Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 11
_______________IÞROTTIR Fótbolti 35.000 áhorfendur á fyrstu æfingu Gary Lirteker óðum að ná sér eftir veikindi I kvöld Fótbolti 3.d.A kl. 20.00 Grótta-Reynir S. 3.d.A kl. 20.00 Njarðvík-ÍK 3.d.A kl. 20.00 Stjarnan-Grindavík 3. d.A kl. 20.00 Leiknir R.-Víkverji 4. d.A kl. 20.00 Augnablik-Árvakur 4.d.A kl. 20.00 Ægir-Ernir 4.d.A kl. 20.00 Snæfell-Haukar 4.d.B kl. 20.00 Ármann-Fyrirtak 4.d.B kl. 20.00 Skallagrímur-Léttir 4.d.B kl. 20.30 Hafnir-Hvatberar 4.d.D kl. 20.00 Efling-UMSE b 4.d.D kl. 20.00 Vaskur-HSÞ b 4,d.D kl. 20.00 íþr. Neisti-Kormákur Barcelona, eitt ríkasta félagslið heims, kcmur sem kunnugt er til íslands í haust til að leika við Fram í Evrópukeppni bikarhafa. Leikdagar hafa verið ákveðnir og verður fyrri leikurinn hér á Laugardalsvelli miðvikudaginn 7. september kl. 18.15. Seinni leikurinn verður síðan á hinum Sund fræga Nou Camp leikvangi í Barcelona 5. október. Akranes sigraði á heimavelli Meiri breidd en nokkru sinnifyrr Um síðustu helgi fór fram aldursflokkameistaramót íslands í sundi og var það haldið á Akra- nesi. Er skemmst frá því að segja að framkvæmd Akurnesinga var til mikillar fyrirmyndar og fór vel á því að þeir stæðu uppi sem sig- urvegarar í lokin. 20 félög tóku þátt í mótinu og voru keppnisgreinarnar 44. Af þessum 20 félögum hlutu 18 þeirra stig sem sýnir óvenj u mikla breidd á milli félaga í dag. ÍA sigraði með 311,5 stig en næstur varð Ægir með 254 stig. Sérstak- lega skemmtilegt þótti að ÍA skyldi vinna síðustu grein móts- ins, 4xl00m fjórsund pilta á nýju íslandsmeti 4.19.58, og ítreka þannig sigurinn á mótinu. Lokaúrslit á aldursflokka- meistaramótinu: 1. ÍA...................311,5 2. Ægir...................254 3. Vestri ................181 4. Bolungarvík............177 5. Njarðvík...............110 6. UMSB ..................103 7. SH.....................100 8. ÍBV.....................92 9. HSTH....................86 10. UMFA ...................85 11. KR......................79 12. Óðinn...................64 13. Ármann..................59 14. USVH....................55 15. HSK.....................54 16. KS....................23,5 17. ÚÍA.....................11 18. UMFG.....................6 19. UBK......................0 20. UMSS.....................0 -þóm Johan Cruyff, fyrrum knatt- spyrnuhetja Hollendinga og nú- verandi þjálfari Barcelona, hélt sína fyrstu æfingu með liðinu á laugardag. Áhorfendur á æfing- unni voru 35.000 og geri aðrir betur. Cruyff hefur verið iðinn við að bæta við mönnum í liðið og eru nú 10 nýir leikmenn hjá fé- laginu sem kosta samtals 650 miljónir íslenskra króna. Gary Lineker er dýrasti leik- maður Barcelona og þeirra þekktastur. Hann hefur legið í veikindum að undanförnu en er nú óðum að hressast. Spænska deildin hefst 4. september og verður Lineker væntanlega orð- inn góður þá þannig að líklegt þykir að kappinn geti leikið með liðinu hér á landi. Barcelona hefur áður leikið á íslandi. Liðið kom hingað árið 1979 og lék við Akranes í Evr- ópukeppni bikarhafa. Þá skart- aði liðið kempum eins og Hans Krankl en rétt náði að merja sigur, 0-1. Börsungar munu því varla vanmeta Framara og gæti viðureignin orðið hin skemmti- legasta. -þóm Gary Lineker kemur vonandi til íslands í haust. 0g þetta líka... Victor Munoz, spánski landsliðsmaðurinn hjá Barcelona, mun leika með ítalska liðinu Sampdoria næsta vetur. Hann var seldur þangað fyrir algjöra smá- aura, 146 þúsund dollara, eða 6,7 milljónir íslenskra króna. Auk þess mun Sampdoria leika vináttuleik við Barcelona á Spáni næsta sumar. Victor hefur verið liði sínu stoð og stytta í gegnum tíðina og hefur þessi 31 árs gamli baráttujaxl leikið 56 landsleiki fyrir Spán. Newcastle liðið í Norður-Englandi, hefur keypt og selt menn af miklum móð að und- anförnu. Liðið hefur nú keypt leik- menn fyrir tæpar þrjár miljónir punda i sumar og sá nýjasti í safnið er U-21 landsliðsmaðurinn Andy Thorn frá bikarmeisturum Wimbledon. Thorn kostaði 850 þúsund pund (67 miljónir króna) og mun þessi varnarmaður leika fyrir framan fyrrum félaga sinn, markvörðinn Dave Besant. Mest græddi liðið á því að selja Paul Gasc- oigne á 2 miljónir punda fyrir skömmu. Verður gaman að sjá hvernig þessar breytingar fram- kvæmdastjórans Willie McFaul ganga í vetur. Fótbolti Drengjalandsliðið æfir af kappi Englendingar taka þátt í Norðurlanda- mótinu Tony Cottee er nú dýrasti leik- maðurinn á Bretlandseyjum. West Ham ætti að geta notað þessar 200 milljónir sem hann kostaði til að efla félagið fyrir næsta keppnistímabil. Lárus Loftsson, þjálfari dreng- jalandsliðsins, hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í Norð- urlandamóti í Vesters í Svíþjóð, 31. júlí - 7. ágúst. Englendingar eru meðal keppnisþjóða og eru því sjötta þjóðin auk Islands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Engin riðlaskipting er á mótinu heldur leika allir við alla. Undir- búningur hefur staðið síðan í fyrra en voru valdir 24 piltar úr 4. flokki til að taka þátt í knatt- spyrnuskóla á Laugarvatni. Liðið er annars skipað eftir- töldum leikmönnum: Arnar B. Gunnlaugsson, lA Bjarki B. Gunnlaugsson, (A Friðrik Ingi Þorsteinsson, Fram Guömundur Páll Gislason, Fram Gunnar Þór Pétursson, Fylkir J. Ásgeir Baldurs, UBK Kjartan Páll Magnússon, Stjarnan Kristinn Ingi Lárusson, Stjarnan Lárus Orri Sigurðsson, lA Nökkvi Sveinsson, Týr Pétur Hafliði Marteinsson, Fram Sigurður Fr. Gylfason, Týr Sigurður Ómarsson KR Steingrimur Örn Eiðsson, KS Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylkir Ægir Þormar Dagsson, KA -þóm Frjálsar Fótbolti Þrír íslendingar kepptu á stór- móti í Gateshead í Englandi nú á dögunum. Þau sem kepptu voru Helga Halldórsdóttir, Gunn- laugur Grettisson og Marta Erns- tdóttir og náðu þau öll ágætum árangri. Helga varð í þriðja sæti í 400 m grindahlaupi á 57,93 sek. en hlaupið vannst á 56,09 sek. Gunnlaugur varð sjötti í hástökki og stökk 2,05 metra en heimsmethafinn Patrik Sjöberg sigraði með 2,30 m. Þá varð Marta sjöunda í 3000 m hlaupi á sínum besta tíma 9:31,80 mín. en sigurvegarinn, Jill Hunter Eng- landi, hljóp á 8:56,88 mín. Þess má einnig geta að Marta bætti ár- angur sinn í 1500 m hlaupi á móti í Sunderland aðeins tveimur dögum áður. Hún hljóp á 4:33,1 mín. og sigraði í hlaupinu. -þóm „Hver vill klóra rnér í afturendanum?" Þessi skemmtilega mynd var tekin á Skaganum á sunnudag þegar Völsungar sóttu ÍA heim. Mynd: E.ÓI. Cottee er metfé Tony Cottee valdi Everton sem borgaði 200 miljónir fyrir hann Enn slá menn met í kaupum á knattspyrnumönnum. Nú fyrir skemmstu fauk Paul Gascoigne fyrir tvær miljónir punda en það met stóð stutt því Everton hefur fest kaup á Tony Cottee frá West Ham fyrir 2,5 miljónir punda, eða tæplega 200 miljónir ís- lenskra króna. Cottee hafði staðið í viðræðum við framkvæmdastjóra Everton og Arsenal og tók Liverpool-liðið fram yfir Lundúna-liðið. Hann hefur leikið með nágrönnum Arsenal, West Ham, undanfarin misseri en kaus engu að síður að færa sig norður á bóginn. Cottee, sem er aðeins 1,72 m á hæð, hefur leikið um 200 leiki og skorað mark í þriðja hverjum leik að meðaltali. Hann hefur hins vegar aðeins leikið þrjá landsleiki fyrir England, en er væntanlega í framtíðarliði Englands fyrir Heimsmeistarakeppnina 1990. „Það er metnaður minn að sýna fram á ágæti mitt nógu snemma fyrir HM á Ítalíu 1990,“ segir Cottee og verður þessi sala varla til að draga úr hróðri hans. Þessi metsala er - nota bene - aðeins innan Bretlands, en kaupverð Cottees slagar varla upp í hálfan Ruud Gullit. -þóm 0g þetta líka... Drengjalandslið íslands í knattspyrnu leikur gegn Nor- egi í Evrópukeppni drengjalandsliða, þ.e. strákar 16 ára og yngri. Leikið verður Pæði heima og heiman en leikdagar verða ákveðnir á næstu dögum. Agætur árangur í Englandi Mlðvikudagur 27. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.