Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Ef flugvél færist á Austurvelli... Það verða alltaf slys segja menn, - ef það ætti að koma í veg fyrir slys yrðu menn að halda sig í húsum inni, og jafnvel þar verða ófá slys, raunar sum þau allra verstu, bæði í líkamlegum skilningi og félagslegum. En óhöpp og slys eru ekki öll af sömu ætt. Sumt hendir einsog náttúrutilviljun eða guðsvilji, ekki verður úr bætt, ekki við neinn að sakast, og varla annað að gera en bíta á jaxlinn og halda áfram frammá veg. önnur slys verða vegna þess að hættunni hefur verið boðið heim, hugsunarleysi, leti, þekkingarskortur, hagsmunaárekstrar, ósamlyndi, kæruleysi, sjálfgæðings- háttur, ræfildómur, mismeðvituð mannvonska eða hrein og bein eðlisheimska koma í veg fyrir að um hlutina sé búið þannig að gætt sé þess öryggis sem sjálfsagt er í félagi manna sem bera virðingu fyrir eigin lífi og annarra. Við búum hérlendis við óblíða náttúru, og íslendingar hafa í þúsund ár þurft að bíta á jaxlinn frammi fyrir þeim óförum sem fátt hefur verið við að gera. Þessi saga kann að hafa gert að verkum að við höfum í nýju tæknisamfélagi sinnt lítt um slysahættu og öryggi, hvorki á vinnustað, á þjóðvegum eða í skipulagi. Það hefur eiginlega þótt hálfgerður bleyðiskapur, ósamboðinn ís- lenskri karlmennsku í víkingastíl. Það er tímanna tákn að upp er risinn hópur kvenna sem hafa ákveðið að reyna að vekja almenning og yfirvöld til alvarlegrar umhugsunar um sjálfskapað fjöldamorðsástand í umferðinni, ástand sem á sér skýringar bæði í ýmsum mannlegum löstum og í þeim samfélagsháttum sem við þrífumst í, ástand sem er svo mikið daglegt hneyksli að við kjósum oftast að hliðra okkur hjá að muna eftir því. Viðbrögð valdsmanna við flugslysinu í Vatnsmýrinni í vik- unni eru hinsvegar dæmigerð um gamla tíma, og ekki fulll- jóst hvort þar ræður smásálarskapur eða heimska. Stór innanlandsflugvöllur í miðri höfuðstaðarbyggð er stórhættuleg tímasprengja frá sjónarhóli öryggis, og dugar lítt að bæta böl með því að benda á önnur verri, eða vísa til samþykktar Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarsalnum uppí Skúlatúni. Þar við bætist að mörg önnur rök hníga að því að völlurinn verði fluttur eða aflagður. Þetta ætti að vera eitt af stórverkefnum næstu ára í samgöngumálum, - jafnmikils- vert og jarðgöngin vestra og eystra. í umræðu sem óhjákvæmilega spratt upp eftir flugslysið var spurt hvort þrjú kanadísk mannslíf væru ef til vill ekki næg fórn til að yfirvöld -fyrst og fremst borgarstjórnarmeiri- hlutinn og stjórnendur flugmála - rönkuðu við sér. Fimmtíu metrar frá Hringbrautinni væru þó 50 metrar, og í raun og veru hefði kannski ekkert gerst nema bara slys einsog venjulega, og bara útlendingar týnt lífinu. Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna, lýsir því í helgarblaði Þjóðviljans hvað gæti gerst ef aðeins stærri vél en sú kanadíska færist nokkur hundruð metrum hinu- megin við Hringbrautina, og kynni sú lýsing ef til vill að hreyfa við stjórnvöldum. Færi Fokker-vél niður við Austurvöll og ekki í Vatnsmýr- inni, - til dæmis að vestanverðu, segir Guðjón að við það misstum við Landssímahúsið, Alþingishúsið, Dómkirkjuna og jafnvel fleiri hús þar suður af. Brot og logandi eldsneyti dreifðust mjög víða og gætu valdið stórbruna í miðbænum í mörgum húsum. Ef slíkt gerðist þegar mikið væri af fólki í bænum yrði manntjón eflaust mjög mikið og gífurlegt slys. Þar að auki yrðu afleiðingarnar miklar fyrir þjóðfélagið, þarna er aðal símstöðin, og færi hún gæti það valdið meiri- háttar samgönguörðugleikum við landið, nú - Alþingishúsið og ráðhúsið. Afleiðingarnar yrðu mjög víðtækar og alvar- legar af að fá flugvél þarna niður, segir framkvæmdastjóri Almannavarna. Hætt er við að við slíku dygði skammt það vopn að búið sé að samþykkja í borgarstjórn að flugvöllur skuli vera til eilífðar í Vatnsmýrinni. -m -----HALLGRÍMUR----- Siesta í Siena í Toscana-héraði miðju, falleg- asta héraði Ítalíu, er smáborgin Siena, fallegasta borgin í Tosc- ana, og í henni miðri er aðaltorg hennar, Piazza del Campo, fal- legasta torg í heimi. Yfir því nær miðju gnæfir ráðhústurninn, tákn borgarinnar, og klukka hans slær eitt bergmálandi högg þegar skuggi hans gengur þvert yfir torgið mitt eins og stærri vísir á venjulegri klukku. Klukkan er eitt og sólin í hásuðri. Siestan er hafin og kvíslast út frá torginu í þröngum strætum sem hlykkjast upp og niður hæðirnar út frá hinu _ skeifulega torgi sem hallar niður að miðpunkti sínum undir turnin- um og er eiginlega stærsta götu- ræsi heims. Pá sjaldan að það rignir hér um slóðir. Regntími júlímánaðar er í mínútum talinn. Verslanir loka, barir og bank- ar, hinar þröngu götur sem allar eru göngugötur fyllast af fólki sem er á leið heim til sína í Siestu. 64 þúsund ítalir, sem flokkast í gamla kalla og ungar stelpur, og álíka margir túristar sem þó jafnvel heilsast sín á milli því borgin er lítil og fólk er alltaf að hitta sama fólkið aftur. Menn handlanga sig eftir hellunum sem þó hitna aldrei um of því húsin eru há með skeggjum og sólgler- augu því óþörf hér þótt sólin skíni 300 daga á ári. Borgin er hönnuð með tilliti til sólar, ef hönnun skyldi kalla, því líkast er til að hún hafi vaxið sjálfkrafa og eðli- iega út frá keppnistorginu upp að dómkirkjunni og niður í nálæga dali. Gatnakerfið er eins og bród- eríng úr alþýðulist. Allir komast þó heim til sín að lokum, túristarnir herma hvert skref sitt upp eftir kuðluðu kort- inu en heimamenn þjóta um á há- værum skellinöðrum sem kallað- ar eru mótorettur. Eins og fólkið upp tröppurnar skríður hitinn eftir mælinum og yfir þrjátíu gráður en nær þó ekki inn í lokuð dimm og svöl húsin með sínum grænmáluðu gluggahlerum og tíu tonna hurðum. Brátt verða göt- umar svotil mannlausar eins og í íslensku sjávarþorpi um hádegis- bilið og allt dettur í dúfnalogn, jafnvel þær slá af leiðigjörnu og þéttbýlu kurri sínu og stinga höfði undir væng í skugga frá þakskeggi. Kirkjuklukkurnar slá þó enn einu sinni áður en pönn- urnar taka að suða út um eldhús- gluggana, í gegnum gluggahler- ana, tortellini á panna, með til- heyrandi diskaglamri og eigin- mannsumli. Húsmæðurnar þegja hinsvegar alveg og kveikja í stað- inn á sjónvarpinu á eldhúsborð-' inu, fjölskyldan horfir á fimm ára gamlan þátt í „Fame“-röðinni á hverjum degi. Söngurinn berg- málar um hverfin „I’m gona live forever, I’m gona learn how to fly“. En síðan tekur döbbingin við. Va bene. Þungir á meltunni leggjast menn síðan til svefns á meðan hit- inn stígur þetta einsamall síðustu skref sín upp með húsveggjun- um, á mælunum upp í 35 stig, hápunkt sinn, og fer síðan að lækka flugið til vesturs eins og sólin. Á milli þrjú og fjögur er Síestan í hámarki sínu, kyrrðin er spænsk og ekki múkk að heyra utan einstaka glas af míneral vatni sem suðar litla stund eftir að hellt hefur verið í það. Inní loftháum herbergjunum hnyklar sig spaghettíið í ítölskum innyflum og önnur pasta passar af aldagamalli hefð í meltingarfærin og ratar síðan rétta leið út. Eftir rumsk og byltur velta senjórar og rínur sér fram úr og hljóðin ber- ast nú út um bakgluggana á tojl- ettóunúm. Niðursturt og sturtu- hljóð, menn skella sér í eina freddó áður en aftur er farið í föt og byrjaður nýr dagur. Sá fjórt- ándi í þessari viku. Rennihurð- irnar renna hávært upp frá búð- argluggum og brátt fyllir loftið einn allsherjar skellinöðru- sveimur. Espressó-bollarnir fyll- ast á börunum og tæmast skjótt með einum og einum Camparí- sóda innan um. Grazie. Þessi síð-dagur er þó nokkuð frábrugðinn hinum fyrri morgun- degi. Hitinn er meiri þótt farinn sé að lækka og skemmtilegri blær yfir öllu, hægari og afslappaðri ef hægt er að segja svo um þessa þolinmóðu þjóð. Það liggur minna á og sumir eru alveg búnir í vinnunni, kallarnir eru komnir í stólana sína utan við billjardbarina eða byrjaðir á slag undir viftu á briddsborðunum í innsal. Konurnar eru ögn betur tilhafðar og aliar klæddar eins og þær væru stórfallegar og uber- sexy, þótt þær séu það ekki, það er ekki nema ein og ein, sem alltaf er reyndar sú hin sama. Brún bök, leggir og kálfar verða að illa grilluðu fési þegar þeim er fram snúið. Strákarnir eru hins- vegar allir vængstýfðir kerúbar og komnir í Palíó-búningana með trumbur og fána, æfa sig um göt- umar fyrir hina miklu hesta- keppni á Piazza del Campo, sem fram mun fara þann 16. ágúst n.k. og verður sjálfsagt að efni í grein. Sá mikli hávaði breytir þó ekki að gaman sé að spóka sig um þessar faðmbreiðu skuggagötur á stuttbrók með brilljantín, kíkja á verðmiða í fatagluggum, fá sér ís hjá Nannini eða Spúmante á Jolly-Café, róla sér inn í bóka- búðir og lesa litia stund í Virgli eða Vergilíusi um þá „borg sem þeir kalla Róm“ eða blaða lítt í Súddeutsche Zeitung, Melody Maker eða Alþjóðlegum Haraldi Þríbunu svo maður gerist iaxnæs. Já, það er mannúðleg munúð að mega laus við litarstrit um frjálst þenkjandi höfuð strjúka. Að loknum löngum kvöldverði með pöstum og antipöstum, pjöttum primi og sicundi með niður- skoluðu gylltu rauðvíni úr nær- sveitunum örlar svo jafnvel á menningarviðburðum í bessu kúltúrlausa miðaldabæli. Á að- altorginu er etv. jazz-festival í gangi þar sem „tifa tómir kollar, í takti frá öldnum snerli" eða sýn- ing í útibíóinu þar sem setið er á fornyrðislegum hringleikhús- tröppum við breiðtjald. Já, það er margt dundrið í heiminum og sumt af því hér í Siena, í Toscana, fyrir, um eða eftir Siestuna. Prego. Siena, 31. júlí 1988 HalUgrímur Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útjpfandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. RiUtjórar: Ami Bergmann, Möröur Ámason, óttar Proppó. Fróttastjórl: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Guömundur Rúneir Heiöarsson, Hiörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfrföur Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Siguröur Á. Friöþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sœvar Guöbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta-og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJÓsmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitatalknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pótursson Framkv»mdastjórl:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifatofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjóri: OlgaClausen. Auglysingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSiguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiöslu-og afgreiöslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöö: 80 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐViLJINN Laugardagur 6. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.