Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Tilkynningaskyldan Flotinn á útleið „Skipin hafa verið að tínast á miðin hvert á fætur öðru en þó er ekki að sjá neina stórsókn í þeim efnum enn sem komið er. Ætli það séu ekki tæplega 200 skip á sjó en þeim á örugglega eftir að fjölga þegar líður á vikuna. Aðal- lega er hér um að ræða togara og rækjuveiðiskip fyrir norðan land,“ sagði Friðrik Friðriksson hjá Tilkynningaskyldunni við Þjóðviljann í gær. Frekar rólegt var að gera hjá Skyldunni um helgina enda mörg skip í landi og veiðibann hjá smábátum. Venjulega eru á þess- um árstíma um 700 skip og bátar á veiðum enda oftast nær gott í sjóinn yfir hásumarið. Að sögn Friðriks hafa tilkynn- ingar báta og skipa batnað all verulega frá því sem það var og er mun minna auglýst eftir bátum nú en þá. Friðrik sagði að venju- lega væru þetta alltaf sömu aðit- arnir sem trössuðu að tilkynna sig og virtist sem viðkomandi ættu erfitt með að skilja hvílíkt örygg- istæki Tilkynningaskyldan væri fyrir sjófarendur. -grh Sumir biðu á Austurvelli meðan forsetinn sór embættiseiðinn inni í Alþingishúsinu og fylgdust svo vel með þegar hélt til Bessastaða. Mánudaginn 1. ágúst hófst nýtt kjörtímabil forseta Islands. Að lokinni hátíðarguðsþjón- Nýtt kjörtímabil ustu í Dómkirkjunn sór Vigdís fjöldi hafði safnast saman við Al- Finnbogadóttir embættiseið í þingishúsið til að hylla forsetann þriðja sinn. Töluverður mann- og fór forsetinn út á svalir hússins eftir að hún hafði undirritað eiðstafinn. Könnun umferðarráðs Jákvæðar niðurstöður Almenn notkun öryggisbelta og Ijósa. Foreldrarfrekar með belti en börnin. Nýjum bílumfjölgað mikið. Bílbeltanotkun vanabindandi. Flestir öryggisþættir hafa breyst til batnaðar Nær allir ökumenn nota nú ör- yggisbeltin, eða um 92 pró- sent, á sama tíma og meira en helmingur barna þeirra sem situr í aftursætinu er ekki í bílstól eða á bflpúða með belti. Flestir öku- menn aka nú með ljósin kveikt eða 93,4 prósent þeirra sem tóku þátt í umferðarkönnun Umferð- arráðs sem gerð var fyrr í sumar. Niðurstöður í könnuninni sýna að flestir öryggisþættir í umferð- inni hafa breyst til batnaðar. Notkun öryggisbelta hefur aukist stórkostlega milli ára því á sama tíma í fyrra voru einungis 47,7 prósent ökumanna með belti og svipaða sögu er að segja af farþ- egum í framsæti, 55,5 prósent þeirra notuðu belti í fyrra en tæp- lega 92 prósent í ár. Jafnvel full- orðnir farþegar í aftursæti eru farnir að spenna beltin enda er það trú manna að bílbeltanotkun sé vanabindandi. 93,4 prósent ökumanna aka með ljósin kveikt og er það mikil aukning frá því í fyrra þegar ein- ungis 46,2 prósent bíla voru með ljós. Fjöldi barna í aftursæti sem eru með belti eða í bílstól er ennþá undir helmingi, eða 43,9 prósent en hefur þó farið vaxandi milli ára. Það kemur fáum á óvart að nýj- um bílum hafi fjölgað í umferð- inni miðað við hinn gegndarlausa innflutning en samkvæmt könn- uninni voru 43,8 prósent bílanna yngri en 2 ára en í fyrra var þetta hlutfall 34,5 prósent. 'Þ Utanríkisviðskipti Sovétmenn vilja aukin viðskipti 45 árfráfyrsta viðskiptasamningi við Sovétríkin. YuriA. Kudinov: Perestrjokan kemur ekki til með að hafa áhrifá rammasamninga á milli landanna Sovéska sendiráðið hélt nýlega blaðamannafund í tilefni þess að 45 ár eru liðin frá því að rikis- tjórnir íslands og Sovétríkjanna gerðu sinn fyrsta viðskiptasamn- ing. Það var 1. ágúst árið 1953 sem þessi mikilvægu viðskipti þjóðanna hófust. Að sögn Yuri A. Kudinov við- skiptafulltrúa Sovétríkjanna á ís- landi er vilji fyrir hendi hjá þeim að auka verulega viðskiptin við íslendinga.„Viðskiptin við ísland hafa alltaf verið mikil og þau hafa margfaldast síðustu 35 árin. Til marks um það má nefna að olíuviðskiptin hafa hundraðfald- ast. Við gætum keypt ýmsar tæknivörur af ykkur og miklu meira af ullar- og vefnaðarvörum Ólaffur Jóhann Sigurösson látinn r Alaugardag lést Olafur Jóhann Sigurðsson, einn ágætasti rit- höfundur þjóðarinnar, sextíu og níu ára að aldri. Ólafur Jóhann var fæddur 26 september 1918. Hann hóf rit- störf kornungur; fyrsta bók hans, Við Álftavatn, kom út árið 1934, á sextánda aldursári höfundar. Ólafur Jóhann stundaði margs- konar vinnu með ritstörfum allt til ársins 1975, hann sótti fyrir- lestra um nútímabókmenntir og skáldsagnagerð við Columbia há- skóla í New York veturinn fyrir lýðveldisstofnun, en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ólafur Jó- hann samdi fyrst barnabækur, hann gerðist síðar einn fremstur meistari íslenskrar smásagna- gerðar, í skáldsögum sínum hefur hann m.a. lýst af skörpum og gagnrýnum skilningi bæði því ís- landi sem tók að hörfa með heimstyrjöldinni síðari og þeim umskiptum og breytingum á gild- ismati sem urðu í landinu þá og síðar. Ólafur Jóhann hlaut bók- menntaverðlaun dagblaðanna 1972 fyrir skáldsöguna Hreiðrið og bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1976 fyrir ljóð sín, þar sem saman koma virðing fyrir ís- lenskri ljóðhefð, göfug náttúru- ljóðræna og alvöruþrungin ádrepa á ýmsar uppákomur samtímans. Eftirlifandi kona Ólafs Jó- hanns er Anna Jónsdóttir og eiga þau tvo syni.. ef verðið væri lægra hjá ykkur. Eins og er þá getum við einfald- lega keypt þessa vöru á miklu hagstæðara verði annars staðar og á meðan svo er þá ganga þessi viðskipti ekki upp. Ekki er deilt um gæði íslenska varningsins. Hann hefur verið mjög vinsæll hjá sovéskum borgurum. Það tekur einhvern tíma að koma þessum viðskiptum aftur í lag. ís- lendingar gætu keypt af okkur t.d. varahluti í orkuver eins og Búrfellsvikjun, ýmsar vélar og meira af þeim bílategundum sem við framleiðum. Ladabílarnir okkar ná reyndar hvergi á Vest- urlöndum jafn góðri sölu og á ís- landi. Þetta er dæmi um ánægju- leg viðskipti landa okkar.“ Aðspurður um hvort Perestr- jokan hefði ekki áhrif á viðskipti íandanna sagði Yuri A. Kudinov, að þó svo sovésk fyrirtæki næðu góðum samningum, jafnvel betri en stjórnvöldum tækist að ná, þá væri slíkt aðeins góðs viti.„Það er mín persónulega skoðun að betra sé að halda áfram með viðskipt- asamninga upp á gamla mátann en vonandi verða aðrir samning- ar sem takast aðeins ánægjuleg viðbót við það sem við höfum þegar í dag“. -gfs. Skattarnir Aðalverktakar hæstir allra Landsbankinn nœst- ur-kemstekkií hálfkvisti við Verk- takana. Aðrir lögað- ilar langtum lœgri. Bandaríski herinn annar hœstur á Reykjanesi. Umfang hermangsins kemur fram í sköttunum íslcnskir aðalverktakar eru óumdeilanlega skattakóngar meðal lögaðila í ár en álagning opinberra gjalda í Reykjanes- umdæmi og Reykjavík hefur ver- ið lögð fram. Aðalverktökum er gert að greiða í opinber gjöld litl- ar 369 miljónir og rúm 600 þús- und og kemst Landsbankinn sem er hæsti lögaðili í Reykjavík ekki í hálfkvisti við Aðalverktakana og greiðir ekki nema 230 miljónir og 515 þúsund í opinber gjöld. Hæstu lögaðilar í Reykjavík á eftir Landsbankanum eru Eim- skipafélagið með 147,5 miljónir, SÍS með 111,8, Búnaðarbankinn með 108,3, Reykjavíkurborg með 98,5 og Flugleiðir með 89,2. Á Reykjanesi er bandaríski herinn annar gjaldahæsti lögaðil- inn með 33 miljónir, næstir í röð- inni er Sparisjóður Hafnarfjarðar með 30,8 og BYKO með 22,8. Heildarálagning á lögaðila í Reykjavík nemur í ár tæpum sjö miljörðum og á Reykjanesi um einum og hálfum miljarði. Álagning á einsstaklinga er með allt öðru sniði í ár en áður vegna niðurfellingar tekjuskatts og útsvars á launatekjur. Þannig nemur heildarálagning á einstak- linga á Reykjanesi 806,5 miljón- um í ár en var i fyrra rúmir fjórir miljarðar og heildaráiagning á einstaklinga í Reykjavík er 1,8 miljarðar. -rk ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.