Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Stóriðja Nýir áldraumar á tímum gjaldþrota í sjavarútvegs- og iönfyrirtækjum Ólafur Ragnar Grímsson: Iandstöðu við stefnu Alþýðubandalagsins. Iðnaðarráðherra er án umboðs. Jóhannes Nordal settur til að gœta hagsmuna ráðherra. Markaðsskrifstofan notuð til að leyna kjörnafulltrúa ístjórn Landsvirkjunar upplýsingum Menn eru farnir að tala um nýtt og stærra álver í Straumsvík. Iðn- aðarráðherra, Friðrik Sophus- son, hefur þegar gert samninga við erlend stórfyrirtæki. Athygli vekja yfirlýsingar Halldórs As- grímssonar sjávarútvergsráð- herra um að Friðrik hafi ekkert samráð haft við framsóknar- og alþýðuflokksmenn í ríkisstjórn- inni. Eru nýir stóriðjudraumar álfurstanna í íslensku þjóðfélagi að verða að veruleika? Þjóðvilj- inn leitaði upplýsinga hjá Ólafí Ragnari Grímssyni formanni Al- þýðubandalagsins en hann er full- trúi í stjórn Landsvirkjunar. Ástandið nú í atvinnu- og efna- hagsmálum okkar er ekki ósvip- að því sem var á viðreisnarárun- um. Nú eins og þá virðist Sjálf- stæðisflokkurinn halda dauða- haldi í stóriðjuframkvæmdir á sama tíma og gjaldþrot fyrirtækja blasa við í mikilvægustu atvinnu- vegum íslendinga. Að þessu leytinu er þetta svipað og á við- reisnarárunum. Stefna Alþýðubandalagsins gagnvart nýrri stóriðju hefur í sjálfu sér ekki mikið breyst. Hún er fólgin í tryggja að ræði í útiendingar nái ekki lykilaðstöðu í íslensku atvinnulífi. Við viljum að raforkuverð tryggi íslending- um fullan arð fyrir orkuna. Slíkar framkvæmdir eiga að vera í sam- ræmi við alhliða þróun atvinnu- lífsins í landinu. Þær eiga að stuðla að frekari byggðaþróun en ekki byggðaröskun. Við viljum að ítrustu kröfum um umhverfis- vernd sé fullnægt. Þetta er sama stefnan og flokk- urinn hefur fylgt á undanförnum árum. Hún felur í sér þann mæli- kvarða sem nota ber í þessum áformum. Það er alveg ljóst að vinnubrögð Friðriks Sophus- sonar iðnaðarráðaherra og ríkis- stjórnarinnar eru í mótsögn við þessi markmið og þau stefna hagsmunum íslendinga í stór- fellda hættu. Friðrik gerir samn- ing við erlend stórfyrirtæki án þess að nokkur þjóðhagsleg at- hugun á nýju álveri hafi farið fram, án þess að stofnað hafi ver- ið til umræðu né tekin ákvörðun um það raforkuverð sem íslend- ingar þurfa að fá og án þess að nokkur formleg stofnun í íslenska stjórnkerfinu, alþingi eða ríkis- stjórn, hafi veitt honum umboð til þess að gera slíkt. Það endurspeglar svo sér- kennilega afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til atvinnuþróunar á fs- landi, að á meðan Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra ferðast um Vestfirði og Norðurland og tekur við gjaldþrotatilkynningum frá forsvarsmönnum í sjávarútvegi og íslenskum iðnaði, skuli Friðrik Sophusson og Morgunblaðið vera upptekinn við að boða ágæti nýrra álvera. Hvernig getur það gerst að ákvörðun um heilt álver sé tekin af svo þröngum hópi manna? Vinnubrögð Friðriks Sophus- sonar eru mjög ámælisverð. Á síðasta vetri, þegar ljóst varð að ráðamenn voru að planleggja nýtt álver í Straumsvík, fluttu þingmenn Alþýðubandalagsins tillögu um að ítarleg þjóðhagsleg úttekt yrði gerð á hagkvæmni þess að reisa þar nýja álbræðslu. Þar var gert ráð fyrir að alþingi kysi nefnd sem skipuð væri fullt- rúum allra þingflokka til þess að vinna að þessari úttekt með að- stoð ýmissa stofnana eins og Þjóðhagsstofnunar, Orkustofn- unar og Landsvirkjunar. Þessari nefnd var ætlað að leggja mat á arðsemi, þjóðhagslega hag- kvæmni og áhrif á íslenskt efna- hagslíf, þ.á m. þenslu og skuld- astöðu þjóðarbúsins. Hún átti einnig að skoða forsendur þær sem liggja að baki orkuverði frá nýjum virkjunum, áhrif á byggð- aþróun í landinu og afleiðingar af langvarandi eignaraðild útlend- inga. Friðrik Sophusson ásamt þing- mönnum stjórnarflokkanna kom í veg fyrir að tillagan næði fram að ganga. Nokkrum mánuðum síðar gerir hann síðan formlegan samning við nokkur erlend stór- fyrirtæki um að þau annist könn- un á nýju álveri í Straumsvík. Með þeim samningi kemur hann alveg í veg fyrir að alþingi íslend- inga eigi nokkra aðild að þessu máli. Enn undarlegri verða svo vinnubrögð Friðriks Sophus- sonar ef það er rétt sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra hefur nýlega sagt í blaða- viðtali að samningurinn við er- lendu stórfyrirtækin hafi aldrei verið ræddur í ríkisstjórninni né í þingflokkum ríkistjórnarinnar. Ef það er rétt hafa hvorki alþingi né ríkisstjórn veitt iðnaðarráð- herra umboð til að gera þennan samning. Mér sýnist nauðsynlegt að Friðrik upplýsi nánar þátt Framsóknarflokksins og Alþýð- uflokksins í málinu. Hefur iðnað- arráðherra látið það nægja af framsóknarmaðurinn Guðmund- ur G. Þórarinsson og alþýðu- flokksmaðurinn Geir A. Gunn- laugsson, sem sitja í viðræðun- efndinni, taki þátt í meðferð málsins? Hefur málið ekki verið rætt ít- arlcga í stjórn Landsvirkjunar? Nei, við höfum alveg verið ein- angraðir frá því með þeim ein- falda hætti að stofnuð var svo- kölluð markaðsskrifstofa iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjun- ar sem sá um þessa samninga. Við Sigurjón Pétursson, sem einnig situr í stjórn Landsvirkj- unar, greiddum atkvæði á móti því að koma á fót þessari mark- aðsskrifstofu á sínum tíma. Málið er enn verra þegar við bætist að engin stefnumótandi umræða hefur farið fram né ákvörðun tekin um það orkuverð sem íslendingar þurfa að fá. Full- trúar hinna erlendu stórfyrir- tækja hafa gefið í skyn að þeir hafi á bak við tjöldin fengið vil- yrði fyrir því að orkuverðið yrði ekki hærra en í núverandi samn- ingum við Alusuisse. Fyrir rúm- um þremur árum var gerð á veg- um Landsvirkjunar skýrsla um orkuverð til nýrrar stóriðju og var niðurstaðan sú að íslendingar þyrftu að fá 18-22 mills eða mun meira en í núverandi samningi við Alusuisse til þess að slíkar framkvæmdir skiluðu verulegum arði til þjóðarbúsins. í rúmt ár hef ég reynt að knýja á um það í stjórn Landsvirkjunar að stofnað yrði til umræðu um orkuverðið. Það hefur verið greinilegt að bæði Jóhannes Nor- dal og fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í Landsvirkjun, en Sjálfstæð- isflokkurinn hefur meirihluta í stjórninni, hafa ekki haft neinn áhuga á stefnumótandi umræðu um þau mál. Gagnrýni okkar fulltrúa Al- þýðubandalagsins á þessa máls- meðferð var svarað með því að koma á stofn markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar. Meirihluti stjórnar Landsvirkjunar samþykkti til- lögu iðnaðarráðherra um að stofna þessa sérstöku skrifstofu og umfjöllun um orkusölusamn- inga hefur að mestu verið flutt frá stjórn Landsvirkjunar yfir á hana. Stjórn markaðsskrifstof- unnar er eingöngu skipuð full- trúum ríkisstjórnarflokkanna. Við vildum tryggja að stjórn Landsvirkjunar fengi nauðsyn- legar upplýsingar um viðræður við erlenda aðila en tillögur okk- ar voru allar felldar af sjálfstæðis- mönnum. Páll Pétursson studdi sumar þeirra. Reyndar á Landsvirkjun engan formlegan fulltrúa í viðræðunefndinni. Það er mis- skilningur að Jóhannes Nordal sé fulltrúi Landsvirkjunar í þessum viðræðum. Hann er sérlegur full- trúi iðnaðarráðherra og það hef- ur hvað eftir annað verið gagnrýnt að stjórnarformaður orkusölufyrirtækis skuli taka að sér að gæta hagsmuna ráðherra. Hlutur Jóhannesar Nordals verður sífellt hæpnari. Hann á sem seðlabankastjóri að hamla gegn hinni miklu skuldasöfnun Islendinga en er orðinn aðal- hvatamaðurinn að stórfram- kvæmdum í Straumsvík sem munu hafa í för með sér mestu aukningu erlendra skulda íslend- inga í rúman áratug. Hann á sem stjórnarformaður Landsvirkjun- ar að tryggja að ákveðin stefna varðandi orkuverð sé mótuð en gerir síðan bandaíag við Friðrik Sophusson og Sjálfstæðisflokk- inn um að koma í veg fyrir slíka stefnuumræðu áður en samning- ar eru gerðir við útlendinga. Meðferð Friðriks Sophussonar og samstarfsmanna hans í þessu nýja álmálí er alls staðar í mót- sögn við þau grundvallaratrið sem við í Alþýðubandalaginu teljum nausynlegt að sé fylgt. Það er ekki nokkur vafi að fjölgun ál- vera á að vera huggun gegn gjaldþrotum í útvegi og iðnaði. Komið er í veg fyrir stefnumót- andi umræður um orkuverð og allar meginreglur um meðferð mála í íslensku stjómkerfi em þverbrotnar. -gís. Mlðvlkudagur 27. júlf 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.