Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Krossapróf fyrir Framsóknarmenn Þaö er siöur margra dagbiaöa og vikurita að birta ööru hvoru þrautir eöa einskonar próf, sem lesendur geta ráöiö frammúr og dæmt um persónuleika sinn, gáfur eöa aöra skapan af niðurstööunum. Oft eru þessar þrautir fyrst og fremst ætlaðar ákveönum hópi lesenda, stelpum á gelgjuskeiði, körlum í gráfiðringi, konum á framabraut. í tilefni af nýlegum skýrslum um stööu efnahagsmála og fréttum af rekstrargangi atvinnufyrirtækja og uppboöum á húsnæöi hefur Þjóöviljinn ákveöiö aö feta í þrautafótsporin og birta hér í staö ritstjórnargreinar ofurlítið krossapróf, eink- um ætlaö Framsóknarmönnum. Þaö er óvenju létt, og þarf aðeins að svara með jái eöa neii. Fyrsta spurningin er þessi: Hefur nú í sumar veriö ráöist í róttækar aðgerðir sem duga til að skapa framleiðsluatvinnuvegunum rekstrargrundvöll, draga verulega úr viðskiptahalla, stöðva byggöaröskun og draga úr verðbólgu, en standa vörö um kjör þeirra sem lægstu launin hafa? Já □ Nei □ Önnur spurning: Hefur veriö aflaö heimilda til aö leggja tímabundið gjald á öll ný mannvirki önnur en íbúðarbygging- ar, og dregið úr erlendum lántökum til fjárfestingar? Já □ Nei □ Þriðja spurning: Hefur öll stjórn peningamála veriö tekin til endurskoöunar og lög sett sem tryggja aö fjármagnsmark- aðurinn allur lúti samræmdri stjórn og reglum? Já □ Nei □ Fjóröa spurning: Hefur ríkisstjórnin nú undanfarna mán- uöi stuölaö að hóflegum raunvöxtum meö hliðsjón af fast- gengisstefnunni, og vaxtamunurog hámarksvextir veriö ák- veönir af Seðlabankanum? Já □ Nei □ Fimmta spurning: Hafa hverskonar vísitöluviðmiöanir og sjálfvirk tengsl viö verölag eöa gengi verið afnumin? Já □ Nei □ Sjötta spurning: Hefur tekjuskattur verið lagöur á fjár- mögnunarfyrirtæki, þar á meðal veðdeildir og lánasjóöi? Já □ Nei □ Sjöunda spurning: Hefur nú í sumar veriö unnið markvisst að jöfnun orkuverös í landinu og sjálfvirk viömiðun raforku- verðs frá Landsvirkjun viö gengi og verðlag verið gerö óheimil? Já □ Nei □ Áttunda spurning: Hefur Byggðastofnun verið stórefld og skuldum fyrirtækja á landsbyggðinni breytt með hennar hjálp til samræmis viö afskriftartíma eigna? Já □ Nei □ Níunda spurning: Hefur Jöfnunarsjóöur sveitarfélaga ver- ið styrktur til að berjast gegn aðstöðumun og opinber þjón- usta verðlögð með það markmiö fyrir augum? Já □ Nei □ Tíunda spurning: Kemur orðalag í þessum spurningum kunnuglega fyrir augu? Já. □ Nei □ Sennilegafáflestirsvarendursömu niðurstöðuna, níu nei og eitt já, við síðustu spurningunni. Krossaprófiö er nefnilega tekiö nær orðrétt úr ályktun miöstjórnar Framsóknarflokksins frá 23.-24. apríl í vor. Síðan hefur Framsóknarflokkurinn ekki náð neinu fram af efnahagsstefnu sinni, og Róm brennur sem óöast, hvernig sem formaður flokksins reynir að vera í stjórnarandstöðu við sjálfan sig. Það vakti athygli um daginn að Jón Sigurðsson sagði þolinmæði sína hvergi á þrotum gagnvart þeirri huldu hönd sem hann telur eiga að ráða vöxtum, verðbólgu, launum og afkomu atvinnufyrirtækja. Forystumenn Framsóknarflokksins ætla greinilega ekki að verða eftirbátar Jóns í þolinmæðinni. -m jvLirri uvr ðivuivii; Jöfnunarsjóður Einstaka sinnum heyrist í frétt- um minnst á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Vegna nafns sjóðs- ins, Jöfnunarsjóður, er algengt að menn telji að hann þjóni því eina verkefni að jafna aðstöðu- mun sveitarfélaga. í reynd fara ekki nema 6% af útgjöldum í svo- kölluð aukaframlög til tekju- minnstu sveitarfélaganna. Lang- stærsti hluti útgjaldanna fer í svo- kölluð föst framlög en þau eru ákveðin upphæð á hvern íbúa. Það sveitarfélag sem mest fær úr Jöfnunarsjóði er því Reykjavík- urborg. Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga skrifar merkilega grein um Jöfnunarsjóð í nýjasta hefti tímaritsins Sveitarstjórn- armál. Hann rekur m.a hvernig ríkissjóður hefur klipið af fram- lögum f sjóðinn. „Frá árinu 1984 hefur Jöfnun- arsjóður verið skertur með þeim hætti að ríkið hefur hirt til sín hluta af tekjum sjóðsins til eigin þarfa og hefur sá hluti vaxið ár- lega. Skerðingin hefur m.a. leitt til þess að þau 6%, sem ætluð eru til greiðslu aukaframlaga til þeirra sveitarfélaga sem ekki ná meðaltekjum, hrökkva nú hvergi nærri til að ná því 70% viðmið- unarmarki sem reglugerðin gengur út frá.“ Hrekkur ekki til Á pappírnum er reglan sú að með aukaframlaginu fáist allt að 70% þess sem upp á vantar að skatttekjur sveitarfélags nái með- altekjum. Reyndin hefur því miður orðið önnur og einkum hafa þau þéttbýlissveitarfélög sem ná ekki tekjumeðaltali fund- ið fyrir skerðingunni á fram- lögum úr Jöfnunarsjóði. Árið 1984 nam aukaframlagið 70% af því sem upp á vantaði að meðal- skatttekjum yrði náð. 1985 feng- ust aðeins 67% og árið 1986 54,5%. í fyrra voru aukafram- lögin það lág að með þeim voru tekjulágum þéttbýlissveitarfé- lögum aðeins bætt 36,8% af því sem upp á vantaði að skatttekjur þeirra næðu meðaltali. Meðaltalið er reyndar töluvert undir því sem hæst er eins og Þórður bendir á í grein sinni. „Útsvör í sveitarfélagi á lág- launasvæði eru þannig mun lægri en í sveitarfélagi þar sem hærri laun eru greidd og fólk hefur betri tekjur. T.d. eru útsvör á hvern íbúa í Reykjavík um 20% hærri en á hvern íbúa á Norður- landi vestra á árinu 1987.“ „Aðstöðugjöld eru mun lægri á fiskveiðar, landbúnað og á fisk- vinnsluent.d. áiðnað ogverslun, og alls engin á vinnslustöðvar landbúnaðarins, mjólkurbú og sláturhús... Aðstöðugjöld á Skagaströnd voru árið 1987 kr. 8.766 á íbúa, en í Reykjavík kr. 12.563 á íbúa, eða 45% hærri á hvern íbúa.“ Að hafa efni á að veita afslátt Og Þórður hefur þetta að segja um fasteignaskatta: „Fasteignaskatturinn nýtist sveitarfélögum einnig mjög mis- jafnlega. Fasteignamatið í Reykjavík og nágrannabyggðum er mun hærra en úti á landi og til viðbótar eru þar allar stærstu byggingar í verslun og þjónustu sem ætlaðar eru til að þjóna landinu öllu og öll þjóðin á. Ég nefni húsnæði banka, trygginga- félaga, innflutningsverslunarinn- ar o.s.frv. Fasteignaskattur á Hvammstanga var árið 1987 kr. 5.977 á íbúa en í Reykjavík kr. 9.088 á íbúa. Þó var álag notað á Hvammstanga en afsláttur gefinn í Reykjavík af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði." Af þessum dæmum Þórðar má vera ljóst að meðalskatttekjur sveitarsjóða í kauptúnum og kaupstöðum landsins er töluvert undir því sem gerist í Reykjavík. Þegar Jöfnunarsjóður, sem á samkvæmt reglugerð að bæta tekjuminnstu sveitarfélögunum 70% af þessum mun, greiðir minna en 37% af mismuninum, hljóta að vakna spurningar um það hvort uppskeran hafi orðið eins og til var sáð. Þórður minnir á hver var upphaflega tilgangur- inn með Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga: „Aðstöðumuninn á að bæta, því að við setningu tekjustofna- laganna á sínum tíma hefur lög- gjafinn gert sér grein fyrir þeirri staðreynd að tekjustofnarnir nýt- ast sveitarfélögum mjög misjafn- lega. Þess vegna verður Jöfnu- narsjóður til og þess vegna er gert ráð fyrir að tekjulægri sveitarfél- ögunum verði bætt tekju- vöntunin upp að ákveðnu hlut- falli af reiknuðum meðalskatt- tekjum allra annarra hliðstæðra sveitarfélaga með aukafram- lögum úr Jöfnunarsjóði.“ Uppstokkun Auðvitað hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki eigi einfaldlega að hugsa tekjukerfi sveitarfélaga upp á nýtt, að byggja upp nýtt og betra kerfi alveg frá grunni. Ef sveitarstjórnarmenn væru ekki alltaf hræddir um að ríkissjóður reyndi að hlunnfara þá (Vissu- lega hefur bitur reynsla kennt þeim að treysta ríkinu varlega.), þá mætti að sjálfsögðu hugsa sér að ríkið legði á alla skatta en sveitarfélögin fengju ákveðin framlög miðað við íbúafjölda og þjónustuþörf. Um nýtt kerfi segir Þórður Skúlason: „Nú verður ekki lengur undan því vikist að taka upp nýtt tekju- öflunarkerfi fyrir sveitarfélögin í ljósi þess aðstöðumunar sem sveitarfélögin búa við. Það verð- ur að fást staðfest að þéttbýlis- sveitarfélögin á landsbyggðinni eigi að veita hliðstæða þjónustu og búa íbúum sínum sambærilegt umhverfi og gert er á höfuðborg- arsvæðinu. í hinu nýja tekjuöflunarkerfi þarf að flokka sveitarfélögin eftir þjónustustigi og tryggja að þau hafi tekjur til að standa undir þeirri þjónustu sem þeim er ætlað að veita.“ En Þórður vill ekki eiga of mikið undir ríkinu: „Við endurskoðun tekjuöflun- arkerfisins þarf að leggja allt undir til endurskoðunar. Sérstak- lega þarf að huga að því hvernig tekjuöflun sveitarfélaganna get- ur orðið óháðari ríkisvaldinu og duttlungum þess en nú er.“ qP Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar.Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofustjórl: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prontun: Blaðaprent hf. Verð (iausasölu :.70 kr. Helgarblöð:80kr. Áskriftarverð á mónuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vlkudagur 27. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.