist, að krókurinn þangað mundi ekki lengja ferð- ina nema kannski eitthvað á ann- an klukkutíma. Tíminn skipti hreint engu máli, hitt öliu, að heimsækja þá staði sem áformað var í upphafi. Ég tel að þetta hafi verið ákaf- lega vel heppnuð og skemmtileg ferð. Og ég vil þakka öllum ferð- afélögunum og öðrum þeim, sem á einhvern hátt komu þarna við sögu og alveg sérstaklega fyrir það, hvað allir gerðu sér far um að ganga vel og nærgætnislega um landið. Og lýkur þar með frásögn Stef- aníu Traustadóttur af Alþýðu- bandalagsferðinni 1988. -mhg Sunnudagur 17. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.