Þjóðviljinn - 07.09.1988, Side 1
Miðvikudagur 7. september 1988 198. tölublað 53. árgangur
Alþýðusambandið
Launalækkun hafnað
Leiðforstjóranna afskrifuð. Skilyrði fyrir frekari viðrœðum að ekki sé rœtt um launalœkkun. Hœkkun á elli- og
örorkulífeyri verði ekki frestað. Ásmundur Stefánsson: Ríkisstjórnin á nœsta leik. Þorsteinn Pálsson: Niðurfœrslan úr
sögunni. SteingrímurHermannsson: Ekki fullreyntenn
Á fundi miðstjórnar ASÍ var
samþykkt að hafna öllum við-
ræðum við ríkisstjórnina um
niðurfærsluleiðina svokölluðu.
ASÍ er ekki tilbúið í umræður um
9% lækkun launa eins og for-
stjóranefndin lagði til. Samþykkt
miðstjórnar hljóðar þannig:
Fundur miðstjórnar og for-
manna landssambanda ASI sam-
þykkir að setja það skilyrði fyrir
áframhaldandi viðræðum við
ríkisstjórnina að þær snúist ekki
um lækkun launa.
Áframhaldandi viðræður bein-
ist að því að leita leiða til að lækka
vexti og verðlag og tryggja af-
komu útflutningsgreina. Jafn-
framt ítrekar miðstjórn kröfu
sambandsins um að hækkun bóta
elli- og örorkulífeyrisþega verði
ekki frestað.
Það var Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ sem lagði fram til-
löguna og er hann talinn hafa
styrkt mjög stöðu sína á þessum
fundi. Er talið að sumir mið-
stjórnarmenn, og þá einkum þeir
sem tengdir eru ríkisstjórnar-
flokkunum, hafi verið mjög treg-
ir til að veita samþykki sitt. Mið-
stjórnin gerði samþykkt sína
samhljóða en Guðmundur J.
Guðmundsson formaður Verka-
mannasambandsins sat hjá. Síðar
í gærdag samþykkti fram-
kvæmdastjórn Verkamannasam-
bandsins samhljóða tillögu þar
sem tekið var undir með mið-
stjórn ASÍ.
í ríkisstjórninni virðist ekki
ríkja eining um hvort niður-
færsluleiðin sé inni í myndinni
eða ekki. Þorsteinn Pálsson sagði
í gær að hún væri úr sögunni þótt
það væru honum mikil vonbrigði
en hann hefði marg tekið fram að
þessi leið væri ófær nema til kæmi
náið samráð við verkalýðshreyf-
inguna. Steingrímur Her-
mannsson vildi aftur á móti ekki
meina að niðurfærsluleiðina ætti
að afskrifa strax, að minnsta kosti
ekki fyrr en ríkisstjórnin hefði
fjallað um málið. Hún þyrfti að
hittast sem fyrst, jafnvel strax í
dag.
Sjá bls. 3
Grunnskólar
Nemendur
42 þúsund
í landinu eru nú starfandi 216
grunnskólar og með forskóla-
deildum er nemendafjöldinn um
42.000.
Víða á landsbyggðinni hefst þó
skólastarf síðar og samkvæmt
tölum frá síðasta vetri voru ein-
ungis 76% gunnskólanema 9
mánuði ársins í skóla. Tíundi
hluti þeirra fékk kennslu mánuði
skemur og í tillögum sínum um
skólamál vildi fjölskyldunefnd
ríkisins að reynt yrði að draga úr
þessu misræmi milli skóla. mj
Eftir langt sumarfrí leggst tilhugs-
unin um 9 mánaða setu á skóla-
bekk eflaust misvel í grunn-
skólanemendur. Galsi var í strák-
unum í Hvassaleitisskóla og ekki
annað að sjá en þeir fögnuðu
endurkomunni á skólalóðina í
gær. Mynd: Ari
Hilmar Sighvatsson berst um knöttinn í leiknum í gær. Mynd: E. Ól.
Fótbolti
Islenskur sigur
Valur sigraði frönsku meist-
arana Monaco í fyrri leik liðanna
í Evrópukeppninni í gærkvöld.
Sigur Valsmanna var fyllilega
sanngjarn enda þótt þeir væru
nokkuð seinir í gang. Monaco,
með enska landsliðsmanninn
Glenn Hoddle í broddi fylkingar,
var furðu slakt en liðin leika í
Monaco eftir fjórar vikur.
Sjá síðu 11
Reykjavík
Afturkallað leyfi
Félagsmálaráðherra telur byggingaráform á Fjalakattarlóðinni ekki
samkvœmt lögum. Tekiðfram fyrir hendurnar á byggingarnefnd
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra hefur ógilt bygg-
ingarleyfi sem byggingarnefnd
Reykjavíkur og síðar borgar-
stjórn samþykktu í maí síð-
astliðnum vegna byggingar á lóð-
inni Aðalstræti 8. Lóð þessi er við
hlið Morgunblaðshallarinnar og
á henni stóð til skamms tíma
Fjalakötturinn.
Það voru níu íbúar í Grjóta-
þorpi sem kærðu veitingu bygg-
ingarleyfisins. Félagsmálaráð-
herra hefur tekið til greina kæru
þeirra um of hátt nýtingarhlut-
fall, ranga landnotkun og að það
standi til að gera tvö hús að einu
með því að reisa á milli þeirra
fimm hæða tengibyggingu.
Athyglisvert er að Skipulags-
stjórn ríkisins, sem fékk kæruna
til umsagnar, mælti ekki með því í Grjótaþorpi hefur verið tekist á
að byggingarleyfið yrði afturkall- um það hvort varðveita á heildar-
að. svip tréhúsaþyrpingarinnar þar
Allt frá því að Morgunblaðs- eða staðsetja þar nútíma
höllin var á sínum tíma reist neðst skrifstofu- og verslunarhallir. ÓP
Irak
Kúrdum gert tilboð
Einn daginn eiturbomba, þann nœsta útrétt
sáttahönd
„Byltingarráð“ íraks lét það
boð út ganga í gær að öllum
Kúrdum væru gefnar upp „sakir“
og gilti einu þótt þeir hefðu tekið
upp vopnaða baráttu gegn sér.
Flóttamenn væru velkomnir
heim, og pólitískir fangar yrðu
látnir lausir. Öllum er heitið
griðum. Öllum nema einum. Svo
fremi þeir taki tilboði þessu innan
eins mánaðar.
Sjá síðu 13