Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 13
-ÖRFRÉTTIR— írakar sögðust í gær ekki undir nokkrum kringumstæðum fallast á vopna- hlé sem í raun væri aðeins stutt pása, „frestur fyrir lokauppgjör". Iranir létu í gær að því liggja að það væri þeim ekki á móti skapi að Sameinuðu þjóðirnar ákvæðu hvaða dag stríðsaðilar legðu nið- ur vopn og mætti einu gilda hvort írakar samþykktu eður ei. Vita- skuld tóku Irakar þetta óstinnt upp og háttsettur embættismað- ur í Bagdað sagði „að Iranir og írakar verða að koma sér saman um frið, það er ekki í verkahring írana og Sameinuðu þjóðanna." ísraelskur hermaður skaut ungan Palest- ínumann til bana á hertekna svæðinu vestan Jórdanar í gær. Hann hét Ala Al-Agbar og var 18 ára gamall. Róstur voru miklar á herteknu svæðunum í gær. Pal- estínumenn fóru í kröfugöngur og lögðu niður vinnu í mótmæla- skyni vegna nauðungarflutninga átta forystumanna þeirra úr landi. Þeir voru allir fluttir til Suður- Líbanon með þyrlum Israelshers eftir að hafa verið „fundnir sekir“ um að hafa hvatt palestínska fé- laga sína til „óhlýðni og óspekta.1' Forystumenn kommúnista í Azerbaidsjan og Armeníu hyggjast láta af öllum fjandskap sín á milli og taka höndum saman til þess að efla hag og hamingju íbúa Fjalla- Karabakhs. Einsog allir vita liggur hérað þetta í Azerbaidsjan en er byggt Armenum að miklum meirihluta. Það var fréttastofan Tass sem greindi umheiminum frá þessum gleðitíðindum, leiðtogarnir tveir hefðu fundað í Stepanakert, höfuðborg hins um- bitna héraðs, og ákveðið að „vinna saman í anda perest- rojku“. Blökkumenn sem sæti eiga í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa allir sem einn, 23 talsins, borið Japani og japönsk fyrirtæki þeim sökum að þau rægi þeldökkt fólk og aðra „minnihlutahópa" vestra. Því gæti svo farið að þeir beittu sér fyrir því að fólk sniðgengi japan- skar vörur. Þingmennirnir benda á að Japanir noti ítrekað svartar skopfígúrur í auglýsingum sínum, til að mynda „hinn nautheimska litla svarta Sambó". Þjóðremba og kynþáttafyrirlitning virðast al- geng í Japan nú sem fyrr og virð- ast menn í æðstu stöðum eiga bágt með að sitja á strák sínum. Fyrir tveim árum varð þáverandi forsætisráðherra Japans, Jashu- hiro Nakasone, að biðjast afs- ökunar eftir að hafa látið orð falla á þá leið að blökkumenn yllu því að meðalgreind Bandaríkja- manna væri ekki hærri en raun bæri vitni. í fyrra mánuði varð háttsettur flokksbróðir hans úr Frjálslynda flokknum að gera slíkt hið sama eftir að hafa fullyrt að svertingjum stæði hjartanlega á sama þótt þeir væru stórskuld- ugir og yrðu gjaldþrota. Utanríkisraðherra hvítu minnihlutastjórnarinnar í Pretóríu, Pik Botha, bauðst í gær til þess að hefja heimflutning dáta sinna frá Namibíu þann 1. nóvember næstkomandi. Yrðu þeir allir kvaddir heim fyrir 1. júní á næsta ári en þá fara fram kosn- ingar í þessu umbitna ríki. Hann setti þó tvö skilyrði fyrir heimkvaðningunni. í fyrsta lagi yrði ríkisstjórn Angólu að loka sjö herbúðum Afríska þjóðarráðsins í suðurhéruðum landsins. í öðru lagi yrðu allir kúbanskir hermenn að halda heim, 50 þúsund stykki. Hvoru tveggja yrði að vera lokið fyrir 1. júní 1989. ERLENDAR FRETTIR írski lýðveldisherinn drepur þrjá menn á tveim dögum. Varar menn viðþvíað drekka og dansa nærri breskum dátum Aðvörun IRA: Drekktu ekki ölið með breskum dáta. Liðsmenn írska lýðveldishers- ins (IRA) vógu tvo menn á Norður-írlandi í gær. Annar þeirra var lögregluþjónn en hinn „hermaður í hlutastarfi“. í gær gerðist það ennfremur að Irski lýðveldisherinn gaf út yfirlýs- ingu; fólk á Bretlandi og megin- landi Evrópu skildi ekki leggja lag sitt við breska hermenn. Það væri hættulegt. Lögreglumaðurinn lést sam- stundis þegar sprengja sprakk undir bifreið hans og tætti hana í að er alkunna að Birgitta Bar- dot sagði skilið við leiklistina fyrir allnokkru til þess að geta helgað sig baráttunni fyrir vernd og rétti dýra. Henni verður á stundum nokkuð ágengt í viður- eign sinni við dýrafjendurna en nú um helgina laut hún í lægra haldi fyrir óprúttnum útgefend- um sorprits. Bardot hafði krafist þess að bann yrði sett við sölu á nýjasta hefti vikuritsins VSD (Reuter lét sundur. Hann var á ökuferð um bæinn Lisburn en þar hefur breski herinn bækistöðvar. Að sögn lögreglu særðust 18 manns í sprengingunni. Hitt fórnarlambið var sem fyrr segir „hermaður í hlutastarfi", þ.e.a.s. félagi í varnarsveitum Ulsters (UDR). Hann var stadd- ur í skóverslun ásamt eiginkonu sinni og ungri dóttur þegar maður vatt sér að honum, dró hann útá götu og skaut hann í andlit og brjóst. Sex félagar þessa manns hjá líða að ráða skammstöfunina) en á forsíðunni gefur að líta fyrir- sögn sem er í hæsta máta villandi og kattfjandsamleg. „Eyðni-kettir fá hana líka!“ Bardot staðhæfir að við lestur blaðagreinar með ofannefndri fyrirsögn komist lesarinn að því að ekki sé átt við kynsjúkdóminn fræga heldur banvænt og bráð- smitandi kattafár. Hér sé vísvit- andi verið að gera út á ótta manna í því auvirðilega augna- miði að selja VSD. úr UDR slösuðust einnig í gær þegar erkifjendur þeirra úr IRA sprengdu jarðsprengju í Tyrone sveit, steinsnar frá þorpinu Dungannon. írski lýðveldisherinn lýsti víg- En vikuritið kemur út á mánu- dögum og um kæru Bardots hyggjast dómstólar franskir ekki véla fyrr en í dag. Því má vera ljóst að þótt dómarar fallist á rök kattavina verði um seinan að leggja bann við sölu VSD. Bar- dot var að vonum sár er henni bárust þessar fréttir til eyrna en ritstjóri tímaritsins, hin katt- fjandsamlega ungfrú Cattelin, var hinsvegar í sjöunda himni. Reuter-ks. um þessum á hendur sér. í fyrra- dag sprakk sprengja í herbúðum í Lundúnaborg. Einn hermaður lést og níu slösuðust. Þar var IRA einnig að verki. Hryðjuverka- hópar kaþólikka og mótmælenda hafa nú myrt 51 mann á Norður- írlandi á þessu ári. í fyrrnefndri yfirlýsingu frá írska lýðveldishernum var fólk varað við því að eiga nokkuð saman við breska hermenn að sælda vegna þess að „návist al- mennra borgara kemur í veg fyrir fjölmargar aðgerðir." 17 manns, allt saklausir vegfarendur, hafa látist „af slysförum“ í ár. Með öðrum orðum: Fyrir handvömm drápu liðsmenn IRA þetta fólk í stað breskra hermanna eða emb- ættismanna hennar hátignar. Heimildamenn úr röðum írska lýðveldishersins segja að almenn- ingur sé einkum varaður við því að sækja krár, bari og diskótek sem breskir hermenn leggi gjarnan leið sína á. Lögregluyfir- völd á Bretlandi óttast að fram- undan sé ný sprengjuherferð á Englandi, Skotlandi og megin- landi Evrópu. Reuter/-ks. Dýraréttur Af kattafári og kynsjúkdómum Birgitta Bardotferhallokafyrir kattafjandanum Cattelin Norður-írland „Drekkið ölið hehna!“ Sovétríkin Leyndarmál afhjúpuð Fuchs var „okkar maður‘j Stalín var engu betri en Hitler, Kapitza varði Sakharov. Flettofan affornum launmálum ísovéskusjónvarpi Gerskur almenningur sat sem þrumu lostinn fyrir framan sjónvarpsskjá sinn í fyrrakvöld. Þá sýndi sovéska sjónvarpið heimildamynd sem tekur flestu því fram sem sýnt hefur verið í sjónvarpi eystra á þessum „hrein: skilnu og opinskáu“ tímum. í henni var staðfest að Kremlverjar fengu uppskrift að atómsprengju frá þýska flótta- manninum og kjarneðlisfræð- ingnum Klaus Fuchs. Ennfremur kemur fram að Jósef Stalín var haldinn áköfu ofsóknarbrjálæði og háði hermdarverkastríð gegn þegnum sínum. Heimildamynd þessi ber heitið „Áhætta-2“. „Fuchs var eindregið þeirrar skoðunar að það væri fráleitt að önnur valdablokk heimsins ein- okaði kjarnorkuleyndarmálið. Því ákvað hann að segja vald- höfum í Moskvu allt af létta,“ segir þulur heimildamyndarinn- ar. Fuchs var borinn og barnfæddur í Þýskalandi en flúði til Bretlands þegar nasistar kom- ust til valda. Þaðan hélt hann til Bandaríkjanna. Á stríðsárunum vann hann við gerð „sprengjunn- ar“ í Los Alamos. Skömmu eftir styrjaldarlok komst upp um Fuchs og var hann tekinn höndum á Bretlandi. Hann viðurkenndi að hafa veitt Sovétmönnum upplýsingar um smíði kjarnorkuvopna, var fund- Klaus Fuchs, Jósef Stalín og Pjotr inn sekur um njósnir og dæmdur í 14 ára fangelsi. Þegar Fuchs var látinn laus settist hann að í Austur- Þýskalandi og þar lést hann í jan- úarmánuði síðastliðnum. Kremlverjar hafa fram að þessu launað gott með illu því þeir hafa ætíð svarið fyrir vináttu við hinn greiðvikna hugsjónamann Klaus Fuchs. En framleiðendur „Áhættu-2“ létu skammt stórra högga á milli. í heimildamyndinni fær Jósef Stalín það óþvegið. f raun er hann dreginn í dilk með Adólfi Hitler og Maó Tse Tung en þá spyrða menn saman í austurvegi sem einræðisherrafól sem leiddu ómældar þjáningar yfir eigin þegna ekki síður en annarra þjóða menn. Kapitsa. „Áhætta-2“ greinir frá því að það hafi verið hinn alræmdi Lavr- entí Bería, þáverandi yfirmaður öryggislögreglunnar, sem hafði yfirumsjón með smíði sovésku kjarnorkusprengjunnar. í „Áhættu-2“ eru sýndar frétta- myndir af sovéskum hermönnum sem gefast upp fyrir Þjóðverjum skömmu eftir innrás þýsku herj- anna í ofanverðum júní árið 1941. Þetta var í fyrsta skipti að þessar kvikmyndir komu fyrir sjónir alþýðu manna í Sovétríkj- unum. í „Áhættu-2“ fullyrða þulir að Stalín hafi orðið sér „úti um nýj- an óvin“ eftir stríðið: „sitt eigið fólk“. Hann hafi borið kvíðboga fyrir því að alþýðan hefði öðlast trú á mátt sinn og megin í deiglu styrjaldarinnar. Því hefði hann hafið blóðugar ofsóknir á hendur henni að nýju á ofanverðum fimmta áratungum í því augna- miði að „bæta agann“ og efla auðsveipni og ótta manna í sinn garð. Almenningur var einnig leiddur í allan sannleik um ýmsa síðari tíma atburði í „Áhættu-2“. Það sem vafalaust telst forvitni- legast af þeim er uppljóstrun um ágreining í sovésku vísindaaka- demíunni. Höfundar heimilda- myndarinnar segja að þekktur fé- lagi í þeim klúbbi, Pjotr Kapitsa að nafni, hafi gert allt sem í hans valdi stóð til þess að koma í veg fyrir brottvikningu Andreis Sak- harovs árið 1980. Honum hefði næstum tekist ætlunarverk sitt. Reuter/-ks. Miðvikudagur 3. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.