Þjóðviljinn - 30.08.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 30.08.1988, Page 1
Þriðjudagur 30. ágúst 192. tölublað 53. árgangur Avöxtun VerÖbréfamarkaÖ urinn í erfiðleikum Kveldúlfshúsið mélað niður I gær byrjuðu vinnuflokkar að méla niður eitt sterkbyggðasta hús sem reist hefur verið hér á landi til að Eimskipafélagið geti byggt lúxushótel á lóðinni. ÞaðvarThorJensensembyggðihúsiðfyrirfiskverkunáöðrumáratug þessarar aldar en Jón Þorláksson verkfræðingur og fyrsti for- maður Sjálfstæðisflokksins teiknaði það. Þegar húsið verðurfarið hefur frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum endanlega brotið mélinu smærra allt það sem minnir á forna frægð á þeim bæ. Mynd: Ari. Grandi hf „Fáránlegt verö“ Skrifað undir kaupsamning við Engeyjarœttina í gœr. Kaupverðið 500 milljónir Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins segir að kaupverð Engeyjarættarinnar á hlutabréfum borgarsjóðs í Granda hf. sem undirritað var í gær sé fáránlegt og að hann muni greiða atkvæði gegn samningnum á fundi borgarráðs í dag. Sigurjón segir jafnframt að þegar búið sé að bjarga fisk- vinnslunni úr núverandi kröggum verði Grandi hf. eitt öflugasta fyrirtæki sinnar tegundar hér- lendis sem kaupendur hafi fengið á 500 milljónir sem sé hreint gjaf- verð. Samkvæmt kaupsamningnum fer framsal hlutabréfanna fram 5. október nk. en ljóst er að salan kemur til kasta borgarráðs á fyrsta fundi þess eftir sumarfrí 15. september nk. Sjá síðu 3 Alþýðubandalagið Þinghald strax - Við þessar óvissuaðstæður og með hliðsjón af líklegum efna- hagsráðstöfunum er það að mati þingflokksins skýlaus, lýðræðis- leg og þingræðisleg skylda að kalla nú saman Alþingi þegar í stað, segir í bréfi sem þingflokkur Alþýðubandalagsins sendi Þor- steini Pálssyni forsætisráðherra í gær. Með því að kalla Alþingi sam- an yrði tryggt að þjóðin fengi réttar upplýsingar um ástand efnahagsmála og afleiðingar hinna ýmsu ráðstafana, segir í bréfi þingflokksins. Sjá síðu 2 Ólafsfjörður Enn hættu- ástand Tug miljóna tjón af völdum úrkomu og skriðufalla. Háttí200 íbúar urðu aðyfirgefa 70 hús. Spáð stormi og úrkomu Gríðarlegt úrfelli gekk yfir Ól- afsfjörð sl. sunnudag og varð það til þess að amk. sjö auskriður féllu úr Tindaöxl og þar af tvær sem féllu á íbúðahverfi auk ótal- inna skriða sem féllu í Ólafsfjarð- armúla og er vegurinn nánast horfinn með öllu Ólafsfjarðar- megin. Engin slys hafa orðið á fólki þrátt fyrir að litlu hafi mátt muna þegar ástandið var einna verst. Almannavarnir lýstu yfir hætt- uástandi í bænum á sunnudag og hefur því ekki enn verið aflýst. Hátt í 200 manns urðu að yfirgefa um 70 hús efst í bænum vegna hættu á frekari skriðuföllum. Yfir 30 cm djúpt vatn var á götum bæjarins þegar verst var og flóði vatn inn í kjallara og olli miklum skemmdum. Spáð er stormi og úrkomu á Norðurlandi Sjá síðu 3 Innlausnarbeiðnir fyrir fjórÖungi sjóðanna Viðskiptavinir Ávöxtunar sf hafa á undangenginni viku tekið út eða farið fram á að fá að taka út, fjórðung þess heildarfjár- magns sem sjóðir fyrirtækisins ráða yfir. Tífölduðust innlausnir í Verðbréfasjóði Ávöxtunar hf og Rekstrarsjóði Ávöxtunar hf í síðustu viku. Hefur þetta leitt til mikilla lausafjárerfiðleika hjá sjóðunum, sem hafa verið fjarri því að geta staðið við það fyrirheit að innlausn geti farið fram samdægurs. Þess í stað skiptir innlausnartími bréfa í sjóðunum nú vikum ef ekki mán- uðum. Viðlíka ástand á sér vart hliðstæðu í íslenskri fjármála- sögu. Forráðamenn Ávöxtunar leggja þó áherslu á að hrina innlausnarbeiðna sé yfirstaðin og að allir fjármunir í sjóðum Ávöxtunar séu tryggir og baktryggingar í lagi. Sjóðirnir hafi ekki orðið fyrir umtalsverðu tapi og Ávöxtun sf. muni því halda sínu striki. Sjá SÍðll 3 Pétur Björnsson t. v. og Ármann Reynisson brúnaþungir á svip í gær. Mynd - ARI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.