Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN-- Fórstu út úr bænum um helgina? Róbert Árni Róbertsson, nemi: Já, ég fór á Laugarvatn. Þaö var allt of mikil ölvun þarna og ég var þarna sem betur fer í stuttan tíma. Kristín Þorgeirsdóttir, garðyrkjumaður: Já, ég fór á Laugarvatn. Það var allt í lagi en mér fannst ölvunin allt of mikil. Ómar Níelsson, margra manna maki: Ég var heima og hafði það ofsa- lega gott. Mér finnst svo gott að slaka á heima hjá mér og eftir slíka afslöppun er ég margra manna maki. Sólon Ragnarsson, sölumaður: Nei, ég fór ekkert. Var heima um helgina og vann svolítið. Auður Aðalsteinsdóttir, kennari: Nei, ég var heima og hafði það náðugt. Vann þó svolítið. Mlðvlkudagur 3. ágúst 1988 173. tölublað 53. árgangur Kvennaþing SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Velheppnuð opnunarhátíð Þriggjci tíma dagskrá áfjórum leiksviðum. Athygli vakin á vanda innflytjenda. Rigning sló ekki á haráttuandann Sænsku og norsku söngkonurnar Py Backman, Anne Grete Preus og Marie Bergman rokkuðu af miklum krafti og hleyptu fjöri í mann- skapinn. En tónlist var mikið áberandi í opnunarhátíðinni. Mikil stemmning ríkti á opn- unarhátíð kvennaþingsins í Osló á laugardag. Rúmlega 9 þús- und þátttakendur söfnuðust sam- an á Akershus festning og fylgd- ust með þriggja tíma dagskrá sem fór fram á fjórum leiksviðum. Flutt voru atriði frá öllum þátt- tökuþjóðum ásamt atriðum sem þjóðirnar unnu að í sameiningu. Einna hæst bar sinfóníuhljóm- sveit kvenna skipaða 65 hljóðfær- aleikurum. En tónlist var mjög áberandi í dagskránni. Eitt verkanna sem sinfóníu- hljómsveitin lék var verk eftir 5 norræn tónskáld og er Mist Þor- kelsdóttir eitt þeirra. Þá var af íslands hálfu fluttur ballettinn Skapanornirnar eftir Auði Bjarn- adóttur og var tónverkið Þrenn- ing eftir Misti Þorkelsdóttur leikið undir. Sænskar og norskar rokksöng- konur hleyptu síðan fjöri í leikinn með kraftmiklu og skemmtilegu rokki. Söngur finnsku söngkon- unnar Violetta Parra vakti mikla athygli. En hún flutti „Þökk sé þessu lífi“ á 5 norðurlandatung- umálum. Hún notaði tækifærið og minnti á vanda flóttafólks um allan heim og hvatti norrænar konur til að vinna gegn vaxandi óvild í garð flóttafólks á Norður- löndunum. Mikið var um það að konur klæddust þjóðbúningum. Fær- eyskar konur vöktu athygli fyrir sinn klæðnað og Vikivakadans. En þær fluttu einnig forvitnilega leikgerð af „Selskonunni", sem er fönguð af veiðimanni. Ráðstefnugestir mega hafa sig alla við til að njóta þess sem í boði er á þinginu. Fyrirlestrar fara fram í 35 sölum og komast stund- um færri að en vilja. Þeir eru um margvísleg málefni ma. uppeldi og kjarnorkumál. í stórum leikfimisal hefur verið komið fyrir 90 básum þar sem ýmiss samtök og hópar kynna starfsemi sína og viðhorf. Sjö básar eru frá íslandi til dæmis frá ASÍ og BSRB. En í dag sitja þeir Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ og Kristján Thorlasíus formaður BSRB fyrir svörum um stöðu kvenna í verkalýðshreyfingunni. Öll kvöld er fjölbreytt listadag- skrá í boði. Tónskáldin Mist Þorkelsdóttir, Jórunn Viðar og Karolína Eiríksdóttir eiga allar verk sem flutt verða á þinginu. Auk þess verða tvö íslensk leikrit flutt, það fyrra eftir systurnar Helgu og Elísabetu Brekkan en það seinna eftir Ásdísi Skúladótt- ur- -mj/hmp Mikið var um að konur skörtuðu þjóðbúningi við opnun Kvennaþingsins í Osló. Hér eru nokkrar glaðbeittar sem fengust til að stilla sér upp fyrir Ijósmyndara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.