Þjóðviljinn - 30.08.1988, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1988, Síða 4
Heilbrigðisfulltrúi Staöa heilbrigöisfulltrúa viö Heilbrigöiseftirlit Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan veitist 1. október nk. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt reglugerö nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eöa skyldum greinum svo sem dýralækningum, líffræði, matvælafræði, hjúkrun- arfræöi eða hafa sambærilega menntun. Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæöisnefndar Reykjavíkursvæðis (borgarlækninum í Reykja- vík) fyrir 15. september nk., en hann ásamt fram- kvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins veitir nánari upplýsingar. Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og íslands. í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1989 skulu sendar stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands fyrir 30. september n.k. Áritun á ís- landi: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu rit- aðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands 24. ágúst1988 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í bún- að fyrir snúningsgólf í útsýnishús á Öskjuhlíð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. september n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 i j I I Laus staða Staða forstjóra Fangelsismálastofnunar er laus til umsóknar. Forstjórinn skal vera lögfræðingur. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 23. septemb- er 1988. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 23. ágúst 1988 Laus staða Staða fangavarðar við fangelsin í Reykjavík og Kópavogi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 23. september 1988. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist dómsmálaráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 23. ágúst 1988 _____________________________FRÉTTIR_____________________________________ Hafbeitarlax Heimtur mjög misgóðar Metheimtur í Laxeldisstöðinni í Kollafirði og laxinn vœnn. Þokkalegt hjá Vogalax, enfremur dræmt í Kelduhverfinu Hjá Laxeldisstöð ríkisins í Kollafírði var í fyrra sleppt 190 þúsund seiðum og hafa rúm- lcga 20.000 laxar skilað sér í sumar, sem eru metheimtur af svo stórri sleppingu á þeim bæn- um. Eitthvað kemur af 2 ára laxi næsta sumar og þá gætu heimturnar komist í 12-13%, að sögn Jónasar Jónassonar tilraun- astjóra. Jónas sagði fiskinn mjög væn- an af 1 árs laxi að vera og rakti hann þennan góða árangur til sér- staklega góðra sjávarskilyrða er seiðin fóru til sjávar í fyrra og síðan var ekki mjög kaldur sjór í vetur. Hjá hafbeitarstöðinni Voga- laxi í Vogum á Suðurnesjum var sleppt flestum seiðum hér á landi í fyrrasumar, alls 400 þúsund og í sumar var magnið enn aukið og milljón seiði send á haf út. Stöðvarstjórinn, Sveinbjörn Oddsson, sagði heimtur úr slepp- ingunni í fyrra vera orðnar 7-8%, sem telst vera þokkalegt. Þessi 1 árs lax hefur verið að meðaltali um 2,8 kíló að þyngd. Aðalmarkaður fyrir hafbeitar- Iaxinn er í Bandaríkjunum og Evrópu og taldi Sveinbjörn að vel mætti una við markaðsaðstæður þessa stundina. Á þessum mörkuðum fást nú 400-500 krón- ur fyrir kílóið af laxinum. Fremur dræmt var hljóðið í Páli Gústafssyni hjá ísnó, sem er með fiskeldisstöð í Kelduhverfi í Öxafirði. Hann sagði þá aðalega vera í tveggja ára stofnum og væru um 800 laxar komnir inn í sumar, en ekki er búið að taka nákvæmlega saman hvernig Athugasemdir Vegna skrifa um „undanþágu“ Pálma á Akri í Þjóðviljanum 24. ágúst er fjall- að um niðurskurð á iðufé og þau stórmerki að ekki skuli áformað að skera niður hjá Pálma á Akri í haust. Er það m.a. byggt á „frétt“ Bændablaðsins um þessi efni. Af þessu tilefni þykir mér ástæða til að taka eftirfarandi fram: Annað meginatriði þessa máls er að ákvörðun er tekin af land- búnaðarráðuneyti og sauðfjár- veikivörnum um að ekki skuli skorið niður á Akri á þessu hausti. Ég hafði snemma í vor ós- kað ákvörðunar um þetta mál þannig að hún lægi fyrir áður en ég keypti áburð, því ekki var mikið vit í að kaupa áburð og stofna til kostnaðar við heyskap, ef mér bæri að skera féð niður í haust. Sauðfjárveikivarnir vís- uðu málinu til umsagnar hrepps- nefndar Torfalækjarhrepps og túlkar oddvitinn það sem umsókn af minni hálfu. Ákvörðun um þetta efni gat verið álitamál þar sem stuðst hafði verið þá þumal- puttareglu, sem út af fyrir sig styðst ekki við nein ákvæði í lögum, að farga fé þar sem minna en fimm ár voru frá því að riðu- kind hafði fundist, en hjá mér voru þetta fjögur ár. fordæmi voru fyrir frávikum frá þessari viðmiðunarreglu og hafa þau vafalaust ráðið því hver niður- staðan varð. Hitt meginatriði málsins er að því miður eru tæplega líkur til að með niðurskurði á 20-25 þús. fjár í haust sé riðuveiki útrýmt úr landinu. Hætt er við að eitt og eitt tilfelli kunni að koma upp á næstu árum. Ég tel því eðlilegt að heilbrigð- iseftirlit verði aukið með sauðfé næstu árin á þeim svæðum þar sem riða hefur fundist eða verið landlæg. Ég hef óskað eftir slíku auknu eftiliti með mínu fé. Fari svo að nýtt riðutilfelli finnist verður fénu að sjálfsögðu fargað, svo sem hvarvetna annars staðar, þar sem riðuveikar kindur kunna að fínnast á næstu árum. Allar glósur um Jón eða séra Jón eru því út í bláinn og allt tal um sérreglur fyrir mig og mitt fé eru tilefnislausar. Reykjavík, 26. ágúst 1988. Páimi Jónsson Mjög góðar heimtur hafa verið sumar. skiptingin er milli 1 og 2 ára laxa. í hitti fyrra var sleppt 20.000 seiðum og í fyrrasumar var fjölg- að í 60 þúsund seiði. Slegið var á þráðinn til eins byrjanda í hafbeitinni við Grund- arfjörð. Gunnar Magnússon sagðist ekki geta verið annað en ánægður með heimturnar. Af hafbeitarlaxi í Laxeldisstöðinni væru 150 laxar búnir að skila sér. í vor voru síðan 10.000 göngu- seiði send af stað og 900 bætt við síðar í sumar. í nágrenni við Gunnar eru 2 fremur stórar hafbeitarstöðvar, Lárós og Silfurlax og sagðist Gunnar vita að heimtur væru góðar hjá Lárósi, þó ekki vissi XL__ Viorin manntÁinrnor Námsgögn Fallordabók út er komin kennslubókin „Fallorð“ eftir Magnús Jón Ámason, einnota verkefnabók í íslensku handa 7.-9. bekk. Bókin er ætluð til glöggvunar og greiningar fallorða og hentar auk þess sem ítarefni við „Málvísi 1-3“. Kolbeinn Árnason er höf- undur mynda i bókinni, sem margar eru vel smellnar, en þar em einnig myndagátur um máls- hætti og orðtök. Myndskreyting við kaflann um „óákveðin fornöfn". 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30 ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.