Þjóðviljinn - 06.08.1988, Side 4
c§3Húsnæðisstofnun ríkisins
TÆKNIDEILD
y Sími 696900
Útboð
Stjórn verkamannabústaða Siglufirði óskar eftir
tilboðum í byggingu tveggja íbúða í tveggja hæða
parhúsi, byggðu úr steinsteypu.
Verk nr. V.03.01. úr teikningasafni tæknideildar
Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 253 m2.
Brúttórúmmál húss 750 m3.
Húsið verður byggt við götuna Hafnartún nr. 36-
38, Siglufirði og skal skila fullfrágengnu, sbr. út-
boðsgögn.
Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu
Siglufjarðar, og hjá tæknideild Húsnæðisstofn-
unar ríkisins, frá þriðjudeginum 9. ágúst 1988
gegn kr. 10.000.- skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en
mánudaginn 22. ágúst 1988 kl. 14.00 og verða
þau opnuð að viðstöddum bjóðendum.
DAGVIST BARIVA
HLIÐAR
Leiksk. Hlíðaborg v/Eskihlíð
Óskar að ráða starfsfólk til uppeldisstarfa
eftir hádegi.
Athugið að börn starfsmanna (3—6 ára)
geta fengið leikskólavist.
Uppl. gefa forstööumenn Lóa og Sesselja
í síma 20096 eða á staðnum.
ff Útboð -
sundlaug í Suðurbæ
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í 4. áfanga bygg-
ingar sundlaugar í Suðurbæ. í verkinu er innifal-
inn lokafrágangur byggingar, þ.e. lóðargerð,
múrverk, flísalögn, lagnir og innréttingar.
Verktaki tekur við uppsteyptu mannvirki.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 25.000,- kr.
skilatryggingu. Afhending frá þriðjudeginum 9.
ágúst. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 6. september nk. kl. 10.00.
Bæjarverkfræðingur
Lagerstörf
VERSLUNARDEILD
SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM • SÍMI 681266
FRETTIR
Blönduvirkjun
Alvarlegur
misskilningur
Athugasemd Landsvirkjunar við ummœli Halldórs Ásgríms-
sonar sjávarútvegsráðherra
í Þjóðviljanum er fimmtudag-1
inn 4. þ.m. birt viðtal við Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra varðandi nýja stóriðju hér á
landi og virkjanamál. Er þar haft
eftir ráðherranum að ekkert
verði við orkuna úr Blönduvir-
kjun að gera verði ekki af álveri í
Straumsvík. Hér er um mikinn
misskilning að ræða og í mótsögn
við viðtalið að öðru leyti. Al-
menn orkunotkun eykst hér á
landi um því sem næst 80
Gígawatt-stundir á ári án nýrrar
stóriðju og með hliðsjón af því
áætlast núverandi orkuöflUnar-
kerfi verða fullnýtt 1991.
Fyrirsjáanlega þarf Blöndu-
virkjun þvf að vera byrjuð að
framleiða orku haustið 1991 eins
og nú er stefnt að ef ekki á að taka
of mikla áhættu af afl- og orku-
skorti veturinn 1991-1992.
Upphaflega var áætlað með
hliðsjón af þágildandi orkuspá að
Blönduvirkjun þyrfti að vera
komin í rekstur þegar á árinu
1988. Verklokum við virkjunina
var síðan frestað í áföngum um
þrjú ár eða til 1991 í samræmi við
breytta orkuspá, sem gerði ráð
fyrir minni aukningu í orkueftir-
spurn hins almenna markaðar en
sú fyrri.
Komi ekki til nýrrar stóriðju
áætlast Blönduvirkjun ásamt nú-
verandi kerfi nægja til að
fullnægja vaxandi orkueftirspurn
fram yfir aldamót. Þetta er álíka
langur tími og það mun taka að
fullnýta síðustu virkjun Lands-
virkjunar, Hrauneyjafossvirkj-
un, ásamt því orkuöflunarkerfi
sem var fyrir hendi er sú virkjun
hóf starfsemi sína árið 1982.
Komi hinsvegar til þeirrar stækk-
unar álversins í Straumsvík, sem
nú er til umræðu, verður Blönd'u-
virkjun, sem er 150 MW, fullnýtt
þegar á árinu 1992 eða einu ári
eftir að hún er tekin í notkun og
þarf þá ný 100 MW virkjun að
Forsvarsmenn Landsvirkjunar segja það mikinn misskilning hjá Hall-
dóri Ásgrímssyni að orkunni sem fáist með Blönduvirkjun verði ekki
komið í gagnið nema með nýrri stóriðju.
koma í gagnið 1992. Virðist hag-
kvæmasti kosturinn vera stækkun
Búrfellsvirkjunar ásamt lúkningu
Kvíslaveitu og aukinni miðlun í
Þórisvatni.
Að því er varðar tímasetningu
Blönduvirkjunar leyfir Lands-
virkjun sér að vísa jafnframt til
greinar Halldórs Jónatanssonar,
forstjóra Landsvirkjunar, um
vatnsbúskapinn og tímasetningu
Blönduvirkjunar í fréttabréfi
fyrirtækisins, 2. tbl. 1988.
Landsvirkjun
Bílaumboð
Uppsagnir og samdráttur
Hjá Kristni Guðnasyni h.f. sem
flytur inn BMW- og Ren-
aultbfla standa nú yfir skipulags-
breytingar og hefur þremur yfir-
mönnum verið sagt upp störfum
vegna þeirra.
Að sögn Ólafs Kristinssonar
forstjóra eru horfurnar framund-
an slæmar og ekki séð fyrir
endann á þeim samdrætti sem nú
á sér stað í bílasölunni. - Þau fyr-
irtæki sem ekki bregðast skjótt
við þessu ástandi núna súpa
seyðið af því síðar. Við gerum
breytingar á mannaforráðum hjá
okkur, drögum saman seglin og
ekki verður komist hjá því að láta
menn fara þegar svona ber undir.
-gís.
Vöruskiptajöfnuður
Minna út en inn
Fyrstu fjóra mánuði þessa árs
var vöruskiptajöfnuðurinn
óhagstæður um 377 miljónir
króna. Út voru fluttar vörur fyrir
16.402 milj.kr. en inn fyrir
16.779 mi^.kr. Reiknað á fostu
gengi var vöruskiptajöfnuðurinn
á sama tíma í fyrra hagstæður um
948 milj.kr.
Útflutningur í fyrra var heldur
minni í janúar-apríl (16.088
milj.kr) heldur en nú, en inn-
flutningurinn nú var nærri 11%
meiri en í fyrra (15.140 milj.kr).
Innflutningur til stóriðju og olíu-
innflutningur ásamt innflutningi
skipa og flugvéla er jafnan mjög
breytilegur. Séu þessir liðir frá-
taldir reyndist annar innflutning-
ur (85% af heildinni) hafa orðið
8% fyrstu fjóra mánuði þessa árs
en á sama tíma í fyrra reiknað á
föstu gengi.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. ágúst 1988
Kvennaþingið
Brynja Ben.
samdi
kvenna-
söngieikinn
í frásögn af kvennaþinginu í
Osló í blaðinu í gær segir að söng-
leikur sá sem BSRB-konur fluttu
þar um sögu íslenskra kvenna sé
saminn af flytjendum. Þetta er
ekki rétt - Brynja Benediktsdótt-
ir samdi þennan söngleik og
leikstýrði honum og eru hlutað-
eigendur beðnir afsökunar á mis-
sögn þessari.
Lesendakönnun
Þjóðviljans
Geriö skil!
Þeir áskrifendur sem lentu í úr-
taki lesendakönnunar Þjóðvilj-
ans og fengu senda spurninga-
lista, en hafa enn ekki svarað
þeim, eru vinsamlegast beðnir að
gera skil á næstu dögum.