Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 16
r—SPURNINGI n Hvað ætlar þú að gera um verslunarmanna- helgina? Guöbjörg Kristinsdóttir gjaldkeri: Ég ætla aö vera í rólegheitunum heima. Viö förum venjulega ekki neitt út úr bænum. Stefanía Arnardóttir nemi: Ég held að ég fari ekki út úr bæn- um, nema kannski upp í sumar- bústaö. Það er of mikil ös um þessa helgi. Hannes Jónsson lagerstjóri: Ég vil helst ekki segja ykkur það, en ég verð í Þjóöviljabústaðnum austur á Laugarvatni. Dagný Guðmundsdóttir vinnur hjá greiðslukortafyrir- tæki: Ég verð að vinna á laugardaginn, en svo er allt óráðið. Líklega fer ég í útilegu, en þó ekki á útihátíð. þlÓÐVIUINN Miðvikudagur 27. júlí 1988 169. tölublað 53. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Dósir og drasl af ýmsum toga eru sífellt algengari sjón á götum og víðavangi.TillögurfráHollustuverndogsamstarfsaðilumgeraráðfyrir því að skilagjald verði lagt á og endurvinnsla hafin. Mynd Sig. Umhverfismengun Dósir og drasl út um allt Stórfelld aukning einnota umbúða. Treglega gengur að koma reglum yfir þessaframleiðslu Víða má sjá þess merki að notk- un einnota umbúða hefur stóraukist undanfarin ár og gömlu glerflöskurnar eru á hröðu undanhaldi. Árleg sala á öli og gosdryk- kjum í áldósum er áætluð u.þ.b. 30 miljónir dósa sem samsvarar yfir 400 tonnum af áli. Víða má sjá þess merki á götum bæja og úti í náttúrunni að ekki eru allir meðvitaðir um hvert hlutverk dósanna er eftir að innihald þeirra hefur verið innbyrt. Engar reglur eru í gildi hér- lendis varðandi framleiðslu og notkun einnota umbúða, engar áætlanir um endurvinnslu eða skilaverð á dósunum. Það eru því framleiðendur einir sem stjóma því hversu mikið magn af dósum og plastflöskum við notum hér- lendis og þeirra hagur hlýtur að vera að selja sem mest. Sala á gosdrykkjum hefur líka stór- aukist og í mikilli samkeppni milli framleiðenda hefur verið brydd- að upp á ýmsum uppákomum til að auglýsa og selja þessa drykki. Annar staðar á Norðurlöndun- um hafa verið settar reglur um notkun einnota umbúða og endurnýtingu þeirra. f Dan- mörku eru t.d. dósir bannaðar sem öl- og gosdrykkjaumbúðir og í Svíþjóð er greitt skilagjald fyrir áldósirnar og þær síðan endur- unnar. Þar í landi skila sér um 75% af seldum dósum gegnum endurgreiðslukerfið. Samstarfshópur frá Hollustu- vernd, Náttúruverndarráði og Landvernd hefur unnið að reglu- gerðardrögum um umbúðir fyrir öl, gos og svaladrykki þar sem m.a. er lagt til að skilagjald vegna endurnotkunar verði lagt á þess- ar umbúðir, sérstakt framleiðslu- gjald verði lagt á sem renni til umhverfismála og eftirlit með framleiðslunni verði aukið. Til- lögur þessar liggja nú fyrir hjá Hollustuvernd en hafa ekki verið afgreiddar. Það mun því enn verða einhver bið á því að íslend- ingar fari að sýna þá fyrirhyggju að skila einnota umbúðum og endurvinna þær. iþ Brúðubruni Thatcher beðin forláts Stjórnvöld í Lúsaka, höfuðborg Zambíu, hafa beðið bresku ríkisstjórnina, en þó einkum fors- prakka hennar, afsökunar á því að námsmenn brenndu brúðu á dögunum. Brúðan var í líki Margrétar Thatchers og var lagður eldur að henni á lóð embættisseturs Kenn- eths Kaundas forseta. Var bálför brúðunnar partur af hátíðahöld- um vegna stórafmælis Nelsons Mandelas. Málsvari utanríkis- ráðuneytisins í Lúsaka sagði Kaunda sjálfan frían af sök í máli þessu og kvaðst ekki geta staðfest sögusagnir um að staðgengill Ronalds Reagans hefði hreppt sama aldurtila og Margrétarlíkið. Reuter/-ks. / \ < Skemmtun n =a ÁN ÁFENGIS QQ %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.