Þjóðviljinn - 30.08.1988, Page 6
þJÓÐVlUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Hálöglegir
raunvextir
Nú segjast ráðherrarnir ætla að fara að stjórna landinu. Til
þess þurfi þeir frið og því hafi þeir sett bráöabirgðalög síð-
astliðið föstudagskvöld, bráðabirgðalög sem eigi að tryggja
ríkisstjórninni næði til að upphugsa þær aðgerðir í efna-
hagsmálum sem duga. Það hafi komið í Ijós að umsamin
launahækkun upp á 2,5% mundi setja hagkerfi landsins úr
skorðum. Hinar grimmu staðreyndir efnahagslífsins yllu því
að ekki væri með nokkru móti unnt að bæta launamanni,
sem hefur 50 þúsund á mánuði, hækkun á verðlagi undan-
farna mánuði með því að auka við laun hans 1,250 krónum.
Samhliða banni við umsömdum og áður lögboðuðum
kauphækkunum ákvað ríkisstjórnin að koma á verðstöðvun.
Ekki er unnt að sjá hvernig á að tryggja verðstöðvun þótt
vissulega hafi ráðherrarnir falið Verðlagsstofnun að fram-
fylgja banni við verðhækkunum og fyrirskipað stofnunni að
miða í því sambandi við verðkönnun sem hún gerði um
miðjan þennan mánuð. En það er tvennt ólíkt að gera verð-
könnun sem sýna á meðalverðlag eða að fylgjast með verð-
lagi hjá hverjum einstökum smásöluaðila. Hætt er við að
starfsmenn verðlagsstofnunar séu einfaldlega of fáir til að
taka að sér hlutverk verðlagslögreglu.
Að mönnum læðist sá grunur að verðstöðvunin verði fyrst
og fremst fólgin í því að eftir svo sem tvær vikur birtist
ráðherrar alþjóð og harmi það að verðlagskannnanir sýni
hækkað vöruverð. En verðstöðvun er ágætt orð til að nota
samhliða lögbanni við launahækkunum. Bráðbirgðalögin
fara betur á klakki ef á móti banni við samningsbundnum
breytingum á launum er sett bann við hækkunum á vöru og
þjónustu.
Ráðherrarnirtelja að nýsett bráðabirgðalög dragi úr verð-
bólgu og þess vegna hljóti vextir að lækkka. Það er eftirtekt-
arvert að þeir beita ekki valdaboði til að ná niður vöxtunum,
sú aðferð virðist bara henta gagnvart launamönnum. Þvert á
móti er kallað á bankamenn og reynt að leiða þeim fyrir
sjónir að líklegast sé þeim óhætt að lækka vexti, verðbólgan
hljóti að vera á niðurleið úr því að komið hefur verið í veg fyrir
2,5% launahækkun.
Ráðherrarnir ætla sér þó ekki að fara fram á raunvaxta-
lækkun. Þeir vilja bara að bankamenn fái trú á að verðbólg-
an sé á niðurleið og séu því ekki að bíða með lækkun
nafnvaxta. Nafnvextir hafa á undanförnum mánuðum rokk-
að upp og niður eftir því hver líkleg hefur verið verðlagsþró-
un að mati stjórnenda bankastofnana.
Skipta má vaxtatöku af lánum í tvennt. Annars vegar er
um að ræða verðtryggð lán sem hækka í takt við vísitölur.
Ofan á verðbætur leggjast vextir, raunvextir, sem nú eru oft
milli 9 og 10% en stundum miklu hærri. Engar aðgerðir eru
uppi til að lækka þessa vexti en sumir ráðherrarnir eru
bjartsýnir á að nú sé að renna upp betri tíð og þess vegna
bara hljóti raunvextir að lækka.
Hins vegar eru svokallaðir nafnvextir á óverðtryggðum
lánum. Þar sem ekki er um neinar verðbætur að ræða, eru
þeir miklu hærri en vextir á verðtryggðum lánum. En alveg
eins og verðbætur af verðtryggðum lánum vaxa hægar ef
verðbólgan hægir á sér, þannig lækka nafnvextir. Lántak-
endur greiða þá heldur minna en áður til að lánsfjárhæðin
tapi ekki upphaflegu verðgildi sínu, en það sem umfram er,
raunvextirnir, er óbreytt.
Viðræður ráðherra við bankamenn eru ósköp lítils virði ef
raunvextir verða þeir sömu eftir sem áður. Þá skiptir ekki
sköpum hvort nafnvextir lækka örlítið fyrr en ella hefði orðið.
-ÓP
Karl Popper. Lýöræði með ein-
menningskjördæmum er betra
en einræðið.
Sir Popper
Hver skyldi vera skýringin á
því að ritstjórum Morgunblaðs-
ins er eins umhugað um kosn-
ingafyrirkomulag og raun ber
vitni?
Undanfarna mánuði hefur
blaðið hvað eftir annað gefið sig
að löngum bollalengingum um
kjördæmaskipan, -hversu best
verði fyrir komið-, og hefur í því
tali mátt nema einhvern angur-
væran hljóm, einsog verið sé að
rifja upp minningar um liðnar
ánægjustundir...
í þessum vangaveltum Morg-
unblaðsins um kjördæmi og þing-
menn hefur upphafspunkturinn
núna í sumar verið hugleiðing
eftir Karl Popper, kunnan vís-
indaheimspeking sem hæ-
grimenn hafa tekið uppá arma
sína nauðugan viljugan, einsog
sjá má af Reykjavíkurbréfi nú um
helgina þarsem segir um hugl-
eiðinguna að nýlega hafi birst í
lesbók blaðsins „stórmerk grein
eftir Sir Karl Popper sem margir
álíta merkasta heimspeking okk-
ar tíma“.
Lýðræði er betra
en einræði
f umræddri grein kemst Popp-
er að því að lýðræði sé betra en
einræði, og er höfundur Reykja-
víkurbréfs sýnilega yfir sig hrifinn
af þessari kenningu, einsog hann
hafi á síðari árum verið farinn að
hallast að einhverju af þessu tæi
en skort opinbera staðfestingu á
að það væri sér sæmandi. Nú er
hinsvegar kominn stimpill, og
ekki bara frá Popper, heldur
sjálfum Sir Popper. Samanber
hið fornkveðna, að annar eins
maður og Oliver Lodge/ fer ekki
með neina’lygi.
Pessi niðurstaða verður síðan
Popper og Morgunblaðinu stökk-
pallur að hugleiðingum um hlut-
fallsreglur við kosningar, þarsem
talin eru nokkur rök með ein-
menningskjördæmum og tíund-
aðir nokkrir helstu gallar kjör-
dæma þarsem boðnir eru fram
listar og menn kosnir af þeim í
hlutfalli við fylgi.
Kjördæmaspeki
Nú er sú umræða að sjálfsögðu
virðingarverð. Einmennings-
kjördæmi hafa vissulega ýmsa
kosti en ákveðna galla, hlutfalls-
kjör líka, og fróðlegt að líta á
ganga mála í hverju kerfi fyrir sig,
-því að í rauninni er mjög erfitt
að alhæfa einsog Moggi og Popp-
er um tvennskonar skipulag,
heldur verður að fara hringinn
um öll þau ríki sem búa við form-
legt fulltrúalýðræði til að líta á
forsendur og afleiðingar þeirra
málamiðlana sem búnar hafa ver-
ið til á hverjum stað.
Á sama hátt getur verið fróð-
legt og skemmtilegt að velta fyrir
sér öðrum leikreglum bæði í kjör-
dæmamálum og annarskonar
formsmálum kringum fulltrúa-
lýðræðið og kosningar, og athuga
hvaða áhrif ákveðnar breytingar
gætu haft á stjórnkerfi og lands-
háttu. Ætti að hafa kjördæmin
hér öðruvísi en er? tvískipta
Reykjaneskjördæmi? leyfa Þing-
eyingum að kjósa sér? Á að hafa
prósentureglu um hversu stórir
flokkar eiga að vera til að komast
á þing, - tvö prósent einsog í
Danmörku eða fjögur einsog í
Svíþjóð eða fimm einsog í
Vestur-Þýskalandi? Eða viljum
við að hafa það áfram einsog hér
að Stefán Valgeirsson kemst inn
með tæp tvöþúsund atkvæði en
hvorki Þjóðarflokkur né Flokkur
mannsins með rúm tvöþúsund?
Ættum við að taka upp einnar
umferðar einmenning einsog
Tjallarnir eða tveggja umferða a
la fran^aise? Á að skipta Reykja-
vík upp líka? þingmaður frá Vest-
urbæ sunnan Hringbrautar og frá
Glerárþorpi á Akureyri? Á að
hafa eina deild eða tvær í þing-
inu? kjósa sérstaklega í efri
deild? hafa einmenningskjör-
dæmi þar en hlutfallskjör í neðri?
Eða á kannski að kjósa sterkan
mann sem forseta eða forsætis-
ráðherra? Yfirgefa þingræðið
einsog í Bandaríkjunum? Eða
taka upp norskan sið, útiloka
þingrof og kjósa aldrei nema á
fjögurra ára fresti þannig að hinir
kjörnu gjöri svo vel að koma sér
saman um landstjórnina? Eða
eigum við kannski bara að varpa
hlutkesti um þingsetuna einsog í
Aþenu?
Lýðræði hvað?
Þetta er allt áhugavert og sumt
af þessu er sjálfsagt að ræða í
tengslum við stjórnarskrárendur-
skoðun sem íslenskir pólitíkusar
hafa trassað alltof lengi.
Þessar spekúlasjónir koma
sjálfu lýðræðinu ekki endilega
mikið við, og einsog aðstæður eru
núna hér á landi verður ekki
komið auga á að formbreytingar
af þessi tæi mundu efla lýðræði til
neinna muna í landinu. Þessi um-
ræða kemur lítið við þær forsend-
ur lýðræðis sem liggja í tiltölulegu
jafnrétti þeirra sem mynda hinn
ráðandi lýð, um þá menntun og
það upplýsingastreymi sem er
forsenda lýðræðislegrar ákvörð-
unar, um Iýðræði á vinnustað og
öðru nánasta umhverfi, um al-
mennar takmarkanir lýðræðisins
í kapítalisma, til dæmis þeirri ætt-
arkerfishöfðingjaklíkutegund
hans sem hér þrífst.
Að ekki sé talað um það lýð-
ræði dagsins sem felst í lögum á
kjarasamninga, banni við verk-
föllum, vaxtaokri, láglauna-
stefnu...
í besta falli má ætla að hug-
leiðingar í stíl Moggans og Sör
Poppers stafi af oftrú á fiff og
trikk og patent.
í dæmi Reykjavíkurbréfsins
um helgina er þó vísast að öðru sé
um að kenna. Þar var hlutfalls-
kjörinu nefnilega fundið helst til
foráttu að það byggi til sam-
steypustjórnir þarsem enginn
væri ábyrgur og þarmeð engin
stjórn á hlutunum og þarmeð ór-
eiða í efnahagsmálunum.
Morgunblaðið er sumsé að
segja lesendum sínum að efna-
hagsóreiðan sé ekki Sjálfstæðis-
flokknum að kenna og ekki Þor-
steini Pálssyni að kenna og ekki
ríkisstjórninni, hvað þá forstjór-
unum eða efnahagssérfræðingun-
um úr friálshyggjuskólunum að
kenna. Oreiðan er samsteypu-
stjórnarfyrirkomulaginu að
kenna og það er hlutfallskosning-
unum að kenna.
Mikil er trú þín, Morgunblað.
En hverju eru eiginlega hlutfalls-
kosningarnar að kenna? Og af
hverju er himinninn blár?
-m
Þjóðviljinn
Síðumúla 6 * 108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útg«fandl: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Ámason, Óttar Proppé.
Fréttaatjórt: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hiörleifur
Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfriður Júlíusdóttir,
Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar
Karisson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sœvar
Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.).
Handrtta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldóreson.
Útlitatelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson
FramkvæmdastJórLHallurPállJónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýslngastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð ílausasölu: 70 kr.
Helgarblöð:80 kr.
Áskríftarverð á mánuði: 800 kr.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30 ágúst 1988