Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Steingrímur Hermannsson. Vinsældir hans í könnunum eru viðvar andi, og sýnist gengi hans í þeirri síðustu styrkja líkur á að Framsókn leggi í kosningar undir hans forystu í haust. / 7. r .. ,/jl lllS/vO TUiUíl Steingrímur foríngi Kvennalista? Fleiri Kvennalistakjósendur nefna Steingrím en Guðrúnu Agnars í vinsœldakönnun. Sterkstaða Steingríms og Framsóknar gera kosningar líklegri Steingrímur Hermannsson er oftast nefndur í könnun Skáíss og Stöðvar 2 um þá sem helst ættu að sitja í ríkisstjórn, og ber einsog í fyrri könnunum af þessu tagi höfuð og herðar yfir næstu menn. í könnuninni er tilnefningum skipt eftir flokkafylgi, og er Steingrímur tilnefndur af kjós- endum allra flokka. Kjósendur Kvennalistans nefna Steingrím 43 sinnum, en vinsælasta forystu- mann listans sjálfs, Guðrúnu Agnarsdóttur25 sinnum, en svar- endur voru beðnir að nefna 1-3 menn. Meðal Alþýðubandal- agskjósenda fær Steingrímur jafnmargar tilnefningar og Ólafur Ragnar Grímsson, og hin- ir fáu Borgaraflokksmenn nefn- du Steingrím næstan eftir Al- berti. Hjá Sjálfstæðisflokkskjós- endum er Steingrímur ásamt Friðrik Sophussyni í öðru sæti eftir Þorsteini Pálssyni, og hann fær einnig margar tilnefningar þeirra sem ekki taka afstöðu. Al- þýðuflokkskjósendur eru sístir í trausti á Steingrími, þar lendir hann aftanvið krataráðherrana þrjá og Þorstein Pálsson. Er ekki að efa að þessi vin- sældastaðfesting Steingríms, samfara vænni fylgisstöðu Fram- sóknar, gefur honum góð spil á höndina og eykur líkur á að hann knýi fram stjórnarslit og kosning- ar í haust. Steingrímur var nefndur 254 sinnum, en Halldór Ásgrímsson er næstur í röðinni (122 tiln.), hefur auk Framsóknarstuðnings talsvert frá Sjálfstæðisflokki og Kvennalista, er jafn Steingrími hjá krötum en hefur mjög lítið álit hjá Alþýðubandalags- mönnum. Þriðji er Porsteinn Pálsson (119 tiln.) og sækir fylgi útfyrir flokksraðir helst til krata. Jón Baldvin Hannibalsson er fjórði (75) og Jóhanna Sigurðardóttir fimmta (48). Jón fær margar kratatilnefningar og nokkrar frá kjósendum samstarfsflokkanna, Jóhanna færri frá krötum, óveru- legt frá Sjálfstæðisflokki, en tals- verðan stuðning úr öðrum her- búðum. Næstur er Birgir ísleifur Gunn- arsson (41), nánast eingöngu með tilnefningar eigin flokks- manna, síðan Jón Sigurðsson sem dregur til sín nokkra krata og frammara. Guðrún Agnarsdóttir (37) hefur auk Kvennalistastuðn- ings helst fylgi óháðra, Friðrik Sophusson (37) hinsvegar nær aðeins úr eigin röðum. Albert Guðmundsson (33) nýtur þrátt- fyrir hrun Borgara talsverðs stuðnings úr öllum fylkingum, en Ólafur Ragnar Grímsson (24) er auk Alþýðubandalagstilnefninga helst nefndur af Kvennalistakjós- endum. Fleiri eru ekki nefndir af tilnefndum stjórnmálamönnum í niðurstöðum könnunarinnar. -m Skoðanakönnun Kvennalistinn lækkar flugið Framsókn og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig í nýrri könnun, Kvennalistimeð23%, Borgarar ná ekkiprósenti. Miðaldra Alþýðubandalagsmenn áfjöllum? Lágfóta Sköfli í sókn Refur fyrirfinnst orðið í öllum landshlutum. Stærsta tófubyggðin á Vestfjörðum. Páll Hersteinsson veiðistjóri: Stofninn virðist vera að ná hámarki. Refaskyttur margreyndar og öllum hnútum kunnugar - Það liggja ekki fyrir neinar samantektartölur um refaveiðina í ár og upplýsingar um fjölda felldra dýra á því seinasta eru ekki fyrir hendi ennþá. Væntan- lega að venju er tófuveiðin þó mest á Vestfjörðum. Þar er hlut- fallslega þéttasta tófubyggðin, sagði Páll Hersteinsson veiðistjóri í samtali við Þjóðviljann. Páll sagði að það hefði sýnt sig að refastofninn hefði undanfarin ár verið í vexti, en gera mætti ráð fyrir að hann væri um það bil að ná hámarki. Veiddum dýrum hefur fjölgað svo til árvisst á Vesturlandi og Vestfjörðum. í öðrum landshlutum sagði Páll að vart hefði orðið iítillegrar fjölg- unar felldra dýra. Lágfóta er víðast hvar í sókn og undanfarin ár hefur hún numið land í öllum landshornum, en minnst er af henni inni á reginör- æfum, enda æti þar af skornum skammti. Hvað minknum viðkemur, sagði Páll að hann hefði virst í lægð fyrir þremur til fimm árum, en miklar sveiflur hafa verið á stofninum. Páll sagði að minna virtist um mink í ár en í fyrra og kann minni frjósemi að valda þar nokkru um. í dag eru greiddar 630 kr. fyrir hvern unninn mink. Kaupgjald refaskyttu er 250 kr. á yrðling, 570 kr. á fullorðið grendýr og 800 kr. á hlaupadýr, en u.þ.b. þriðja hver tófa á landinu er felld sem hlaupadýr. Þótt ekki sé feitan gölt að flá fyrir refabana, virðast refa- skyttur kemba hærurnar við þennan starfa. Páll sagði að með- alreynsla þeirra hefði verið um 20 ár árið 1982. -rk Varaflugvöllur Skýrsla Flugráðs Skýrsla Flugráðs um varaflug- völl fyrir millilandaflug var lögð fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Matthías A. Mathiesen samgönguráðherra býst við að úrvinnsla skýrslunnar taki langan tíma. Matthías sagði að Flugráð legði til lengingu Egilsstaðaflug- vallar en til þess væru engir pen- ingar í flugmálaáætlun. Á tímabili var ætlað að varaflu- gvöllur yrði á Sauðárkróki. Telur ráðherrann að það fari eins fyrir hugmyndinni um varaflugvöll á Egilsstöðum og á Sauðárkróki? Matthías sagði Flugráð nefna þrjá flugvelli; Egilsstaði, Akur- eyri og Sauðárkrók. „Þessi tillaga byggist bara á þeim flugvélum sem þegar eru í notkun og grundvallast á því, hún er ekki um stærri flugvélar,“ sagði Matt- hías í véfréttarstíl. -hmp Kvennalistinn er með dágott fylgi í nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Skáíss, en er kom- inn úr 30 prósenta flugi sínu und- anfarið í 23,3 prósent. Þetta hlut- fallslega fylgistap Kvennalista gagnast helst Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Sjálfstæðisflokkur fær 32,8% í könnuninni, nokkru meira en í könnunum í vor og sumar og mun skárra en í kosningunum í fyrra (27.2) , en nálgast þó lítið hið forna fylgi flokksins. Framsóknarflokkur fær 20,7%, ívið betra en undanfarið, en Alþýðuflokkur með 10,9 og Alþýðubandalag með 9 prósent ná ekki að lyfta sér úr fylgislægð- inni. Borgaraflokkurinn hefur aldrei fengið minna í skoðana- könnun, er með 0,9 prósent og minni en bæði Þjóðarflokkur (1.2) og Flokkur mannsins sem fær 1,6% og nýtur greinilega fors- etaframboðs síns, þótt í litlu sé. Um 34% tóku ekki afstöðu í könnuninni. í niðurstöðum sínum skiptir Skáíss kjósendum eftir kyni og aldri. Alþýðuflokkur fær um 14% meðal karla, aðeins um 7% meðal kvenna, Alþýðubandalag- ið 10,4% karla en 7,3% kvenna, Framsókn um 23% karla en um 17% kvenna. Sjálfstæðisflokkur hefur jafnt fylgi kynja, Kvenna- listinn rúm 35% kvenna og tæp 14% karla. Allir Borgarar í könnuninni (4 svarendur) eru hinsvegar karlar á milli þrítugs og fimmtugs. Aldursskiptingin sýnir ýmsar sveiflur, sumar nokkuð óvæntar. Alþýðuflokkur hefur um 13% kjósenda undir þrítugu, um 14% frá þrítugu til fimmtugs, en tæp 6% yfir fimmtugu. Kvennalisti býr við svipuð hlutföll, 25-27-18, Sjálfstæðisflokkur er sterkastur í miðhópnum, 31-37-31, en Fram- sókn hefur mest fýlgi hinna eldri: 16-15-30. Aldursskipting Alþýðubandalagskjósenda er einkennileg í könnuninni, 9% í yngsta hóp, 16 í elsta hóp, en að- eins 3 í miðhópnum. Þeir sem ekki tóku afstöðu eru jafnfjölmennir í aldurshópunum þremur, en þegar skipt er kynj um sést að um 42% kvenna taka ekki afstöðu á móti um 26% karla. Þetta er fyrsta Skáíss-könnun fyrir Stöð tvö, en þeirra er von á mánaðarfresti í framtíðinni. Ská- íss hafði áður samvinnu við Helg- arpóstinn sáluga. -m Suðurnes Leiðsögn suður með sjó „Suður með sjó - leiðsögn um Suðurnes“ nefnist rit sem Rótarý- klúbbur Keflavíkur hefur gefið út. Höfundur leiðalýsingarinnar er Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðn- sögu Islendinga. Þar cr gerð grein fyrir helstu kennileitum sem verða á vegi þeirra sem aka um Suðurnes og Reykjanesskaga og um leið er stiklað á stóru í sögu þessa landshluta. Suðurnesin hafa löngum verið talin til útkjálka og hefur viljað brenna við í vitund Innnesjabúa að þjóðleið til Suðurnesja hefur orðið lengri en leiðin frá Suður- nesjum til Reykjavíkur. Suður- nesjabúar sjálfir hafa að sumu leyti verið seldir undir sömu sök og því haft tilhneigingu til að sækja vatnið yfir lækinn. Með útgáfu leiðalýsingarinnar vill Rótarýklúbbur Keflavíkur vekja athygli heimamanna sem og annarra á því að Suðurnesin hafa uppá sitthvað markvert að bjóða ferðalöngum jafnt sem heimamönnum sjálfum. Ritið prýðir fjöldi uppdrátta og mynda, og þar af eru flestar ljós- myndir prentaðar í lit. Bókin er 152 tölusettar síður. Bókin er gefin út í nokkur þús- und eintökum og dreift í hvert hús í Suðurnesjabyggðum. -rk Miðvikudagur 27. júlí 1988 ÞJÖÐVILJiNN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.