Þjóðviljinn - 30.08.1988, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 30.08.1988, Qupperneq 14
 Stuttí kynþátta- fordómana Þessa fáu daga sem ég dvaldi í höfuðstað Norðmanna í byrjun mánaðarins, rakst ég af tilviljun tvisvar á ungar íslenskar konur með lítil börn sín. í sjálfu sértelst það ekki til tíðinda að rekast á íslendinga búsetta á hinum Norðurlöndunum. Hiðsérstaka var hins vegar að börn beggja þessara kvenna voru kynblend- ingar, dökk á hörund og svart- hærð. Þó ég viti ekkert um ástæðu þess að báðar konurnar búa í Osló en ekki heima á fróni, þá læddist óneitanalega að sá grun- ur að leyndir og Ijósir kynþáttafor- dómar margra Islendinga hefðu þar áhrif. Ég hef allavega heyrt af einni íslenskri konu sem bjó hér um tíma með svörtum manni sín- um, en gafst upp og flutti með fjölskylduna til Osló. Á hótelinu þar sem margar okkar íslensku dvöldu var nær eingöngu fólk af suðlægum upp- runa í þjónustustörfunum. Oft heyröust athugasemdir í þeim dúr, að „þetta fólk væri nú bara regluglega snyrtilegt og vinnu- sarnt", eins og við öðru hefði ver- ið búist. Þaðsérstaka við kynþáttafor- dóma íslendinga er að þeir eru lærðir. Hvaða reynslu hafaflest okkar af samskiptum við fólk af öðrum kynþáttum? Sama og enga. Samt leyfa margir sér að setja sjálfa sig og sitt slekt stalli ofaren „hina“. „Hina“ sem í mörgum tilvikum skera sig að- eins frá „okkur“ að því leyti, að húðfrumumar hafa að geyma meira af verndaref ni gegn sól- arljósinu en hjá okkur sem búið höfum um aldaraðir á norð- lægum slóðum. Hvað er svona f rábært við að vera kominn af víkingum, sem gengu berserksgang heima hjá sérog íöðrum löndum höggv- andi mann og annan. Sem betur hefur í gegnum tíðina slæðst hingað einn og einn útiendingur með nýtt og ferskt blóð. Því hætt er viö að annars hefði úrkynjun getað orðið þeim glæsta stofni er hér þrífst að aldurtila. mj I dag er 30. ágúst, þriðjudagur í nítj- ándu viku sumars, áttundi dagur tvímánaðar, 243. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.04 en sest kl. 20.50. Tungl minnkandi á þriðja kvartili. Viðburðir Dáinn Jón Vídalín biskup 1720. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Vaxandi viðsjár í Evrópu. Nas- istar heimta að T ékkar gangi að kröfum Súdeta fyrir fimta næsta mánaðar. KRON eykur starfsemi sína. Innlánsdeild stofnuð, sem greiðir hálfu prósenti hærri vexti en sparisjóðir. Chile kaupir „ Esju". Nýtt stærra skip verður byggt í stað hennar. UM ÚTVARP & SJÓNVARP l Bláskjár og Lína langsokkur Á rás 1 í Ríkisútvarpinu eru 2 fastir barnatímar og fá þau yngstu oftast að heyra einhverja sögu lesna. Gunnvör Braga hefur um- sjón með Litla barnatímanum, sem er á dagskrá á morgnana laust eftir klukkan 9 og er hann endurtekinn klukkan átta á kvöldin. Þessa dagana er verið að segja frá ævintýrum Línu lang- sokks í Suðurhöfum og er örugg- iega mikið fjör í kringum Línu og vini hennar. Meðal efnis í barnaútvarpinu kl. 16:20 er einnig lestur úr þekktri barnasögu, því bók vik- unnar er Bláskjár, eftir Franz Hoffman. Strákurinn með stóru bláu augun lendir í ýmsu mis- jöfnu, þar sem hann elst upp hjá flokki ræningja og er lengi fram- an af lokaður inni í helli þeirra. En allt fer vel að lokum, er Bljá- skjá tekst að finna sína raunveru- legu foreldra. Á Útvarpi Rót eru einnig barnatímar daglega kl. 19:30 og eru þeir endurteknir kl. 9 morg- unin eftir. í dag verða lesin ævin- týri fyrir börnin, en um helgar sjá þau sjálf um þáttinn og geta þeir krakkar sem vilja koma með efni í útvarpið haft samband við Rót- Geðræn vandamál Tom Berenger í hlutverki hins glæsta og glaðbeitta kúreka. Syngjandi kúreki Fyrir þá sem gaman hafa af hetjum villta vestursins, endur- sýnir Stöð 2 í kvöld myndina Oður kúrekans (Rustlers Rhaps- ody). Kúrekinn Rex OHerlihan fyllir ekki þann hóp sem fer um með ránum og ofstopa, heldur ferðast hann syngjandi um og gerir góðverk. Þessi „sprenghlægilega gaman- mynd“ er síðust á dagskránni í kvöld og hefst kl. 23:35. Leik- stjóri myndarinnar er Hugh Wil- son og í aðalhlutverkum eru: Tom Berenger, G.W.Bailey, Marilu Henner, Fernando Rey og Andy Griffith. Það er leið út, er yfirskrift þátt- ar um geðræna kvilla sem Sjón- varpið sýnir í kvöld. í honum verður fjallað um streitu og þau geðrænu vandamál sem af henni geta skapast, t.d. þunglyndi. í þættinum munu nokkrir ein- staklingar segja frá reynslu sinni af geðrænum vandamálum og Ingólfur Sveinsson geðlæknir sit- ur fyrir svörum. Einnig verður starfsemi Geðhjálpar kynnt og sér formaður félagsins, Magnús Þorgrímsson sálfræðingur, um þá Margir íslendingar eiga við geð- ræn vandamál að stríða og munu nokkrir tjá sig um reynslu sína af þeim í sjónvarpinu í kvöld. kynningu. Umsjónarmaður þátt- arins er María Maríusdóttir. GARPURINN v C»pt. •*» *••*•»« Ctp. tU WwM «t*4. KALLI OG KOBBI Þá liggur svo beint við að gera eitthvað. 'C.. - ‘7-4 FOLDA Hugsaðu þér það sem gerist í heiminum í kringum þig! Ekki minna mig á það! Afhverju heldurðu að ég sé að lesa teiknimyndasögur? 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30 ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.