Þjóðviljinn - 30.08.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 30.08.1988, Page 10
Urslit England 1. deild Aston Villa-Millwall..............2-2 Charlton-Liverpool................0-3 Derby-Middlesbrough...............1-0 Everton-Newcastle.................4-0 Man. Utd.-QPR.....................0-0 Norwich-Nott. Forest ............2-1 Sheff. Wed.-Luton.................1-0 Southampton-WestHam...............4-0 Tottenham-Coventry................fr. Wimbledon-Arsenal.................1-5 2. deild Brighton-Bradford.................1-3 Chelsea-Blackbum..................1-2 Hull-Man. City....................1-0 Leeds-Oxford.....................1-1 Leicecter-WBA....................1-1 Oldham-Barnsley..................1-1 Shrewsbury-Portsmouth.............1-2 Stoke-lpswich....................1-1 Sunderland-Bournemouth...........1-1 Swindon-Cr. Palace................fr. Walsall-Plymouth..................2-2 Watford-Birmingham................1-0 3. deild Bretford-Huddersfield.............1-0 Bristol Rov.-Wigan...............3-2 Bury-Wolves......................3-1 Cardiff-Fulham....................1-2 Chester-Blackpool................1-1 Chesterfield-Aldershot...........2-1 Gillingham-Swansea...............2-3 Mansfield-Northampton............1-1 NottsCounty-BristolCity..........0-0 Preston-PortVale..................1-3 Reading-Sheff. Utd................1-3 Southend-Bolton..................2-0 4. deild Burnley-Rochdale.................2-1 Cambridge-Grimsby................4-1 Carlisle-Peterborough............2-2 Colchester-York..................1-0 Darlington-Stockport.............1-4 Exeter-Wrexham...................0-2 Leyton-Crewe.....................0-0 Lincoln-Hartlepool...............0-1 Rotherham-Dancaster..............3-0 Scarborough-Tanmere..............0-0 Torquay-Halifax..................0-2 Þýskaland Bayern Miinchen-Kaisersl.........5-1 Köln-Karlsruhe...................6-1 BayerUrdingen-Frankfurt..........4-1 Mannheim-Werder Bremen...........1-1 Hannover-BayerLeverkusen.........1-1 Stuttgarter Kick.-Hamburg........2-0 Nurnberg-Bochum..................3-1 B. Dortmund-B. Mönchengladbach .... 0-0 St. Pauli-Stuttgart...............2-1 ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan Aldridge fastur fyrir Ian Rush þarfað berjastfyrir sœti sínu í Liverpool-liðinu eftir þrennu John Aldridge á laugardag. Tony Cottee byrjar vel með Everton Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Englandsmeistara Liverpool, getur varia tekið John Aldridge úr liði sínu á næstunni. Upphaflega leit út fyrir að Aldridge yrði að víkja fyrir lan Rush, sem hefur snúið aftur úr útlegð á Ítalíu, en írski landsliðsmaðurinn lætur sæti sitt ekki baráttulaust af hendi heldur raðar inn mörkum í fyrstu leikjum keppn- istímabilsins. Aldridge skoraði fyrst bæði mörk Liverpool í leik meistaraliðanna um Góðgerðarskjöldinn og um helgina skoraði hann öll þrjú mörkin gegn Charlton þegar fyrsta umferð deildarinnar fór fram. Tony Cottee ætlar að reynast peninganna virði. Fótbolti Atvinnumennimir Liverpool sótti Charlton heim á Selhurst Park í Lundúnum og var sigur þeirra ekki í hættu. Aldridge skoraði eitt mark í fyrri hálfleik en bætti síðan tveimur við á tveggja mínútna kafla snemma í síðari hálfleik. Pess má geta að Ian Rush kom inná sem varamaður í lið leiksins en var ekki á skotskónum að þessu sinni. Everton rúllaði Newcastle upp á heimavelli sínum í Liverpool, 4-0, og skoraði Tony Cottee þrennu í þessum fyrsta leik sínum með liðinu. Cottee, sem kostaði Everton 2,5 miljónir punda, skoraði þrjú fyrstu mörkin í leiknum og það fyrsta eftir aðeins 32 sekúndur. Graeme Sharp skoraði síðan fjórða markið á 84. mínútu. Bikarmeistarar Wimbledon voru rassskelldir á eigin heima- velli af liðsmönnum Arsenal, 1-5. Alan Smith skoraði þrívegis en þeir Brian Marwood og Paul Merson skoruðu eitt hvor. John Fashanu skoraði eina mark Wim- bledon og var það jafnframt fyrsta mark leiksins en eftir það áttu bikarmeistararnir ekki við- reisnar von. Óvæntustu úrslit helgarinnar voru vafalaust sigur Norwich á Nottingham Forest, 2-1. Norwich var reyndar á heimavelli en komst í 2-0 með mörkum Flecks og Bowens. Steve Chettle skoraði síðan eina mark skógar- mannanna frá Nottingham. -þóm John Aldridge hefur nú skorað öll fimm mörk Liverpool í tveimur leikjum liðsins á nýbyrjuðu keppnistímabili. Þýskaland Mikið skorað heilir heilsu Stuttgart tapaði sínumfyrstu stigum. Bayern á toppinn eftir stórsigur Ragnar Margeirsson ekki með vegna meiðsla Ásgeir Sigurvinsson og félagar töpuðu sínum fyrsta leik og jafn- framt sínum fyrstu stigum á keppnistímabilinu þegar Stutt- gart beið ósigur í Hamborg, gegn nýliðum St. Pauli á föstudags- kvöld. Stuttgart varð að vísu fyrra til að skora en það gerði Fritz Walt- er á 15. mínútu. í síðari hálfleik skoruðu heimamenn hins vegar Frjálsar Jón Amar annar á NM Jón Arnar Magnússon, HSK, náði bestum árangri sex frjálsí- þróttamanna sem kepptu á Norð- urlandamóti unglinga í Stokk- hólmi um helgina. Hann varð annar í langstökki, stökk 7,32 metra, sem er hans besti árangur. Jón Arnar keppti einnig í 100 metra hlaupi og varð 8. á 11,36 sek en sigurvegarinn hljóp á 10,91 sek. Aðrir íslenskir kepp- endur á mótinu voru þau Súsanna Helgadóttir, Frímann Hreinsson, Einar Kristjánsson, Steinn Jó- hannsson og Jón Sigurjónsson. -þóm tvisvar en þrátt fyrir stór nöfn í liði Stuttgart náðu þeir ekki að bæta við marki og fóru því stiga- lausir suður til Stuttgart. Bayern Munchen er nú komið í efsta sætið eftir stórsigur á Kais- erslautern, 5-1, á hinum glæsilega Ólympíuleikvangi í Munchen. Mörk Bæjara skoruðu þeir Augenthaler og Wolfarth í fyrri hálfleik og síðan Ekström, Thon og Nachtweih, en Kohr skoraði mark Keisaranna. Köln fékk Karlsruhe í heim- sókn og var einnig mikið skorað í þeim leik. Lokatölur urðu 6-1 fyrir Kölnara og var þetta fyrsta tap Karlsruhe á tímabilinu. Thomas Allofs skoraði þrjú mörk en þeir Engels, Paulsen og Jans- en eitt hver. Spies gerði eina mark Karlsruhe í leiknum. Enn einn markaleikurinn var í Urdingen þegar heimaliðið lagði Frankfurt 4-1. Urdingen skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik og skoraði Kuntz tvö en Kleppinger og Funkel eitt hvor. Það var síðan Roth sem minnkaði muninn fyrir Frankfurt í síðari hálfleik. Staða efstu liða BayernM........4 3 1 0 11-3 7 Köln ..........5 3 1 1 10-3 7 B. Urdingen....5 2 3 0 9-5 7 Karlsruhe......5 3 1 1 12-12 7 Stuttgart......4 3 0 1 9-4 6 B. Leverkusen..5 2 2 1 9-7 6 -þóm íslendingar geta teflt fram sínu besta liði gegn Sovétmönnum á miðvikudag, en þeir leikmenn sem leika erlendis komast allir í leikinn og eru heilir heilsu. Ragn- ar Margeirsson er eini leikmaður- inn úr 22 manna hópnum sem meiddist um helgina og verður því ekki með. „Útlendingarnir eru nú allir komnir til landsins og hefur Sigfried Held valið 16 manna hóp í þennan þýðingar- mikla leik. Hann er þannig skip- aður: Markveröir: Bjarni Siguðsson, Brann........22 Friðrik Friðriksson, B1909.....13 Aðrlr leikmenn: ArnórGuðjohnsen, Anderlecht....25 Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart.39 Atli Eðvaldsson, Val...........51 GuðmundurTorfason.Genk.........14 Guðni Bergsson, Val ...........19 GunnarGíslason, Moss...........34 Ólafur Þórðarson, fA...........23 ÓmarTorfason, Fram.............30 PéturArnþórsson, Fram..........19 PéturOrmslev, Fram.............29 SigurðurGrétarsson, Luzern.....20 Sigurður Jónsson, Sheff. Wed...14 SævarJónsson, Val..............42 Viðar Þorkelsson, Fram.........19 Eins og sjá má er þetta mjög sterkur hópur og eru margar leiðir mögulegar á uppstillingu liðsins. Ein þeirra er að Bjarni verði í markinu, Guðni „sweeper" og Atli og Sævar þar fyrir framan. Sigurður Jónsson og Ólafur yrðu á vængjunum og á miðjunni þeir Gunnar, Pétur Ormslev og Ásgeir, Gunnar þeirra aftastur. Framliggjandi yrðu svo Arnór og Sigurður Grét- arsson. Þessi uppstilling miðast við 3- 5-2 leikkerfi sem landsliðið notar gjarnan en auðvelt er að stilla lið- inu öðruvísi upp. Til dæmis gæti Gunnar verið „sweeper" og Arn- ór þá kannski aftar og Guðmund- ur Torfason í sóknina. Eða að hafa sóknina óbreytta og Sigurð- ur Jónsson kæmi inná miðjuna í stað Gunnars. Allt saman sak- lausar vangaveltur sem verða ekki ljósar fyrr en á morgun. -þóm Arnór Guðjohnsen skorar hér framhjá Rinat Dassajev í landsleik íslendinga og Sovétmanna fyrir þremur árum. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30 ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.